""

Selma og Kay Langvads Legat

Tilgangur sjóðsins er að styrkja menningarleg tengsl Íslands og Danmerkur. Í því skyni eru veittir styrkir úr sjóðnum til námsdvalar fyrir Íslendinga í Danmörku og Dani á Íslandi.

""

Selma og Kay Langvads Legat

Tilgangur sjóðsins er að styrkja menningarleg tengsl Íslands og Danmerkur. Í því skyni eru veittir styrkir úr sjóðnum til námsdvalar fyrir Íslendinga í Danmörku og Dani á Íslandi.

Selma og Kay Langvads Legat til udvikling af den kulturelle forbindelse mellem Island og Danmark.

Sjóðnum er heimilt að styrkja hverja þá starfsemi, sem stjórn sjóðsins telur á hverjum tíma, að muni stuðla að því markmiði, sem sjóðnum er ætlað að vinna að. Styrki má veita með eða án umsókna.

Sjóðurinn er stofnaður árið 1964 af frú Selmu Langvad, fæddri Guðjohnsen, og Kay Langvad verkfræðingi í viðurkenningarskyni fyrir það mikilvæga hlutverk sem Ísland gegndi í lífi Kays Langvads og fjölskyldu hans. Höfuðstóll sjóðsins eru danskar krónur 120000 í dönskum skuldabréfum. Sjóðurinn er eign Háskóla Íslands, og er varsla hans og ávöxtun í höndum rektors og háskólaráðs samkvæmt þeim almennu reglum er gilda um sjóði Háskólans.

Reynt er að hrinda markmiðum sjóðsins í framkvæmd með því að bjóða sérfræðingum á ýmsum sviðum að miðla upplýsingum á milli landanna um þróun þeirra mála sem þeir hafa látið til sín taka. Íslenskir og danskir fræðimenn hafa notið góðs af sjóðnum og flutt þekkingu sína á milli landanna tveggja.

Fyrsta styrkinn árið 1965 hlaut þáverandi þjóðminjavörður, Kristján Eldjárn, síðar forseti Íslands, en á þriðja tug styrkja hefur verið úthlutað úr sjóðnum frá stofnun hans.

Sjóðurinn, stjórn og umsóknir

Selma Guðjohnsen fæddist á Húsavík þann 25. júní 1893 og var dóttir Þórðar Guðjohnsens kaupmanns og eiginkonu hans, Mariu Kirsten Sveinbjörnsson. Árið 1903 fluttist fjölskyldan til Danmerkur og heimili Guðjohnsens-fjölskyldunnar á Friðriksbergi varð mjög vinsælt aðsetur ungra Íslendinga sem leituðu sér framhaldsmenntunar í Kaupmannahöfn. Selma giftist árið 1923 Kay Langvad verkfræðingi og eignuðust þau þrjá syni.

Kay Langvad fæddist í Kaupmannahöfn árið 1896 og var sonur Peters Petersens yfirkennara. Á árunum 1937-1946 stjórnaði Kay Langvad starfsemi Höjgaard og Scshultz á Íslandi og fjölskyldan bjó í Reykjavík á stríðsárunum. Á þeim árum tengdist fjölskyldan bæði íslenskum ættingjum sínum og einnig stjórnmála- og atvinnulífinu hér á landi. Kay Langvad tókst síðar að tryggja fyrirtæki sínu E. Pihl & Søn sterka stöðu á Íslandi á grundvelli reynslu sinnar frá stríðsárunum.

Selma lést árið 1976 en Kay Langvad hélt áfram störfum allt fram til dánardægurs árið 1982. Hinsta ferðalag sitt fór hann til Íslands en landið var honum mjög kært allt til æviloka.

Sjóðurinn starfar eftir staðfestri skipulagsskrá og hefur sjálfstætt starfandi stjórn.

Samkvæmt skipulagsskrá er stjórn sjóðsins skipuð 3 mönnum, rektor Háskólans, sem er formaður, Dana, sem er tilnefndur af gefendum og eftir lát þeirra beggja af Sören Langvad verkfræðingi, og íslenskum ríkisborgara, sem tilnefndur er af gefendum og eftir lát þeirra af háskólaráði til þriggja ára í senn.

Skipulagsskrá Selma og Kay Langvads Legat (PDF).

Ekki hefur verið auglýst eftir umsóknum um styrki úr sjóðnum.

Styrkhafar

2015

  • Anna Helga Jónsdóttir

Sjá umfjöllun um styrkhafa 2015

2012

  • Elsebeth Korsgaard Sorensen

Sjá umfjöllun um styrkhafa 2012

2011

  • Elín Soffía Ólafsdóttir

Sjá umfjöllun um styrkhafa 2011

2011

  • Sverrir Jakobsson

Sjá umfjöllun um styrkhafa 2011

2010

  • Guðmundur Freyr Úlfarsson

Sjá umfjöllun um styrkhafa 2010

2009

  • Auður Hauksdóttir

Sjá umfjöllun um styrkhafa 2011

2008

  • Helga M. Ögmundsdóttir

Sjá umfjöllun um styrkhafa 2011

2005

  • Hafliði Pétur Gíslason og Kristján Leósson

Sjá umfjöllun um styrkhafa 2005

  • 2009  Kirsten Hastrup, prófessor við Kaupmannahafnarháskóla  
  • 2003  Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur í erlendum tungumálum  
  • 2001  Niels Pontoppidan, forseti hæstaréttar  
  • 2000  Hjalti Hugason, prófessor í guðfræði við Háskóla Íslands  
  • 1998  Eggert Þór Bernharðsson, sagnfræðingur og kennari við Háskóla Íslands  
  • 1988  Bent A. Koch, ritstjóri  
  • 1997  Sigrún Davíðsdóttir, rithöfundur og blaðamaður  
  • 1996  Séra Sigurður Árni Þórðarson  
  • 1993  Jónas Elíasson, prófessor við Háskóla Íslands  
  • 1992  Töger Seidenfaden, ritstjóri  
  • 1990  Lauge Stetting, cand.polit.  
  • 1990  Eggert Briem, prófessor við Háskóla Íslands  
  • 1987  Lars Nordskov Nielsen, prófessor  
  • 1985  Þuríður Kristjánsdóttir, prófessor við Kennaraháskóla Íslands  
  • 1984  E.W. von Eyben, prófessor  
  • 1982  Sigurður Helgason, prófessor við MIT  
  • 1979  Olse Risak, háskólakennari  
  • 1979  Mogens Hornslet, dómari við landsdóm  
  • 1975  Ármann Snævarr, fyrrverandi rektor Háskóla Íslands og dómari við Hæstarétt Íslands  
  • 1972  Gunnar Thoroddsen, síðar forsætisráðherra  
  • 1971  Agnete Helmstedt, sérfræðingur menntamála  
  • 1971  Gunnar Sigurðsson, verkfræðingur  
  • 1969  Lauge Stetting, lektor Handelshöjskolen, síðar rektor sama skóla  
  • 1968  Broddi Jóhannesson, rektor Kennaraskóla Íslands  
  • 1967  Sigfús Johnsen, stud.mag., síðar prófessor  
  • 1966  Aage Nörfeld, skólastjóri Frederiksborg  
  • 1965  Kristján Eldjárn, þjóðminjavörður, síðar forseti Íslands  

Fréttir af sjóðnum

rá úthlutun úr Sjóði Selmu og Kays Langvads. Á myndinni eru frá vinstri: Helga Brá Árnadóttir, umsjónarmaður Styrktarsjóða Háskóla Íslands, Hafliði P. Gíslason prófessor, Guðrún Helga Agnarsdóttir, Kristín Ingólfsdóttir, rekor Háskóla Íslands, Kjartan Langvad, Mikkel og Linnea Langvad.
Elsebeth Korsgaard Sorensen, prófessor í menntunarfræðum við Háskólann í Árósum, ásamt Sören Langvad við afhendingu styrksins í Danmörku fyrr í sumar.

Viltu styrkja?

Styrktarsjóðir eru mikil lyftistöng fyrir Háskóla Íslands. Skólinn hefur notið mikils velvilja af hálfu fjölmargra einstaklinga á undanförnum árum en þeir hafa af miklum rausnarskap lagt fé í styrktarsjóði sem allir miða að því að efla vísindarannsóknir og afla nýrrar þekkingar, samfélaginu til heilla.

Deila