
Þetta er þriðji sjóðurinn sem Bent Scheving Thorsteinsson hefur stofnað við Háskóla Íslands. Sjóðurinn var stofnaður 25. september 2001 með framlagi kr. 11.910.000.
Hinir tveir eru Verðlaunasjóður Óskars Þórðarsonar barnalæknis og fósturföður Bents, sem styrkir rannsóknir á sviði barnalækninga, og hinn er Verðlaunasjóður Bergþóru og Þorsteins Scheving Thorsteinssonar, föður Bents, til styrktar rannsóknum á sviði lyfjafræði.
Samtals nema gjafir Bents til Háskóla Íslands rúmlega kr. 60 milljónum króna og er það rannsóknarstarfi við Háskólann mikil lyftistöng að eiga jafngóðan velunnara og Bent Scheving Thorsteinsson.