
Sjóðurinn var stofnaður 2017 af Sigurði Helgasyni, prófessor í stærðfræði við Massachusetts Institute of Technology (MIT).
Sjóðurinn var stofnaður 2017 af Sigurði Helgasyni, prófessor í stærðfræði við Massachusetts Institute of Technology (MIT).
Sigurður Helgason fæddist á Akureyri 30. september 1927 og lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum á Akureyri 1945.
Eftir ársnám við verkfræðideild Háskóla Íslands hélt Sigurður til Danmerkur þar sem hann lauk Mag. Scient. prófi í stærðfræði frá Kaupmannahafnarháskóla 1952. Hann hélt þá til frekara náms við Princeton-háskóla í Bandaríkjunum og lauk þaðan doktorsprófi 1954. Sigurður kenndi við Princeton-háskóla, Chicago-háskóla og Columbia-háskóla og varð prófessor við MIT árið 1965. Eftir hann liggja fjölmargar bækur og vísindagreinar um stærðfræði.
Sigurður hefur verið heiðursdoktor við Háskóla Íslands frá árinu 1986 og er heiðursfélagi Íslenska stærðfræðafélagsins. Sigurður Helgason lést á heimili sínu í Belmont, Massachusetts í Bandaríkjunum, 3. desember 2023, 96 ára að aldri.
Sjóðurinn er sjálfseignarstofnun utan atvinnurekstrar og er í umsjá og vörslu Styrktarsjóða
Háskóla Íslands og fellur undir sjóði sem lúta yfirstjórn Háskóla Íslands.
Í stjórn sjóðsins sitja:
Staðfest skipulagsskrá Verðlaunasjóðs Sigurðar Helgasonar prófessors (PDF).
Auglýsing um umsóknartímabil er sett á vef sjóða og á vef Háskóla Íslands. Einungis er opið fyrir umsóknir á auglýstum umsóknartíma.
Sjá umfjöllun um styrkhafa 2024.
Sjá umfjöllun um styrkhafa 2023.
Sjá umfjöllun um styrkhafa 2022.
Sjá umfjöllun um styrkhafa 2021.
Sjá umfjöllun um styrkhafa 2019.
Sjá umfjöllun um styrkhafa 2018.
Styrktarsjóðir eru mikil lyftistöng fyrir Háskóla Íslands. Skólinn hefur notið mikils velvilja af hálfu fjölmargra einstaklinga á undanförnum árum en þeir hafa af miklum rausnarskap lagt fé í styrktarsjóði sem allir miða að því að efla vísindarannsóknir og afla nýrrar þekkingar, samfélaginu til heilla.