
Einnig má styrkja rannsóknir í heilsusálfræði, trúarlífssálfræði og skyldum greinum. Þá má verðlauna nemendur fyrir sérlega athyglisverð fullunnin verkefni á þessum sviðum. Gera skal kröfu um aðferðafræðilega vönduð vinnubrögð.
Styrkir eru veittir til rannsóknaverkefna sem falla að tilgangi sjóðsins. Styrkþegar skulu vera kennarar við Háskóla Íslands, fræðimenn innan og utan Háskóla Íslands, og nemendur í meistara- eða doktorsnámi við Háskóla Íslands.