
Sjóðurinn var stofnaður af Háskóla Íslands árið1995. Eggert V. Briem, f. 18. ágúst 1895, ánafnaði Háskóla Íslands með erfðaskrá sinni 20. desember 1994 eignir, erlend verðbréf og gjaldeyrisreikning.
Sjóðurinn var stofnaður af Háskóla Íslands árið1995. Eggert V. Briem, f. 18. ágúst 1895, ánafnaði Háskóla Íslands með erfðaskrá sinni 20. desember 1994 eignir, erlend verðbréf og gjaldeyrisreikning.
Eggert Vilhjálmur Briem fæddist að Goðdölum í Skagafirði 18. ágúst 1895, sonur sr. Vilhjálms Briem og Steinunnar Pétursdóttur Briem. Hann fór ungur til vélfræðináms í Þýskalandi en síðan til Bandaríkjanna 1914-17. Eftir veru sína þar starfaði Eggert nokkur ár á Íslandi og ritaði þá greinar um eflingu iðnaðar og landbúnaðar í tímarit hér. Þá hélt hann aftur til Bandaríkjanna 1928, tók þar flugvirkjapróf og síðar atvinnuflugmannspróf 1930. Um árabil vann hann í verksmiðjum vestanhafs, og hafði eftir það tekjur af uppfinningum m.a. varðandi saumavélar. Eggert var jafnframt mikill áhugamaður um raunvísindi og las sér margt til um þau. Hann kvæntist Catharine Hall Multer tónlistarkennara 1945 en hún féll frá 1958.
Eggert kynntist um 1958 Þorbirni Sigurgeirssyni prófessor sem hafði þá nýverið komið upp Eðlisfræðistofnun Háskólans. Hann gerðist sérstakur velgerðarmaður þeirrar stofnunar og síðan Raunvísindastofnunar Háskólans sem tók við hlutverki Eðlisfræðistofnunar 1966. Eggert V. Briem kom oft til Íslands, og flutti heim alkominn um 1970. Hann bjó eftir það að Suðurgötu 16 í Reykjavík þar sem foreldrar hans höfðu búið og síðan systur hans og fjölskyldur. Sat hann löngum á bókasafni Raunvísindastofnunar við lestur á efri árum sínum, spjallaði við starfsmenn um fræðileg hugðarefni og tók þátt í ferðalögum á vegum stofnunarinnar, meðal annars upp á jökla. Færði Eggert þessum stofnunum margs konar tæki að gjöf og styrkti einnig þróun nýrra rannsóknasviða þeirra. Eggert Briem styrkti um áratuga skeið margvísleg ný vísindaverkefni við Háskóla Íslands, mest ný og álitleg verkefni, sem hann valdi af mikilli kostgæfni. Styrkir Eggerts örvuðu rannsóknir í eðlisfræði og jarðeðlisfræði á ómetanlegan hátt. Eggert V. Briem lést í Reykjavík hinn 14. maí 1996.
Sjóðurinn starfar samkvæmt staðfestri skipulagsskrá og hefur sjálfstætt starfandi stjórn.
Samkvæmt skipulagsskrá skal stjórn sjóðsins skipuð þremur mönnum. Skal rektor Háskóla Íslands tilnefna einn þeirra en háskólaráð skal kjósa tvo án tilnefningar. Sömu aðilar skulu tilnefna varamenn í sjóðsstjórnina. Kjörtímabil stjórnar er þrjú ár og skulu stjórnarmenn skipta með sér verkum.
Fulltrúar í stjórn Eggertssjóðs 2020-2023:
Varamenn eru:
Skipulagsskrá Eggertssjóðs (pdf)
Einkaleyfi Eggerts V. Briem (.pdf)
Minningarsjóður sýslumannshjónanna Eggerts og Ingibjargar Briem (.pdf)
Auglýsing um umsóknartímabil er sett á vef sjóða og á vef Háskóla Íslands. Einungis er opið fyrir umsóknir á auglýstum umsóknartíma.
Sjá umfjöllun um styrkhafa 2025
Sjá umfjöllun um styrkhafa 2022
Sjá umfjöllun um styrkhafa 2021
Sjá umfjöllun um styrkhafa 2016
Sjá umfjöllun um styrkhafa 2015
Sjá umfjöllun um styrkhafa 2014
Styrktarsjóðir eru mikil lyftistöng fyrir Háskóla Íslands. Skólinn hefur notið mikils velvilja af hálfu fjölmargra einstaklinga á undanförnum árum en þeir hafa af miklum rausnarskap lagt fé í styrktarsjóði sem allir miða að því að efla vísindarannsóknir og afla nýrrar þekkingar, samfélaginu til heilla.