
Sjóðurinn er stofnaður til að heiðra minningu hjónanna Jóns Emils Ólafssonar, hæstaréttarlögmanns, f. 27. febrúar 1893, d. 24. júlí 1982, og Margrétar Jónsdóttur, húsfreyju, f. 4. febrúar 1890, d. 28. janúar 1965, sem gáfu Háskóla Íslands eignina Skólabæ við Suðurgötu 26 í Reykjavík, gamlan steinbæ ásamt vönduðu steinsteyptu íbúðarhúsi á sömu lóð. Eldra húsið stóð nálægt þeim stað sem Hólavallaskóli hafði staðið og var því nefnt Skólabær.