Gluggar í aðalbyggingu í ljósaskiptunum

Almanakssjóður

Almanakssjóður var stofnaður árið 1973. Markmið sjóðsins er m.a. greiða kostnað við útreikning á almanökum háskólans, að styrkja rannsóknir í stjarnfræði og rímfræði, stærðfræði og stærðfræðilegri eðlisfræði og útgáfu vísindalegra rita í þessum fræðum. 

Gluggar í aðalbyggingu í ljósaskiptunum

Almanakssjóður

Almanakssjóður var stofnaður árið 1973. Markmið sjóðsins er m.a. greiða kostnað við útreikning á almanökum háskólans, að styrkja rannsóknir í stjarnfræði og rímfræði, stærðfræði og stærðfræðilegri eðlisfræði og útgáfu vísindalegra rita í þessum fræðum. 

Sjóðnum má verja sem hér segir:

  1. Til þess að greiða kostnað við útreikning á almanökum háskólans. 
  2. Til þess að kaupa tæki og áhöld, sem þarfleg eru fyrir útreikning almanakanna.Hlutir þessir verða eign háskólans en þeir sem reikna út almanökin hafa forgangsrétt til að nota þá. 
  3. Til rannsókna á stjarnfræði og rímfræði, stærðfræði og stærðfræðilegri eðlisfræði og til útgáfu vísindalegra rita í þessum fræðum. 
  4. Til fræðslu í stærðfræðilegum vísindum í háskólanum. 
  5. Til þess að styðja fræðimenn til að fullkomna þekkingu sína í stærðfræðilegum vísindum erlendis. Námsstyrk má og veita stúdentum sem komnir eru vel á veg. 
Sjóðurinn, stjórn og umsóknir

 

Almanakssjóður var stofnaður samkvæmt lögum nr. 25, 27. júní 1921 um einkaleyfi handa Háskóla Íslands til útgáfu almanaks.

Reglugerð um starfrækslu sjóðsins er staðfest 25. febrúar 1922 og var skipulagsskráin staðfest af háskólaráði. Samkvæmt henni skulu vissar tekjur lagðar við höfuðstólinn en afgangi má verja til úthlutunar styrkja í samræmi við tilgang og markmið sjóðsins.

Tekjur Almanakssjóðs voru afgjöld sem útgefendur almanaka greiða, 2,5 kr. fyrir hvert útgefið almanak. Upplýsingar um útgefin almanök voru tekin saman einu sinni á ári og reikningar sendir frá Háskólanum til tekna fyrir sjóðinn. 

Sjóðurinn starfar samkvæmt staðfestri skipulagsskrá og hefur sjálfstætt starfandi stjórn.

Reglur um Almanakssjóð

Stjórn sjóðsins er skipuð af háskólaráði samkvæmt skipulagsskrá.
 
Engin stjórn er starfandi sem stendur og fer rektor Háskóla Íslands með mál sjóðsins.

Auglýsing um umsóknartímabil er sett á vef sjóða og á vef Háskóla Íslands. Einungis er opið fyrir umsóknir á auglýstum umsóknartíma.

Í umsókn um styrk þurfa eftirtalin atriði að koma fram:

  1. Nafn umsækjanda, kennitala, heimilisfang, sími og virkt netfang.
  2. Helstu atriði úr náms- og starfsferilsskrá umsækjanda.
  3. Heiti verkefnis, markmið og vísindalegt gildi.
  4. Hnitmiðuð lýsing á verkefninu, að hámarki 150 orð, sem verður nýtt til almennrar umfjöllunar og kynningar, hljóti verkefnið styrk.
  5. Veigameiri lýsing á verkefninu, að hámarki ein blaðsíða, þar sem fram kemur lýsing á markmiðinu með verkefninu, framkvæmd þess og mati á afrakstri, ásamt umfjöllun um hvernig verkefnið samrýmist markmiðum sjóðsins.
  6. Tímaáætlun og fjárhagsáætlun verkefnis.

 

Ef um rannsóknarverkefni er að ræða skal gera grein fyrir helstu efnisþáttum þess.

  1. Samstarfsaðilar verkefnis ef við á.
  2. Hvernig styrkurinn verður notaður, hljóti verkefnið styrk.
  3. Upplýsingar um annan fjárhagslegan stuðning.
  4. Nöfn, símanúmer og netföng mögulegra meðmælenda.

Hámarkslengd umsóknar skal vera þrjár síður fyrir utan fylgiskjöl. Farið verður með allar umsóknir sem trúnaðarmál.

Stjórn áskilur sér rétt til að veita fleiri en einum umsækjanda styrk, hafna öllum og/eða úthluta styrkjum með öðrum hætti.

Styrkhafar

2023

  • Almanak Háskóla Íslands

Sjá umfjöllun um styrkhafa 2023

2015

  • Þorsteinn Vilhjálmsson

Sjá umfjöllun um styrkhafa 2015

2012

  • Raust, tímarit um raunvísindi og stærðfræði

Sjá umfjöllun um styrkhafa 2012

2010

  • Þorsteinn Vilhjálmsson

Sjá umfjöllun um styrkhafa 2010

2010

  • Íslenska stærðfræðafélagið

Sjá umfjöllun um styrkhafa 2010

2009

  • Íslenska stærðfræðafélagið

Sjá umfjöllun um styrkhafa 2009

2008

  • Veittur var styrkur úr sjóðnum árið 2008 til Lárusar Thorlacius, prófessors í eðlisfræði, til að greiða kostnað við þátttöku Þóreyjar Maríu Maríusdóttur, BS-nema í eðlisfræði við Háskóla Íslands, í CERN Summer Student Programme. Íslendingar eru formlegir aðilar að CERN en samstarfssamningur milli íslenskra stjórnvalda og CERN auðveldar þátttöku íslenskra vísindamanna í rannsóknum á vegum CERN. Í krafti samningsins hefur íslenskum stúdentum boðist að taka þátt í sumarnámskeiðum CERN í Sviss.

2007

  • Ragnar Sigurðsson, stærðfræðiskor raunvísindadeildar, hlaut styrk að upphæð kr. 500.000 úr sjóðnum árið 2007 fyrir verkefnið: Reiknisetur stærðfræðinnar. Tilgangur verkefnisins var að kenna stúdentum að nota tölvur sem hjálpartæki í stærðfræðinámi við Háskóla Íslands. Verkefnið hafði einnig hlotið styrk úr Kennslumálasjóði. 

2006

  • Vísindavefur Háskóla Íslands hlaut styrk úr sjóðnum árið 2006 til að kosta ferð starfsmanns sjóðsins, Margrétar Bjarkar Sigurðarsdóttir, á ráðstefnu í vísindamiðlun. Ráðstefnuferðin var liður í undirbúningi verkefnisins Raunvísindi og konur. Styrkurinn nam kr. 233.504.
  • Árið 2006 hlaut Ari Ólafsson vísindamaður styrk f.h. útgáfu rits um stærðfræði – RAUST. Styrkurinn nam kr. 900.000.

2005

  • Þorsteinn Sæmundsson vísindamaður hlaut styrk úr sjóðnum árið 2005 vegna kostnaðar við að gera Almanak Háskólans aðgengilegt á Veraldarvefnum. Upphæð styrksins nam kr. 230.000.
  • Árið 2005 hlaut tímaritið RAUST styrk úr sjóðnum að upphæð kr. 500.000.

2004

  • Ritstjórn „Tímarits um raunvísindi og stærðfræði“, hlaut styrk úr Almanakssjóði árið 2004 að upphæð kr. 250.000 til að standa undir prent- og dreifingarkostnaði við útgáfu ritsins.
  • Árið 2004 hlaut tímaritið RAUST styrk úr sjóðnum að upphæð kr. 250.000.

2003

  • Almanakssjóður styrkti útgáfu á „Tímariti um raunvísindi og stærðfræði“, sem kom út árið 2003, bæði sem vefrit (www.raust.is) og í prentuðu formi.
  • Vísindavefur Háskóla Íslands fékk úthlutað kr. 1.000.000 úr Almanakssjóði árið 2003. Styrkurinn var veittur vegna útgáfu bókarinnar „Af hverju er himininn blár?“: Spurningar og svör af Vísindavefnum“, sem kom út í maí það sama ár.
  • Árið 2003 hlaut tímaritið RAUST styrk úr sjóðnum að upphæð kr. 300.000. Að tímaritinu standa fjögur fræðafélög: Eðlisfræðifélag Íslands, Íslenska stærðfræðafélagið, Efnafræðifélag Íslands og Stjarnvísindafélag Íslands.

Fréttir af sjóðnum

Gunnlaugur Björnsson, stjarneðlisfræðingur við Háskóla Íslands, tók við styrknum úr hendi  Jóns Atla Benediktssonar, rektors Háskóla Íslands, á rektorsskrifstofu á dögunum.
ón Atli Benediktsson, Þorsteinn Sæmundsson og Gunnlaugur Björnsson við afhendingu styrksins.

Viltu styrkja?

Styrktarsjóðir eru mikil lyftistöng fyrir Háskóla Íslands. Skólinn hefur notið mikils velvilja af hálfu fjölmargra einstaklinga á undanförnum árum en þeir hafa af miklum rausnarskap lagt fé í styrktarsjóði sem allir miða að því að efla vísindarannsóknir og afla nýrrar þekkingar, samfélaginu til heilla.

Deila