""

Menningar- og framfarasjóður Ludvigs Storr

Tilgangur sjóðsins er að stuðla að framförum á sviði jarðefnafræða, byggingariðnaðar og skipasmíða með því að styrkja vísindamenn á sviði jarðefnafræða, verkfræðinga, arkitekta, tæknifræðinga og iðnaðarmenn til framhaldsnáms, svo og að veita styrki til rannsókna á hagnýtum úrlausnarefnum í þessum greinum. Stjórn sjóðsins er enn fremur heimilt að veita lán í sama tilgangi.

""

Menningar- og framfarasjóður Ludvigs Storr

Tilgangur sjóðsins er að stuðla að framförum á sviði jarðefnafræða, byggingariðnaðar og skipasmíða með því að styrkja vísindamenn á sviði jarðefnafræða, verkfræðinga, arkitekta, tæknifræðinga og iðnaðarmenn til framhaldsnáms, svo og að veita styrki til rannsókna á hagnýtum úrlausnarefnum í þessum greinum. Stjórn sjóðsins er enn fremur heimilt að veita lán í sama tilgangi.

Sjóðurinn er stofnaður árið 1980 af Svövu Storr, ekkju Ludvigs Storr, og dóttur hans, Önnu Dúfu Storr. 

Tekjur sjóðsins eru húsaleigutekjur af Laugavegi 15 í Reykjavík. 

Við mat á því hvort umsækjandi skuli hljóta styrk skal lagt til grundvallar hvort framhaldsnám umsækjanda eða rannsóknir geti stuðlað að raunhæfum framförum í þeirri grein, sem um ræðir.

Sjóðurinn, stjórn og umsóknir

Ludvig Storr var fæddur í Kaupmannahöfn 21. október 1897. Að loknu verslunarprófi starfaði hann í glerfyrirtæki foreldra sinna en árið 1922 settist hann að á Íslandi. Hann stofnaði byggingavöruverslun Ludvigs Storr & Co. sem síðar varð árið 1937 Glerslípun og speglagerð hf. og úr varð umsvifamikill rekstur hér á landi.

Ludvig Storr lét til sín taka í félagsmálum og starfaði í ýmsum félagsskap Dana hér á Íslandi. Hann var aðalræðismaður Dana á Íslandi frá árinu 1956 til dauðadags 1978. Meðal áhugamála hans var endurreisn Skálholtsstaðar og eru kirkjugluggar og fleiri listmunir í kirkjunni gjöf frá fjölskyldu hans. Ludvig Storr var tvíkvæntur. Fyrri kona hans var Elín Storr Sigurðardóttir (1901-1944) og áttu þau eina Dóttur, Önnu Dúfu Storr, sem lést fyrir nokkrum árum. Síðari kona Ludvigs Storr var Svava Einarsdóttir Storr (1917-2009) og voru þau barnlaus.

Í skipulagsskrá sjóðsins segir: Stjórn sjóðsins skal skipuð þremur mönnum, sem háskólaráð Háskóla Íslands kýs til þriggja ára í senn. Auk þeirra skipa sjóðsstjórnina Svava Storr, ekkja Ludvigs Storr, og Anna Dúfa Storr, dóttir hans, meðan þær lifa og óska að sitja í stjórninni. Svava Storr er formaður sjóðsstjórnar, en sjóðsstjórn kýs formann úr sínum hópi er Svava lætur af formennsku. 

Skipun stjórnar 2023-2026:

  • David Pitt, framkvæmdastjóri
  • Ebba Þóra Hvannberg, prófessor
  • Ari Karlsson, lögmaður

Varamaður:

  • Sigrún Nanna Karlsdóttir, prófessor

Umsjónarmaður sjóðsins:

  • Frank Óskar Pitt viðskiptafræðingur, fopitt@outlook.com

Sjóðurinn starfar samkvæmt staðfestri skipulagsskrá og hefur sjálfstætt starfandi stjórn.

Skipulagsskrá Menningar- og framfarasjóðs Ludvigs Storr (pdf).

Auglýsing um umsóknartímabil er sett á vef sjóða og á vef Háskóla Íslands. Einungis er opið fyrir umsóknir á auglýstum umsóknartíma.

Val styrkhafa er í höndum sjóðsstjórnar.

Styrkhafar

2024

  • Steinunn Rut Friðriksdóttir

Sjá umfjöllun um styrkhafa 2024

2011

  • Aldís Sigfúsdóttir og Ragnar Sigbjörnsson
  • Haukur Jörundur Eiríksson
  • Börge Johannes Wigum
  • Sigurður Erlingsson
  • Birgir Jónsson 

Sjá umfjöllun um styrkhafa 2011

2003

  • Karl Grönvold

Sjá umfjöllun um styrkhafa 2003

2007

  • Dr. Börge Johannesson Wigum 
  • Davíð Kristján Pitt 
  • Birgir Jónsson 

2003

  • Trausti Valsson 

1999

  • Hagfræðistofnun Háskóla Íslands

1994

  • Geca-hópurinn

1993

  • Útgerðatækni hf.
  • RT hf.

1991

  • Eyjólfur Árni Rafnsson 

1986

  • Halldóra Hreggviðsdóttir

1985

  • Gylfi Árnason

1984

  • Verkfræðistofnun Háskóla Íslands

1982

  • Edgar Guðmundsson  Óli J. Ásmundsson 
  • Áhugamannafélagið Dalaleir í Búðardal

1981

  • Verkfræðistofnun Háskóla 
  • Gunnar Birgisson 
 
 

Fréttir af sjóðnum

Steinunn Rut Friðriksdóttir, doktorsnemi í tölvunarfræði, ásamt Jóni Atla Benediktssyni rektor og David Pitt, formanni stjórnar sjóðsins.
Hópmynd af styrkhöfum við úthlutun.

Viltu styrkja?

Styrktarsjóðir eru mikil lyftistöng fyrir Háskóla Íslands. Skólinn hefur notið mikils velvilja af hálfu fjölmargra einstaklinga á undanförnum árum en þeir hafa af miklum rausnarskap lagt fé í styrktarsjóði sem allir miða að því að efla vísindarannsóknir og afla nýrrar þekkingar, samfélaginu til heilla.

Deila