Frá vinstri: Gylfi Magnússon, Jón Atli Benediktsson og Guðmundur Hálfdánarson

Menntasjóður Hugvísindasviðs

Markmið sjóðsins er að styrkja doktorsnema við deildir Hugvísindasviðs Háskóla Íslands, einkum þá sem eru á lokastigum náms.

Frá vinstri: Gylfi Magnússon, Jón Atli Benediktsson og Guðmundur Hálfdánarson

Menntasjóður Hugvísindasviðs

Markmið sjóðsins er að styrkja doktorsnema við deildir Hugvísindasviðs Háskóla Íslands, einkum þá sem eru á lokastigum náms.

Menntasjóður Hugvísindasviðs er safn sjóða sem tengjast fræðigreinum sem tengjast Hugvísindasviði og eru sameinaðir til þess að styðja við doktorsnám á Hugvísindasviði.

Sjóðirnir eru:

  • Det Danske Selskabs Studenterlegat (1943).
  • Minningarsjóður dr. Rögnvalds Péturssonar (1960).
  • Minningarsjóður norskra stúdenta (1948).
  • Norðmannsgjöf (1961). Sjóðanúmer 931.
  • Sögusjóður stúdenta (1930).

 

Síðar bættist við:

  • Forlogsboghandler Dr. phil. H.c. Ejnar Munksgaard Stift (1938).
Sjóðurinn, stjórn og umsóknir

Stjórn sjóðsins er skipuð fimm mönnum. Það eru forseti Hugvísindasviðs og deildarforsetar deilda sviðsins (Guðfræði- og trúarbragðafræðideild, Íslensku- og menningardeild, Mála- og menningardeild og Sagnfræði- og heimspekideild). Forseti Hugvísindasviðs er formaður stjórnar. 

Í stjórninni sitja:

  • Ólöf Garðarsdóttir
  • Guðrún Guðsteinsdóttir
  • Jón Karl Helgason
  • Sólveig Anna Bóasdóttir
  • Sverrir Jakobsson

 

Staðfest skipulagsskrá Menntasjóðs Hugvísindasviðs (PDF).

Auglýsing um umsóknartímabil er sett á vef sjóða og á vef Háskóla Íslands. Einungis er opið fyrir umsóknir á auglýstum umsóknartíma.

Óskað er eftir að í umsókn komi fram:

  1. Nafn umsækjanda, kennitala, heimilisfang, sími og virkt netfang.
  2. Helstu atriði úr náms- og starfsferli og ritaskrá umsækjanda.
  3. Heiti rannsóknarverkefnisins.
  4. Hnitmiðuð lýsing á verkefninu, að hámarki 150 orð, sem verður nýtt til almennrar umfjöllunar og kynningar, hljóti verkefnið styrk.
  5. Veigameiri lýsing á rannsóknarverkefni, að hámarki 800 orð. Þar er gerð grein fyrir fræðilegum forsendum verksins, aðferðafræði, helstu niðurstöðum og vísindalegu gildi þess. Fram komi hvort doktorsritgerðin er eitt heildstætt og samfellt verk eða safn greina.
  6. Tímaáætlun verkefnisins frá dagsetningu umsóknar í Menntasjóð til lokaskila til deildar. Miðað er við að doktorsritgerð verði skilað innan sex mánaða frá því að styrkur er veittur.
  7. Umsækjandi geri grein fyrir þeim styrkjum sem hann hefur hlotið á námstímanum.
  8. Staðfesting frá leiðbeinanda og fulltrúum í doktorsnefnd á því að hún telji doktorsnema geta lagt ritgerð fram til deildar innan sex mánaða frá því að styrkur er veittur.
  9. Nöfn, símanúmer og netföng þeirra sem leita má til um meðmæli

Farið er með allar umsóknir sem trúnaðarmál.
Áhersla er lögð á vönduð fræðileg vinnubrögð við gerð umsóknar.

Gert er ráð fyrir að styrkþegi skili sjóðnum skýrslu með helstu niðurstöðum og árangri af verkefninu þegar því lýkur.

Stjórn sjóðsins áskilur sér rétt til að veita fleiri en einum umsækjanda styrk, hafna öllum og/eða úthluta styrkjum með öðrum hætti.

Styrkhafar

2024

  • Claude Nassar
  • Katrín Lísa van der Linde Mikaelsdóttir
  • Nuria Frías Jiménez 

Sjá umfjöllun um styrkhafa 2024.

2023

  • Pontus Erik Gunnar Järvstad
  • Rósa María Hjörvar
  • Sylvia Marsibil Bates

Sjá umfjöllun um styrkhafa 2023.

2022

  • Atli Antonsson
  • Lísabet Guðmundsdóttir
  • Romina Werth

Sjá umfjöllun um styrkhafa 2022.

2021

  • Dalrún J. Eygerðardóttir
  • Elin Ahlin Sundman
  • Zachary Jordan Melton

Sjá umfjöllun um styrkhafa 2021.

2020

  • Carmen Quintana Cocolina
  • Joe Wallace Walser III
  • Katelin M. Parsons

Sjá umfjöllun um styrkhafa 2020.

Fréttir af sjóðnum

Styrkjunum var úthlutað á rektorsskrifstofu í vikunni. Á myndinni má sjá Jón Atla Benediktsson, rektor HÍ, Björn Þorsteinsson, prófessor í heimspeki og leiðbeinanda Claude Nassar, Katrínu Lísu van der Linde Mikaelsdóttir styrkþega og Erlu Erlendsdóttur, prófessor í spænsku og leiðbeinanda Nuriu Frías Jiménez og Ólöfu Garðarsdóttur, forseta Hugvísindasviðs og formann stjórnar sjóðsins.
Styrkþegar ásamt rektor Háskóla Íslands, forseta Hugvísindasviðs og gestum við úthlutun styrkjanna.

Viltu styrkja?

Styrktarsjóðir eru mikil lyftistöng fyrir Háskóla Íslands. Skólinn hefur notið mikils velvilja af hálfu fjölmargra einstaklinga á undanförnum árum en þeir hafa af miklum rausnarskap lagt fé í styrktarsjóði sem allir miða að því að efla vísindarannsóknir og afla nýrrar þekkingar, samfélaginu til heilla.

Deila