Vigdís Finnbogadóttir í pontu. Í bakgrunn má sjá kór HÍ

Styrktarsjóður Stofnunar Vigdísar Finnbogadóttur

Tilgangur sjóðsins er að renna styrkum stoðum undir starfsemi Stofnunar Vigdísar Finnbogadóttur (SVF) og stuðla að vexti og viðgangi stofnunarinnar.

Vigdís Finnbogadóttir í pontu. Í bakgrunn má sjá kór HÍ

Styrktarsjóður Stofnunar Vigdísar Finnbogadóttur

Tilgangur sjóðsins er að renna styrkum stoðum undir starfsemi Stofnunar Vigdísar Finnbogadóttur (SVF) og stuðla að vexti og viðgangi stofnunarinnar.

Tilgangi sínum nær sjóðurinn með því að veita styrki, fjárframlög og annan stuðning við verkefni á eftirfarandi sviðum:

  • Rannsóknir á erlendum tungumálum: kennslufræði erlendra mála, máltaka, táknfræði, þýðingarfræði, málfræði, málvísindi, menningarfræði, bókmenntir og notagildi tungumála í atvinnulífinu
  • Útgáfa ritverka á fræðasviðum SVF, ráðstefnu- og fyrirlestrahald
  • Þróun kennslugagna í erlendum tungumálum
  • Samvinna við erlendar stofnanir á fræðasviðum SVF
  • Önnur verkefni sem tengjast starfsemi SVF að mati sjóðsstjórnar

Sjóðurinn var stofnaður árið 2003 af Háskóla Íslands og Kaupþingi banka. Þeir aðilar sem gerðust sérstakir styrktaraðilar sjóðsins fyrir 15. apríl 2005 teljast gagnvart sjóðnum einnig til stofnenda hans. Þeir eru meðal annars: Ístak, Faxaflóahafnir, Icelandair, Hjalti Geir Kristjánsson, Hedorfs Fond, auk fjölmargra einstaklinga.

Sjóðurinn, stjórn og umsóknir

Vigdís Finnbogadóttir fæddist 15. apríl 1930.Vigdís var fjórði forseti Íslands og gegndi því embætti frá 1980 til 1996. Hún var fyrsta konan í heiminum sem var kosin lýðræðislegum kosningum til að gegna hlutverki þjóðhöfðingja.

Um ævi og störf Vigdísar má lesa á vefsíðunni Vigdis.is 

Sjóðurinn starfar samkvæmt staðfestri skipulagsskrá og hefur sjálfstætt starfandi stjórn.

Stjórn Stofnunar Vigdísar Finnbogadóttur (SVF) skipar sjóðnum þriggja manna stjórn, og einn til vara, til tveggja ára í senn. Sjóðsstjórn kýs formann úr sínum hópi og skiptir að öðru leyti með sér verkum.

Aðalstjórn:

  • Steinþór Pálsson 
  • Birna Arnbjörnsdóttir, prófessor emeritus
  • Berglind Ásgeirsdóttir 

Til vara:

  • Pétur Knútsson

 

Staðfest skipulagsskrá Styrktarsjóðs Stofnunar Vigdísar Finnbogadóttur(PDF). 
Breytingar voru gerðar á skipulagsskrá sjóðsins. Breytingar á skipulagsskrá 2024.

Auglýsing um umsóknartímabil er sett á vef sjóða og á vef Háskóla Íslands. Einungis er opið fyrir umsóknir á auglýstum umsóknartíma.

Styrkhafar

2025

  • Æskýlos, Sjö hershöfðingjar móti Þebu
  • Ritnefnd SVF, Milli mála 2025, tvö hefti
  • Birna Bjarnadóttir, Burtsigling. Ljóð Undínu
  • Við brúna, og fleiri sögur frá Þýskalandi
  • Geir Sigurðsson vegna ráðstefnunnar - The 5th biennial conference of the European Association for Chinese Philosophy 

Sjá umfjöllun um styrkhafa 2025.

2024

  • Tímarit Stofnunar Vigdísar Finnbogadóttur: Milli mála, Sérhefti 2024 um örsögur: Milli mála 16(1):  og Almennt hefti 2024: Milli mála 16(2)
  • Charles Baudelaire, Parísardepurð (Le Spleen de Paris)
  • Simone de Beauvoir, Brotin kona (La Femme rompue)
  • Áhrifamáttur ljóða á umbrotatímum: Ljóðaþýðingar frá Rómönsku-Ameríku
  • Frönsk framúrstefna. Leikritaþýðingar Vigdísar Finnbogadóttur
  • Gerð forngrísk-íslenskrar orðabókar, sem unnin er í samstarfi Stofnunar Vigdísar Finnbogadóttur og Stofnunar Árna Magnússonar

Sjá umfjöllun um styrkhafa 2024.

2022

  • Tímarit Stofnunar Vigdísar Finnbogadóttur: Milli mála, Sérhefti 2023: „Skáldið, taóið og dulspekin“: Milli mála 15(1) og Almennt hefti 2023: Milli mála 15(2)
  • Hjónaband rauðu fiskanna, Að vestan. Íslensk-kanadískar smásögur, Litháarnir við Laptevhaf, Bókmenntir rómískra kvenna og Saga múslima á Íberíuskaganum
  • Gerð kynningarmyndbanda fyrir Vigdísarstofnun – Alþjóðlega miðstöð tungumála og menningar (vigdis.hi.is) vegna Alþjóðlegs áratugs frumbyggjatungumála 2022-2032  
  • Lexía. Íslensk-frönsk veforðabók

Sjá umfjöllun um styrkhafa 2022.

2016

  • Milli mála – Tímarit um erlend tungumál og menningu 2014 og 2015
  • Heimar mætast. Smásögur frá Mexíkó
  • Frá Púshkín til Pasternaks – kennslubók í rússneskum bókmenntum fyrir nemendur í rússnesku
  • Hafið starfar í þögn minni. Þýðingar á ljóðum eftir Pablo Neruda

Sjá umfjöllun um styrkhafa 2016.

2014

  • Milli mála – Tímarit um erlend tungumál og menningu
  • Latína er list mæt

Sjá umfjöllun um styrkhafa 2014.

2011

  • Ársrit SVF fyrir árið 2010
  • Ársrit SVF fyrir árið 2011
  • Júlían Meldon D'Arcy 
  • Hólmfríður Garðarsdóttir

Sjá umfjöllun um styrkhafa 2011.

 
 

Fréttir af sjóðnum

Styrkþegar ásamt Vigdísi Finnbogadóttur, rektor og fulltrúum í stjórn Styrktarsjóðs Stofnunar Vigdísar Finnbogadóttur.
""

Viltu styrkja?

Styrktarsjóðir eru mikil lyftistöng fyrir Háskóla Íslands. Skólinn hefur notið mikils velvilja af hálfu fjölmargra einstaklinga á undanförnum árum en þeir hafa af miklum rausnarskap lagt fé í styrktarsjóði sem allir miða að því að efla vísindarannsóknir og afla nýrrar þekkingar, samfélaginu til heilla.

Deila