Jón Atli Benediktsson og Kolbrún Pálsdóttir takast í hendur við stofnun sjóðsins.

Styrktar- og rannsóknarsjóður Þuríðar J. Kristjánsdóttur

Tilgangur sjóðsins er að veita styrki til doktorsnema á Menntavísindasviði, einkum vegna verkefna á sviði kennslumála.

Jón Atli Benediktsson og Kolbrún Pálsdóttir takast í hendur við stofnun sjóðsins.

Styrktar- og rannsóknarsjóður Þuríðar J. Kristjánsdóttur

Tilgangur sjóðsins er að veita styrki til doktorsnema á Menntavísindasviði, einkum vegna verkefna á sviði kennslumála.

Sjóðurinn var stofnaður við Háskóla Íslands í október árið 2019. Stofnframlag sjóðsins er gjöf Þuríðar Jóhönnu Kristjánsdóttur, fyrrverandi prófessors við og aðstoðarrektors Kennaraháskóla Íslands, sem lést árið 2018. Í erfðaskrá sinni arfleiddi hún Háskóla Íslands að húseign sinni og öðrum peningalegum eigum með það að markmiði að stofna þennan sjóð.

Sjóðurinn, stjórn og umsóknir

Þuríður Jóhanna Kristjánsdóttir fæddist á Steinum í Stafholtstungum í Borgarfirði 28. apríl 1927. Hún lauk kennaraprófi við Kennaraskóla Íslands árið 1948 og var síðar við nám í Kennaraháskólanum í Kaupmannahöfn og Cambridge-háskóla í Englandi.Hún lauk BS-prófi frá Illinois-háskóla í Urbana árið 1968, meistaraprófi 1969 og doktorsprófi í menntasálarfræði frá sama skóla árið 1971.

Hún hóf störf við Kennaraháskóla Íslands árið 1971 og varð fyrsti prófessor við skólann 1973. Þá gegndi hún starfi aðstoðarrektors Kennaraháskólans á árunum 1983-1987. Þuríður lét af störfum við skólann árið 1989.

Sjóðurinn starfar samkvæmt staðfestri skipulagsskrá og hefur sjálfstætt starfandi stjórn.

Stjórnina skipa:

  • Sviðsforseti Menntavísindasviðs 
  • Deildarforsetar þeirra fjögurra deilda sem heyra undir sviði 
  • Fulltrúi nemenda

Staðfest skipulagsskrá Styrktar- og rannsóknarsjóðs Þuríðar J. Kristjánsdóttur (PDF).

Auglýsing um umsóknartímabil er sett á vef sjóða og á vef Háskóla Íslands. Einungis er opið fyrir umsóknir á auglýstum umsóknartíma.

Í umsókn um styrk þurfa eftirtalin atriði að koma fram:

  1. Nafn umsækjanda, kennitala, heimilisfang, sími og virkt netfang.
  2. Helstu atriði úr náms- og starfsferilsskrá umsækjanda.
  3. Heiti verkefnis, markmið og vísindalegt gildi.
  4. Hnitmiðuð lýsing á verkefninu, að hámarki 150 orð, sem verður nýtt til almennrar umfjöllunar og kynningar, hljóti verkefnið styrk.
  5. Veigameiri lýsing á verkefninu, að hámarki ein blaðsíða, þar sem fram kemur lýsing á markmiðinu með verkefninu, framkvæmd þess og mati á afrakstri, ásamt umfjöllun um hvernig verkefnið samrýmist markmiðum sjóðsins. Tímaáætlun og fjárhagsáætlun verkefnis.

Ef um rannsóknarverkefni er að ræða skal gera grein fyrir helstu efnisþáttum þess.

  • Samstarfsaðilar verkefnis ef við á.
  • Hvernig styrkurinn verður notaður, hljóti verkefnið styrk.
  • Upplýsingar um annan fjárhagslegan stuðning.
  • Nöfn, símanúmer og netföng mögulegra meðmælenda.

Hámarkslengd umsóknar skal vera þrjár síður fyrir utan fylgiskjöl. Farið verður með allar umsóknir sem trúnaðarmál. Stjórn sjóðanna áskilur sér rétt til að veita fleiri en einum umsækjanda styrk, hafna öllum og/eða úthluta styrkjum með öðrum hætti. Áhersla er lögð á vönduð fræðileg vinnubrögð við gerð umsóknar.

Gert er ráð fyrir að styrkþegi skili sjóðnum skýrslu með helstu niðurstöðum og árangri af verkefninu þegar því lýkur.

Styrkhafar

2023

  • Ásgerður Harris Jóhannesdóttir
  • Brittany Marie Repella
  • Ingileif Ástvaldsdóttir

Sjá umfjöllun um styrkhafa 2023.

2021

  • Elizabet Bik Yee Lay
  • María Jónasdóttir

Sjá umfjöllun um styrkhafa 2021.

2020

  • Styrkhafar eru Benjamin Aido
  • Bjarnheiður Kristinsdóttir
  • Renata Emilsson Pesková
  • Sigrún Þorsteinsdóttir

Sjá umfjöllun um styrkhafa 2020.

Fréttir af sjóðnum

Styrkhafar úr Styrktar- og rannsóknarsjóður Þuríðar J. Kristjánsdóttur. Frá vinstri: Jón Atli Benediktsson rektor, Ásgerður Harris Jóhannesdóttir doktorsnemi, Brittany Marie Repella, doktorsnemi, Guðmundur Ingi Halldórsson, sonur Ingileifar Ástvaldsdóttur doktorsnema og styrkhafa, og Kolbrún Þ. Pálsdóttir, forseti Menntavísindasviðs.
Þær Elísabet og María hlutu styrki fyrir doktorsverkefni sín úr Styrktar- og rannsóknarstjóði Þuríðar J. Kristjánsdóttur fimmtudaginn 10. júní síðastliðinn. Frá vinstri: Kolbrún Pálsdóttir, forseti Menntavísindasviðs, Elizabet Bik Yee Lay, doktorsnemi, María Jónasdóttir, doktorsnemi, og Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands.

Viltu styrkja?

Styrktarsjóðir eru mikil lyftistöng fyrir Háskóla Íslands. Skólinn hefur notið mikils velvilja af hálfu fjölmargra einstaklinga á undanförnum árum en þeir hafa af miklum rausnarskap lagt fé í styrktarsjóði sem allir miða að því að efla vísindarannsóknir og afla nýrrar þekkingar, samfélaginu til heilla.

Deila