Jón Atli Benediktsson, rektor veitir Ingibjörgu R. Magnúsdóttur blómvönd í þakklætisskyni fyrir velvild í garð HÍ.

Rannsóknasjóður Ingibjargar R. Magnúsdóttur

Tilgangur sjóðsins er að efla rannsóknir í hjúkrunarfræði og ljósmóðurfræði. Styrkir eru veittir til hjúkrunarfræðinga og ljósmæðra í doktorsnámi vegna rannsóknarverkefna sem falla að markmiðum sjóðsins.

Jón Atli Benediktsson, rektor veitir Ingibjörgu R. Magnúsdóttur blómvönd í þakklætisskyni fyrir velvild í garð HÍ.

Rannsóknasjóður Ingibjargar R. Magnúsdóttur

Tilgangur sjóðsins er að efla rannsóknir í hjúkrunarfræði og ljósmóðurfræði. Styrkir eru veittir til hjúkrunarfræðinga og ljósmæðra í doktorsnámi vegna rannsóknarverkefna sem falla að markmiðum sjóðsins.

Sjóðurinn var stofnaður 29. júní 2007 af Ingibjörgu R. Magnúsdóttur og Rannsóknarstofnun í hjúkrunarfræði. Aðrir sem lögðu til stofnfé voru Glitnir, Ljósmæðrafélag Íslands, heilbrigðis- og tryggingarmálaráðuneytið og ýmsir einstaklingar. Þá hefur stofnandi sjóðsins, Ingibjörg R. Magnúsdóttir, lagt fram viðbótarframlög við stofnfé sjóðsins á árinu 2008 og 2009.

Opið er fyrir umsóknir í sjóðinn til og með 1. október 2025.
Nánari upplýsingar um frágang umsóknar er að finna í fréttatilkynningu. 

Umsóknareyðublað (PDF)

Sjóðurinn, stjórn og umsóknir

Ingibjörg var námsbrautarstjóri í hjúkrunarfræðideild Háskólans og skrifstofustjóri í heilbrigðis- og tryggingarmálaráðuneytinu. Hún hefur verið einn ötulasti talsmaður þróunar hjúkrunarmenntunar á Íslandi og var ein þeirra sem stóð að stofnun námsbrautar í hjúkrunarfræði árið 1973.

Í störfum sínum í heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytinu beitti hún sér fyrir margvíslegum málum til að efla hjúkrunar- og heilbrigðisþjónustu í landinu. Má þar nefna áhrif á lagasetningar um Hjúkrunarráð, sjálfstæði hjúkrunarstéttarinnar og heilsugæslu og byggingu heilsgæslustöðva á landsvísu. Hún kom á fót námi fyrir sjúkraliða sem forstöðukona á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri.

Rannsóknasjóður Ingibjargar R. Magnúsdóttur var stofnaður að frumkvæði Ingibjargar sjálfrar og Rannsóknastofnunar í hjúkrunarfræði. Tilgangur sjóðsins er að efla rannsóknir í hjúkrunarfræði og ljósmóðurfræði og eru styrkir veittir til hjúkrunarfræðinga og ljósmæðra í doktorsnámi. Ingibjörg hefur lagt fram veglegar fjárupphæðir til sjóðsins sem nú hefur veitt fjölda doktorsnema rannsóknarstyrki. 

 

Sjóðurinn starfar eftir staðfestri skipulagsskrá og hefur sjálfstæða stjórn.

Sjóðsstjórn er skipuð formanni stjórnar Rannsóknastofnunar í hjúkrunarfræði, sem jafnframt er formaður sjóðsstjórnar, fulltrúa rektors Háskóla Íslands, fulltrúa Ljósmæðrafélags Íslands, fulltrúa Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og fulltrúa heilbrigðis- og tryggingarmálaráðuneytisins. Sjóðsstjórn er skipuð til fjögurra ára.

Í stjórn sjóðsins sitja:

  • Jóhanna Bernharðsdóttir, lektor og stjórnarformaður Rannsóknastofnunar í hjúkrunarfræði, fulltrúi rektors og formaður stjórnar, johannab@hi.is.
  • Stefán Bragi Bjarnason, lögfræðingur og fulltrúi Ingibjargar R. Magnúsdóttur, stefan@velaborg.is.
  • Ólöf Ásta Ólafsdóttir, lektor og fulltrúi Ljósmæðrafélags Íslands, olofol@hi.is.
  • Auðna Ágústsdótir, hjúkrunarfræðingur og fulltrúi Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga, audnaag@hi.is.
  • Dagmar Huld Matthíasdóttir, sérfræðingur í velferðarráðuneytinu, dagmar.matthiasdottir@vel.is.

 

Staðfest skipulagsskrá Rannsóknasjóðs Ingibjargar R. Magnúsdóttur (PDF)

 

Auglýsing um umsóknartímabil er sett á vef sjóða og á vef Háskóla Íslands. Einungis er opið fyrir umsóknir á auglýstum umsóknartíma.

Sótt er um á sérstöku eyðublaði þar sem sett er fram í auglýsingu hverju sinni. 

Dæmi um umsóknareyðublað 2024.

 
Styrkhafar

2025

  • Ingibjörg Tómasdóttir

Sjá umfjöllun um styrkhafa 2025

2023

  • Edythe Laquindanum Mangindin
  •  Guðbjörg Pálsdóttir
  •  Hrönn Birgisdóttir

Sjá umfjöllun um styrkhafa í október 2023.
 

  • Arna Garðarsdóttir

Sjá umfjöllun um styrkhafa í janúar 2023.

2022

  • Edythe Laguindanum Mangindin
  • Vilhelmína Þ. Einarsdóttir

Sjá umfjöllun um styrkhafa 2022.

2021

  • Edythe Laguindanum Mangindin
  • Margrét Eiríksdóttir

Sjá umfjöllun um styrkhafa 2021.

2019

  • Inga Valgerður Kristinsdóttir
  • Ingibjörg Margrét Baldursdóttir
  • Valgerður Lísa Sigurðardóttir

Sjá umfjöllun um styrkhafa í desember 2019.

 

  • Margrét Guðnadótti
  • Sylvía Ingibergsdóttir
  • Rakel B. Jónsdóttir

Sjá umfjöllun um styrkhafa í júní 2019.

2017

  • Hafdís Skúladóttir

Sjá umfjöllun um styrkhafa 2017.

2016

  • Jóna Ingibjörg Jónsdóttir
  • Guðrún Jónsdóttir

Sjá umfjöllun um styrkhafa 2016.

2015

  • Jóna Ingibjörg Jónsdóttir
  • Margrét Gísladóttir

Sjá umfjöllun um styrkhafa 2015.

2014

  • Ásta B. Pétursdóttir
  • Berglind Hálfdánsdóttir
  • Rannveig J. Jónasdóttir

Sjá umfjöllun um styrkhafa 2014.

2013

  • Kristín Þórarinsdóttir
  • Margrét Gísaldóttir

Sjá umfjöllun um styrkhafa 2013.

2012

  • Marianne Elisabeth Klinke
  • Rannveig J. Jónasdóttir
  • Þórunn Scheving Elíasdóttir

Sjá umfjöllun um styrkhafa 2012.

2011

  • Brynja Ingadóttir
  • Sigfríður Inga Karlsdóttir
  • Sigrún Sigurðardóttir

Sjá umfjöllun um styrkhafa 2011.

2010

  • Ingibjörg Hjaltadóttir
  • Ásta St. Thoroddsen
  • Anna Ólafía Sigurðardóttir

Sjá umfjöllun um styrkhafa 2010.

2009

  • Helga Gottfreðsdóttir
  • Þorbjörg Jónsdóttir

Sjá umfjöllun um styrkhafa 2009.

2008

  • Eydís K. Sveinbjörnsdóttir
  • Jóhanna Bernharðsdóttir

Sjá umfjöllun um styrkhafa 2008.

 

Fréttir af sjóðnum

Ingibjörg Tómasdóttir, doktorsnemi í hjúkrunarfræði, tekur við styrknum úr hendi Jóns Atla Benediktssonar rektors.
Styrkþegar ásamt rektor og formanni stjórnar sjóðsins. Frá vinstri: Jón Atli Benediktsson, Guðbjörg Pálsdóttir, Hrönn Birgisdóttir, Edythe Laquindanum Mangindin og Jóhanna Bernharðsdóttir.

Viltu styrkja?

Styrktarsjóðir eru mikil lyftistöng fyrir Háskóla Íslands. Skólinn hefur notið mikils velvilja af hálfu fjölmargra einstaklinga á undanförnum árum en þeir hafa af miklum rausnarskap lagt fé í styrktarsjóði sem allir miða að því að efla vísindarannsóknir og afla nýrrar þekkingar, samfélaginu til heilla.

Deila