
Sjóðurinn var stofnaður 29. júní 2007 af Ingibjörgu R. Magnúsdóttur og Rannsóknarstofnun í hjúkrunarfræði. Aðrir sem lögðu til stofnfé voru Glitnir, Ljósmæðrafélag Íslands, heilbrigðis- og tryggingarmálaráðuneytið og ýmsir einstaklingar. Þá hefur stofnandi sjóðsins, Ingibjörg R. Magnúsdóttir, lagt fram viðbótarframlög við stofnfé sjóðsins á árinu 2008 og 2009.