
Sjóðurinn var stofnaður 1978 með dánargjöf Aðalsteins Kristjánssonar, er bjó lengstum í Winnipeg í Kanada og síðast í Puente, Los Angeles, Kaliforníu, en Aðalsteinn lést hinn 14. júlí 1949.
Veita má stúdentum og kandídötum styrki, þótt þeir nemi við erlenda háskóla, sérstaklega í Kanada eða Bandaríkjunum, og stúdentar eða kandídatar frá þeim löndum, sem stunda nám við Háskóla Íslands í framangreindum fræðum, geta einnig notið styrkja.