
Sjóðurinn var stofnaður við Háskóla Íslands 22. desember 2008 skv. fyrirmælum í erfðaskrá Soffíu Þuríðar Magnúsdóttur, f. 3. júlí 1922, d. 28. febrúar 2005, frá 25. apríl 2001.
Sjóðurinn var stofnaður við Háskóla Íslands 22. desember 2008 skv. fyrirmælum í erfðaskrá Soffíu Þuríðar Magnúsdóttur, f. 3. júlí 1922, d. 28. febrúar 2005, frá 25. apríl 2001.
Soffía Þuríður Magnúsdóttur var fædd 3. júlí 1922. Þuríðarnafnið fékk hún eftir móðurömmu sinni. Soffía var einkadóttir og frumburður foreldra sinna, þeirra Bjargar Magnúsdóttur ljósmóður og Magnúsar Jónassonar, sem bjuggu allan sinn búskap í Túngarði á Fellsströnd. Hún átti einn bróður, Gest, sem var tveimur árum yngri en hún.
Soffía var snemma mjög bráðger og þegar hún var fimmta ára orti Björg móðir hennar um hana vísu:
Soffía með sinni glatt,
síst hún kvíðir nokkru fári.
Les hún sögur leifturhratt,
lítil snót á fimmta ári.
Greinargerð um Soffíu skrifuð af frænku hennar Guðfinnu Ragnarsdóttur.
Stjórn minningarsjóðsins skal skipuð af rektor Háskóla Íslands til tveggja ára í senn. Rektor Háskóla Íslands tilnefnir einn en Háskólaráð tvo.
Í stjórn sjóðsins sitja:
Sjóðurinn starfar samkvæmt staðfestri skipulagsskrá og hefur sjálfstætt starfandi stjórn.
Úthlutunarreglur sjóðsins uppfærðar í október 2013.
Auglýsing um umsóknartímabil er sett á vef sjóða og á vef Háskóla Íslands. Einungis er opið fyrir umsóknir á auglýstum umsóknartíma.
Óskað er eftir að í umsókn komi fram:
Hámarkslengd umsóknar er þrjár síður fyrir utan fylgiskjöl. Farið er með allar umsóknir sem trúnaðarmál.
Áhersla er lögð á vönduð fræðileg vinnubrögð við gerð umsóknar. Gert er ráð fyrir að styrkþegi skili sjóðnum skýrslu með helstu niðurstöðum og árangri af verkefninu þegar því lýkur.
Stjórn sjóðsins áskilur sér rétt til að veita fleiri en einum umsækjanda styrk, hafna öllum og/eða úthluta styrkjum með öðrum hætti.
Sjá umfjöllun um styrkhafa 2024.
Sjá umfjöllun um styrkhafa 2022.
Sjá umfjöllun um styrkhafa 2020.
Sjá umfjöllun um styrkhafa 2015.
Sjá umfjöllun um styrkjafa 2014.
Sjá umfjöllun um styrkhafa 2013.
Styrktarsjóðir eru mikil lyftistöng fyrir Háskóla Íslands. Skólinn hefur notið mikils velvilja af hálfu fjölmargra einstaklinga á undanförnum árum en þeir hafa af miklum rausnarskap lagt fé í styrktarsjóði sem allir miða að því að efla vísindarannsóknir og afla nýrrar þekkingar, samfélaginu til heilla.