Frá úthlutun 2011

Minningarsjóður dr. phil. Jóns Jóhannessonar prófessors

Tilgangur sjóðsins er að veita stúdentum eða kandídötum í íslensku og sagnfræði styrki til einstakra rannsóknarverkefna er tengjast námi þeirra.

Frá úthlutun 2011

Minningarsjóður dr. phil. Jóns Jóhannessonar prófessors

Tilgangur sjóðsins er að veita stúdentum eða kandídötum í íslensku og sagnfræði styrki til einstakra rannsóknarverkefna er tengjast námi þeirra.

Sjóðurinn er stofnaður árið 1983 til minningar um prófessor Jón Jóhannesson, er lést 4. maí 1957, með gjöf ekkju prófessors Jóns, frú Guðrúnar P. Helgadóttur, og með minningargjöfum samstarfsmanna, nemenda, ættingja og vina hans.

Sjóðurinn, stjórn og umsóknir

Sjóðurinn var stofnaður af Guðrúnu P. Helgadóttur með minningargjöf. Árlega hefur Guðrún lagt sjóðnum til 10 – 20 þúsund. Féð er afrakstur af sölu minningarkorta sem hún selur vinum og vandamönnum. Tekjur sjóðsins hafa ekki verið aðrar en féð er ávaxtað í regnhlífarsjóði Styrktarsjóða Háskóla Íslands.

Úr samantekt um sjóðinn mars 2010.

Sjóðurinn starfar samkvæmt staðfestri skipulagsskrá og hefur sjálfstæða stjórn.

Samkvæmt skipulagsskrá er varsla sjóðsins í höndum rektors og háskólaráðs. Með stjórn sjóðsins fer að öðru leyti þriggja manna stjórnarnefnd, er háskólaráð kýs til þriggja ára í senn. 

Í stjórn sjóðsins sitja síðan árið 2003:

  • Guðmundur Hálfdánarson, prófessor í sagnfræði og formaður stjórnar, ghalfd@hi.is.
  • Margrét Eggertsdóttir, rannsóknaprófessor við Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum, megg@hi.is.
  • Guðrún Ása Grímsdóttir, rannsóknaprófessor við Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum, gudrungr@hi.is

 

Staðfest skipulagsskrá um Minningarsjóð dr. phil. Jóns Jóhannessonar prófessors.

Auglýsing um umsóknartímabil er sett á vef sjóða og á vef Háskóla Íslands. Einungis er opið fyrir umsóknir á auglýstum umsóknartíma.

Styrkhafar

2011

  • Vilhelm Vilhelmsson

Sjá umfjöllun um styrkhafa.

2010

  • Kristín Lena Þorvaldsdóttir

Sjá umfjöllun um styrkhafa.

2002

  • Lára Magnúsardóttir – doktorsnemi við HÍ – bannfæringar á Íslandi á síðmiðöldum.

2000

  • Hallgrímur J. Ámundason – MA ritgerð – Ágrip af Noregskonungasögum.

1998

  • Halldór Bjarnason – Famhaldsnám við Glasgow-háskóla í hagsögu.

1997

  • Guðni Th. Jóhannesson – Stuðningur Íslands vi sjálfstæðisbaráttu Eystrasaltsríkjanna 1990-1991.

1996

  • Gunnar Ólafur Hansson – MA-ritgerð – söguleg hljóðkerfisfræði

1995

  • Ármann Jakobsson  – MA ritgerð – Konungsímynd nokkurra miðaldaútg.

1994

  • Hrefna Róbertsdóttir – Kandidatsritgerð– Ein tunna gulls. Innréttingar Skúla fógeta og Friðriks fimmta – viðreisn eða vand í íslenska bændasamfélaginu 1770-95.

1993

  • Aðalheiður Guðmundsdóttir – Kandidatsritgerð  – Ævintýraminnið um vondu stjúpuna.

1992

  • Svanhildur Óskarsdóttir – Doktorsverkefni – Samsteypurit á miðöldum.

1991

  • Sigríður K. Þorgrímsdóttir – Söfnun á rituðu máli Þuru Árnadóttur frá Garði til að mynda þjóðlegur fróðleikur.

1990

  • Leó Ingason – Athuganir á tengslum lands og þjóðar við Holland og Hollendinga á fyrri öldum.

1989

  • Skúli Sigurðsson – Doktorsritg. í vísindasagnfr. við Harvard.

1988

  • Margrét Eggertsdóttir – Kandidatsritgerð – Viðhorf Hallgríms Péturssonar til dauðans í sálmum
    og kvæðum hans. 

1987

  • Guðrún Nordal – Doktorsritgerð við Oxford – “Ethics and action in thirteenth Century Iceland. 

1985

  • Páll Valsson – Kandidatsritgerð: Skáldskapur Snorra Hjartarsonar. 

1984

  • Þórunn Valdimarsdóttir – Samanburður á handritum heima og erlendis.

Fréttir af sjóðnum

Vilhelm Vilhelmsson, meistaranemi í sagnfræði, tekur við styrknum úr hendi Ástráðs Eysteinssonar, forseta Hugvísindasviðs
Guðmundur Hálfdanarson, Kristín Lena Þorvaldsdóttir, Margrét Eggertsdóttir og Jón Atli Benediktisson

Viltu styrkja?

Styrktarsjóðir eru mikil lyftistöng fyrir Háskóla Íslands. Skólinn hefur notið mikils velvilja af hálfu fjölmargra einstaklinga á undanförnum árum en þeir hafa af miklum rausnarskap lagt fé í styrktarsjóði sem allir miða að því að efla vísindarannsóknir og afla nýrrar þekkingar, samfélaginu til heilla.

Deila