
Sjóðurinn er stofnaður árið 1983 til minningar um prófessor Jón Jóhannesson, er lést 4. maí 1957, með gjöf ekkju prófessors Jóns, frú Guðrúnar P. Helgadóttur, og með minningargjöfum samstarfsmanna, nemenda, ættingja og vina hans.
Sjóðurinn er stofnaður árið 1983 til minningar um prófessor Jón Jóhannesson, er lést 4. maí 1957, með gjöf ekkju prófessors Jóns, frú Guðrúnar P. Helgadóttur, og með minningargjöfum samstarfsmanna, nemenda, ættingja og vina hans.
Sjóðurinn var stofnaður af Guðrúnu P. Helgadóttur með minningargjöf. Árlega hefur Guðrún lagt sjóðnum til 10 – 20 þúsund. Féð er afrakstur af sölu minningarkorta sem hún selur vinum og vandamönnum. Tekjur sjóðsins hafa ekki verið aðrar en féð er ávaxtað í regnhlífarsjóði Styrktarsjóða Háskóla Íslands.
Sjóðurinn starfar samkvæmt staðfestri skipulagsskrá og hefur sjálfstæða stjórn.
Samkvæmt skipulagsskrá er varsla sjóðsins í höndum rektors og háskólaráðs. Með stjórn sjóðsins fer að öðru leyti þriggja manna stjórnarnefnd, er háskólaráð kýs til þriggja ára í senn.
Í stjórn sjóðsins sitja síðan árið 2003:
Staðfest skipulagsskrá um Minningarsjóð dr. phil. Jóns Jóhannessonar prófessors.
Auglýsing um umsóknartímabil er sett á vef sjóða og á vef Háskóla Íslands. Einungis er opið fyrir umsóknir á auglýstum umsóknartíma.
Styrktarsjóðir eru mikil lyftistöng fyrir Háskóla Íslands. Skólinn hefur notið mikils velvilja af hálfu fjölmargra einstaklinga á undanförnum árum en þeir hafa af miklum rausnarskap lagt fé í styrktarsjóði sem allir miða að því að efla vísindarannsóknir og afla nýrrar þekkingar, samfélaginu til heilla.