
Sjóðurinn var stofnaður árið 2021. Sjóðnum er ætlað að efla doktorsnám og sérfræðiþekkingu í félagsráðgjöf, meðal annars með því að veita fjárstyrki til:
- doktorsverkefna í félagsráðgjöf sem snerta málefni barna og fjölskyldna
- frumrannsókna sem fela í sér nýsköpun þekkingar á sviðinu
- aðferðaþróunar á sérsviðum sem varða börn og fjölskyldu
- fræðilegra og faglegra þróunar- og tilraunaverkefna á sviðinu
- fræðsluverkefna á sérsviðum sem varða börn og fjölskyldur
Einnig vinnur sjóðurinn að eflingu vísindafræða í landinu með fjárstyrkjum til:
- nemenda í framhaldsnámi,
- rannsókna og ritstarfa fræðimanna í vísindafræðum,
- nýjunga í vísindamiðlun sem styrkja stöðu vísinda og vísindalegrar hugsunar meðal almennings í landinu