Frá vinstri: Jón Atli Benediktsson, Sigurveig H. Sigurðardóttir, Vilhjálmur Þorsteinsson, Sigrún Júlíusdóttir, Þorsteinn Vilhjálmsson og Einar H. Guðmundsson.

Vísindi og velferð: Styrktarsjóður Sigrúnar og Þorsteins

Tilgangur sjóðsins er að efla og styrkja nám, rannsóknir og ritstörf annars vegar í félagsráðgjöf á sviði barna- og fjölskyldumálefna og hins vegar í vísindafræðum, nánar tiltekið í vísindasögu, vísindaheimspeki og vísindamiðlun.

 Frá vinstri: Jón Atli Benediktsson, Sigurveig H. Sigurðardóttir, Vilhjálmur Þorsteinsson, Sigrún Júlíusdóttir, Þorsteinn Vilhjálmsson og Einar H. Guðmundsson.

Vísindi og velferð: Styrktarsjóður Sigrúnar og Þorsteins

Tilgangur sjóðsins er að efla og styrkja nám, rannsóknir og ritstörf annars vegar í félagsráðgjöf á sviði barna- og fjölskyldumálefna og hins vegar í vísindafræðum, nánar tiltekið í vísindasögu, vísindaheimspeki og vísindamiðlun.

Sjóðurinn var stofnaður árið 2021. Sjóðnum er ætlað að efla doktorsnám og sérfræðiþekkingu í félagsráðgjöf, meðal annars með því að veita fjárstyrki til:

  • doktorsverkefna í félagsráðgjöf sem snerta málefni barna og fjölskyldna
  • frumrannsókna sem fela í sér nýsköpun þekkingar á sviðinu
  • aðferðaþróunar á sérsviðum sem varða börn og fjölskyldu
  • fræðilegra og faglegra þróunar- og tilraunaverkefna á sviðinu
  • fræðsluverkefna á sérsviðum sem varða börn og fjölskyldur
     

Einnig vinnur sjóðurinn að eflingu vísindafræða í landinu með fjárstyrkjum til:

  • nemenda í framhaldsnámi,
  • rannsókna og ritstarfa fræðimanna í vísindafræðum,
  • nýjunga í vísindamiðlun sem styrkja stöðu vísinda og vísindalegrar hugsunar meðal almennings í landinu
Sjóðurinn, stjórn og umsóknir

Stofnendur sjóðsins eru hjónin Sigrún Júlíusdóttir og Þorsteinn Vilhjálmsson, sem bæði eru fyrrverandi prófessorar við skólann.

Sigrún er fyrrverandi prófessor í félagsráðgjöf og hefur verið einn ötulasti talsmaður þróunar, rannsókna og fræða í félagsráðgjöf við Háskóla Íslands og stofnandi Rannsóknaseturs í barna- og fjölskylduvernd.

Þorsteinn er fyrrverandi prófessor í eðlisfræði og vísindasögu, stofnandi og fyrsti ritstjóri Vísindavefsins og hefur verið brautryðjandi í vísindafræðum við skólann.

Sjóðurinn heyrir undir Styrktarsjóði Háskóla Íslands og starfar samkvæmt staðfestri skipulagssrá.

Stjórn sjóðsins:

  • Sigurveig H. Sigurðardóttir dósent, fulltrúi Félagsráðgjafardeildar
  • Einar H. Guðmundsson, prófessor emeritus, fulltrúi Raunvísindadeildar og Sagnfræði- og heimspekideildar
  • Vilhjálmur Þorsteinsson, sonur Þorsteins og fulltrúi stofnenda sjóðsins

 

Staðfest skipulagsskrá Vísinda og velferðar - Styrktarsjóðs Sigrúnar og Þorsteins (PDF).

Auglýsing um umsóknartímabil er sett á vef sjóða og á vef Háskóla Íslands. Einungis er opið fyrir umsóknir á auglýstum umsóknartíma.

Óskað er eftir að í umsókn komi fram:

  1. Nafn umsækjanda, kennitala, heimilisfang, sími og virkt netfang.
  2. Heiti verkefnis og markmið.
  3. Hnitmiðuð lýsing á verkefninu, 2-3 málsgreinar, sem verður nýtt til almennrar umfjöllunar og kynningar, hljóti verkefnið styrk. 
  4. Ferilskrá umsækjanda.
  5. Veigameiri lýsing á verkefninu, ein blaðsíða að hámarki. Ef um rannsóknir er að ræða komi fram hvernig verkefninu er ætlað að auka við núverandi þekkingu á efninu og hvernig verkefnið samræmist markmiðum sjóðsins. Sé ætlunin að óska eftir stuðningi við hluta af stærra verkefni skal koma fram til hvaða þáttar sótt er um styrk.
  6. Tímaáætlun ásamt fjárhagsáætlun og, ef við á, yfirlit yfir helstu samstarfsaðila í verkefninu. Upplýsingar um annan fjárhagslegan stuðning við verkefnið komi einnig fram.
  7. Nöfn, símanúmer og netföng þeirra sem leita má til um meðmæli.

Hámarkslengd umsóknar er þrjár síður. Farið er með allar umsóknir sem trúnaðarmál. 

Gert er ráð fyrir því að styrkþegi skili sjóðnum greinargerð um framgang og stöðu verkefnis innan árs frá afhendingu styrks. 

Stjórn áskilur sér rétt til að veita fleiri en einum umsækjanda styrk, hafna öllum og/eða úthluta styrkjum með öðrum hætti.

Styrkhafar

2025

  • Anna Sigrún Ingimarsdóttir
  • Eva Dögg Sigurðardóttir og Ásdís Arnalds
  • Halldór Sigurður Guðmundsson
  • Sirrý Sif Sigurlaugardóttir
  • Sólveig B. Sveinbjörnsdóttir

Sjá umfjöllun um styrkhafa 2025.

2023

  • Ragnheiður Björg Guðmundsdóttir
  • Sirrý Sif Sigurlaugardóttir
  • Davíð Alexander Östergaard

Sjá umfjöllun um styrkhafa í janúar 2023.
 

  • Ármann Pétursson
  • Davíð Fjölnir Ármannsson og Martin Jónas B. Swift
  • Elisa Johanna Piispa,
  • Jörgen L. Pind
  • Sævar Helgi Bragason
  • Tjörvi Schiöth

Sjá umfjöllun um styrkhafa í deseber 2023.

2021

  • Victor Karl Magnússon
  • Erlendur Jónsson
  • Bryndís Björnsdóttir
  • Þorsteinn Þorsteinsson
  • Davíð Kristinsson

Sjá umfjöllun um styrkhafa 2021.

Fréttir af sjóðnum

Styrkþegar ásamt stofnendum sjóðsins, rektor og stjórn sjóðsins við afhendingu styrkja í Hátíðasal.
Styrkþegar ásamt rektor og stjórn og stofnendum sjóðsins. MYND/Kristinn Ingvarsson

Viltu styrkja?

Styrktarsjóðir eru mikil lyftistöng fyrir Háskóla Íslands. Skólinn hefur notið mikils velvilja af hálfu fjölmargra einstaklinga á undanförnum árum en þeir hafa af miklum rausnarskap lagt fé í styrktarsjóði sem allir miða að því að efla vísindarannsóknir og afla nýrrar þekkingar, samfélaginu til heilla.

Deila