
Sjóðurinn veitir styrki til íslenskra nemenda við og frá Háskóla Íslands sem eru í framhaldsnámi, meistarastigi eða hærri stigum – hér heima eða erlendis, og tengja saman greinar í vinnu sinni, til dæmis rannsaka líffræðilega ferla með tölvulíkönum og aðferðafræði gervigreindar. Einkum er litið á umsóknir sem tengjast heilsu, líftækni og lyfjaþróun á einhvern hátt.
Sjóðnum er ætlað að efla samvinnu milli námssviða og hvetja námsfólk til víðrar hugsunar á milli tæknisviða og greina. Áætlað er að veita styrki til tveggja einstaklinga/verkefna á ári hverju í samræmi við markmið sjóðsins.
Sjóðurinn er stofnaður 5. janúar 2024.