
Stofnfé sjóðsins er gefið árið 1961 af Sambandi íslenzkra samvinnufélaga, Sambandi smásöluverzlana og Verzlunarráði Íslands og afhent Háskóla Íslands til minningar um aldarafmæli frjálsrar verslunar hér á landi, en verslun var eigi frjáls hér fyrr en lög 15. apríl 1854 um siglingar og verslun á Íslandi tóku gildi hinn 1. apríl 1855.
Engin stjórn er starfandi fyrir sjóðinn.