Melkorka Edda Freysteinsdóttir við verk sitt.
Erlendur Haraldsson í fjörunni á Nesinu. Erlendur ólst upp á Seltjarnarnesi fyrir miðja síðustu öld, en Nesið var þá vart farið að byggjast upp. Það var þá sveit með fáeinum kúabúum og nokkrum húsum fólks, sem starfaði í Reykjavík. Þarna luktist faðmur náttúrunnar um lítinn dreng og leiddi hann á vit fuglanna og frelsisins í fjörunni.
Erlendur Haraldsson, prófessor emeritus, stofnaði Styrktarsjóð Erlendar Haraldsson við Háskóla Íslands árið 2007 og heyrir sjóðurinn undir Styrktarsjóði HÍ.