Gústav Adolf B Sigurbjörnsson, doktorsnemi í heimspeki við Sagnfræði- og heimspekideild Háskóla Íslands, hefur hlotið viðurkenningu úr Heimspekisjóði Brynjólfs Bjarnasonar til rannsókna á eðli samskiptaerfiðleika, sérstaklega þeim sem eiga sér stað milli ólíkra samfélaghópa og því óréttlæti sem af slíku getur hlotist þegar valdastaða þeirra er ójöfn.
Styrkhafi ásamt Kristínu Ingólfsdóttur, rektor.