Blómvendir á borði

Styrktarsjóður Þórbergs Þórðarsonar og Margrétar Jónsdóttur

Tilgangur sjóðsins er að styrkja samning og útgáfu íslenskrar samheitaorðabókar, rímorðabókar og íslenskrar stílfræði, svo og að styrkja endursamningu og endurútgáfu nefndra bóka meðan sjóðurinn endist. Við úthlutun úr sjóðnum skal samheitorðabók sitja í fyrirrúmi.

Blómvendir á borði

Styrktarsjóður Þórbergs Þórðarsonar og Margrétar Jónsdóttur

Tilgangur sjóðsins er að styrkja samning og útgáfu íslenskrar samheitaorðabókar, rímorðabókar og íslenskrar stílfræði, svo og að styrkja endursamningu og endurútgáfu nefndra bóka meðan sjóðurinn endist. Við úthlutun úr sjóðnum skal samheitorðabók sitja í fyrirrúmi.

Styrk úr sjóðnum skal aðeins veita manni eða mönnum, sem hafa kynnt sér rækilega samningu bóka ofangreindra tegunda erlendis og eru óumdeildanlega verkinu vaxnir að því er snertir þekkingu, verkhæfni og innræti.

Sjóðurinn er stofnaður árið 1970 af Þórbergi Þórðarsyni rithöfundi og Margréti Jónsdóttur, konu hans.

Sjóðurinn, stjórn og umsóknir

Þórbergur Þórðarson fæddist á Hala í Suðursveit  12. mars árið 1888. Átján ára hélt hann til Reykjavíkur, var kokkur á skútu í þrjú ár en tók svo til við nám í Kennaraskólanum, Menntaskólanum í  Reykjavík  og Háskóla Íslands, reyndi  næsta áratug að sjá sér farborða með íhlaupavinnu – en gekk misvel. Hann gerði sér vonir um að fá að ljúka háskólaprófi í íslenskum fræðum árið 1919 en fékk ekki leyfi til þess þar eð hann hafði ekki lokið stúdentsprófi.

Árið 1917 fékk Þórbergur styrk til orðasöfnunar frá Alþingi en var 1919 ráðinn kennari við Iðnskólann og þar með urðu umskipti á lífi hans. Þórbergur eignaðist árið 1924 dótturina Guðbjörgu með Sólrúnu Jónsdóttur en giftist Margréti Jónsdóttur 1932 og bjó með henni til dauðadags, 12. nóvember 1974.

Enda þótt Þórbergur gæfi út tvær ljóðabækur á námsárum sínum undir nafninu Styr stofuglam vakti hann ekki  umtalsverða athygli sem rithöfundur fyrr en með Bréfi til Láru árið 1924.

Af fræðiverkum hans má nefna  bókina Um alþjóðamál og málleysur (1933) og ritgerðina „Einum kennt, öðrum bent“ (1944) .

Sj

Sjóðurinn starfar samkvæmt staðfestri skipulagsskrá og hefur sjálfstæða stjórn.

Stjórn sjóðsins skipa:

  • Guðrún Kvaran, formaður stjórnar
  • Guðrún Nordal
  • Bergljót Kristjánsdóttir

 

Staðfest skipulagsskrá Styrktarsjóðs Þórbergs Þórðarsonar og Margrétar Jónsdóttur (PDF).

Auglýsing um umsóknartímabil er sett á vef sjóða og á vef Háskóla Íslands. Einungis er opið fyrir umsóknir á auglýstum umsóknartíma.

Styrkhafar

2009-2010

  • Styrkur til  endurskoðunar Íslenskrar samheitaorðabókar. Verkið er í höndum höfundar bókarinnar, Svavars Sigmundssonar, sem fær greidd laun úr sjóðnum í sex mánuði. Þá verða laun aðstoðarmanns, Kristján Eiríkssonar, starfsmanns á Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum, greidd til þriggja mánaða.

2002

  • Styrkur til lokavinnu við bókarhandrit um íslenskan skáldsagnastíl 1950-1970

2001

  • Íslenska esperantosambandið til þess að láta slá inn seðlasafn Þórbergs Þórðarsonar til íslensk-esperantískrar orðabókar og gera það aðgengilegt á netinu

2000

  • Þorleifur Hauksson til verks um stílfræði 20. aldar

1993

  • Þorsteinn Gylfason fyrir vandaðan stíl og meðferð íslensk máls

1991

  • Gyrðir Elíasson fyrir framlag sitt til skáldskapar

Viltu styrkja?

Styrktarsjóðir eru mikil lyftistöng fyrir Háskóla Íslands. Skólinn hefur notið mikils velvilja af hálfu fjölmargra einstaklinga á undanförnum árum en þeir hafa af miklum rausnarskap lagt fé í styrktarsjóði sem allir miða að því að efla vísindarannsóknir og afla nýrrar þekkingar, samfélaginu til heilla.

Deila