Jón Atli Benediktsson, rektor veitir Ingibjörgu R. Magnúsdóttur blómvönd í þakklætisskyni fyrir velvild í garð HÍ.

Rannsóknasjóður Ingibjargar R. Magnúsdóttur

Tilgangur sjóðsins er að efla rannsóknir í hjúkrunarfræði og ljósmóðurfræði. Styrkir eru veittir til hjúkrunarfræðinga og ljósmæðra í doktorsnámi vegna rannsóknarverkefna sem falla að markmiðum sjóðsins.

Jón Atli Benediktsson, rektor veitir Ingibjörgu R. Magnúsdóttur blómvönd í þakklætisskyni fyrir velvild í garð HÍ.

Rannsóknasjóður Ingibjargar R. Magnúsdóttur

Tilgangur sjóðsins er að efla rannsóknir í hjúkrunarfræði og ljósmóðurfræði. Styrkir eru veittir til hjúkrunarfræðinga og ljósmæðra í doktorsnámi vegna rannsóknarverkefna sem falla að markmiðum sjóðsins.

Sjóðurinn var stofnaður 29. júní 2007 af Ingibjörgu R. Magnúsdóttur og Rannsóknarstofnun í hjúkrunarfræði. Aðrir sem lögðu til stofnfé voru Glitnir, Ljósmæðrafélag Íslands, heilbrigðis- og tryggingarmálaráðuneytið og ýmsir einstaklingar. Þá hefur stofnandi sjóðsins, Ingibjörg R. Magnúsdóttir, lagt fram viðbótarframlög við stofnfé sjóðsins á árinu 2008 og 2009.

Opið er fyrir umsóknir í sjóðinn til og með 1. október 2025.
Nánari upplýsingar um frágang umsóknar er að finna í fréttatilkynningu. 

Umsóknareyðublað (PDF)

Sjóðurinn, stjórn og umsóknir

Ingibjörg var námsbrautarstjóri í hjúkrunarfræðideild Háskólans og skrifstofustjóri í heilbrigðis- og tryggingarmálaráðuneytinu. Hún hefur verið einn ötulasti talsmaður þróunar hjúkrunarmenntunar á Íslandi og var ein þeirra sem stóð að stofnun námsbrautar í hjúkrunarfræði árið 1973.

Í störfum sínum í heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytinu beitti hún sér fyrir margvíslegum málum til að efla hjúkrunar- og heilbrigðisþjónustu í landinu. Má þar nefna áhrif á lagasetningar um Hjúkrunarráð, sjálfstæði hjúkrunarstéttarinnar og heilsugæslu og byggingu heilsgæslustöðva á landsvísu. Hún kom á fót námi fyrir sjúkraliða sem forstöðukona á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri.

Rannsóknasjóður Ingibjargar R. Magnúsdóttur var stofnaður að frumkvæði Ingibjargar sjálfrar og Rannsóknastofnunar í hjúkrunarfræði. Tilgangur sjóðsins er að efla rannsóknir í hjúkrunarfræði og ljósmóðurfræði og eru styrkir veittir til hjúkrunarfræðinga og ljósmæðra í doktorsnámi. Ingibjörg hefur lagt fram veglegar fjárupphæðir til sjóðsins sem nú hefur veitt fjölda doktorsnema rannsóknarstyrki. 

Sjóðurinn starfar eftir staðfestri skipulagsskrá og hefur sjálfstæða stjórn.

Sjóðsstjórn er skipuð formanni stjórnar Rannsóknastofnunar í hjúkrunarfræði, sem jafnframt er formaður sjóðsstjórnar, fulltrúa rektors Háskóla Íslands, fulltrúa Ljósmæðrafélags Íslands, fulltrúa Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og fulltrúa heilbrigðis- og tryggingarmálaráðuneytisins. Sjóðsstjórn er skipuð til fjögurra ára.

Í stjórn sjóðsins sitja:

  • Jóhanna Bernharðsdóttir, lektor og stjórnarformaður Rannsóknastofnunar í hjúkrunarfræði, fulltrúi rektors og formaður stjórnar, johannab@hi.is.
  • Stefán Bragi Bjarnason, lögfræðingur og fulltrúi Ingibjargar R. Magnúsdóttur, stefan@velaborg.is.
  • Ólöf Ásta Ólafsdóttir, lektor og fulltrúi Ljósmæðrafélags Íslands, olofol@hi.is.
  • Auðna Ágústsdótir, hjúkrunarfræðingur og fulltrúi Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga, audnaag@hi.is.
  • Dagmar Huld Matthíasdóttir, sérfræðingur í velferðarráðuneytinu, dagmar.matthiasdottir@vel.is.

 

Staðfest skipulagsskrá Rannsóknasjóðs Ingibjargar R. Magnúsdóttur (PDF)

Auglýsing um umsóknartímabil er sett á vef sjóða og á vef Háskóla Íslands. Einungis er opið fyrir umsóknir á auglýstum umsóknartíma.

Sótt er um á sérstöku eyðublaði þar sem sett er fram í auglýsingu hverju sinni. 

Dæmi um umsóknareyðublað 2024.

 
Styrkhafar

2025

  • Ingibjörg Tómasdóttir

Sjá umfjöllun um styrkhafa 2025

2023

  • Edythe Laquindanum Mangindin
  •  Guðbjörg Pálsdóttir
  •  Hrönn Birgisdóttir

Sjá umfjöllun um styrkhafa í október 2023.
 

  • Arna Garðarsdóttir

Sjá umfjöllun um styrkhafa í janúar 2023.

2022

  • Edythe Laguindanum Mangindin
  • Vilhelmína Þ. Einarsdóttir

Sjá umfjöllun um styrkhafa 2022.

2021

  • Edythe Laguindanum Mangindin
  • Margrét Eiríksdóttir

Sjá umfjöllun um styrkhafa 2021.

2019

  • Inga Valgerður Kristinsdóttir
  • Ingibjörg Margrét Baldursdóttir
  • Valgerður Lísa Sigurðardóttir

Sjá umfjöllun um styrkhafa í desember 2019.

 

  • Margrét Guðnadótti
  • Sylvía Ingibergsdóttir
  • Rakel B. Jónsdóttir

Sjá umfjöllun um styrkhafa í júní 2019.

2017

  • Hafdís Skúladóttir

Sjá umfjöllun um styrkhafa 2017.

2016

  • Jóna Ingibjörg Jónsdóttir
  • Guðrún Jónsdóttir

Sjá umfjöllun um styrkhafa 2016.

2015

  • Jóna Ingibjörg Jónsdóttir
  • Margrét Gísladóttir

Sjá umfjöllun um styrkhafa 2015.

2014

  • Ásta B. Pétursdóttir
  • Berglind Hálfdánsdóttir
  • Rannveig J. Jónasdóttir

Sjá umfjöllun um styrkhafa 2014.

2013

  • Kristín Þórarinsdóttir
  • Margrét Gísaldóttir

Sjá umfjöllun um styrkhafa 2013.

2012

  • Marianne Elisabeth Klinke
  • Rannveig J. Jónasdóttir
  • Þórunn Scheving Elíasdóttir

Sjá umfjöllun um styrkhafa 2012.

2011

  • Brynja Ingadóttir
  • Sigfríður Inga Karlsdóttir
  • Sigrún Sigurðardóttir

Sjá umfjöllun um styrkhafa 2011.

2010

  • Ingibjörg Hjaltadóttir
  • Ásta St. Thoroddsen
  • Anna Ólafía Sigurðardóttir

Sjá umfjöllun um styrkhafa 2010.

2009

  • Helga Gottfreðsdóttir
  • Þorbjörg Jónsdóttir

Sjá umfjöllun um styrkhafa 2009.

2008

  • Eydís K. Sveinbjörnsdóttir
  • Jóhanna Bernharðsdóttir

Sjá umfjöllun um styrkhafa 2008.

 

Fréttir af sjóðnum

""
Ingibjörg Tómasdóttir, doktorsnemi í hjúkrunarfræði, tekur við styrknum úr hendi Jóns Atla Benediktssonar rektors.

Viltu styrkja?

Styrktarsjóðir eru mikil lyftistöng fyrir Háskóla Íslands. Skólinn hefur notið mikils velvilja af hálfu fjölmargra einstaklinga á undanförnum árum en þeir hafa af miklum rausnarskap lagt fé í styrktarsjóði sem allir miða að því að efla vísindarannsóknir og afla nýrrar þekkingar, samfélaginu til heilla.

Deila