Meginmarkmið sjóðsins er „að styðja íslenska vísindastarfsemi.“
Sáttmálasjóður veitir ferðastyrki til fastra kennara (prófessora, dósenta og lektora) í fullu starfi auk vísindamanna, fræðimanna og sérfræðinga, sem ráðnir eru til sjálfstæðra vísindastarfa með a.m.k. 40% rannsóknarskyldu, hlotið hafa hæfnisdóm og taka laun samkvæmt kjarasamningum Félags háskólakennara og fjármálaráðuneytisins.
Hverjir geta sótt um?
- Fastráðnir lektorar, dósentar og prófessorar
- Sérfræðingar, fræðimenn og vísindamenn sem ráðnir eru á grundvelli hæfnisdóms á stofnunum Háskóla Íslands
- Aðjúnktar 1, nýdoktorar og aðrir þeir starfsmenn Háskóla Íslands sem fá störf sín metin samkvæmt matskerfi opinberra háskóla.
Hvað er styrkt?
Sáttmálasjóður veitir styrki til ferða á erlenda grund á alþjóðlegar vísindaráðstefnur, til þátttöku í alþjóðlegum vísindalegum verkefnum og til gagnaöflunar vegna rannsókna að uppfylltum eftirfarandi úthlutunarreglum Sáttmálasjóðs:
- Til að fá styrk úr Sáttmálasjóði til ferða á erlenda grund á alþjóðlegar vísindaráðstefnur þarf viðkomandi að vera með framlag á ráðstefnunni.
- Hægt er að sækja um styrk ef tilefni ferðar er að koma af stað rannsóknarsamstarfi. Rökstyðja skal það sérstaklega og lýsa vandlega fyrirhuguðu samstarfi/rannsókn með höfuðáherslu á líklegan ávinning samstarfsins fyrir starf viðkomandi við Háskóla Íslands.
- Hægt er að sækja um styrk til ferðar til þess að afla nauðsynlegra gagna til rannsókna á bókasöfnum/skjalasöfnum/rannsóknastofnunum í útlöndum, enda sé ekki kostur á að afla þeirra með öðrum hætti. Rökstyðja skal það sérstaklega og lýsa vandlega nauðsyn á fyrirhugaðri gagnaöflun og ástæðum þess að ekki sé unnt að nálgast gögnin með öðrum hætti.
Heimildartímabil
Heimild starfsmanna í lægra starfshlutfalli til styrkja
Minni styrkur Sáttmálasjóðs - úthlutunarreglur
- Til að fá styrk úr Sáttmálasjóði til ferða á erlenda grund á alþjóðlegar vísindaráðstefnur þarf viðkomandi að vera með framlag á ráðstefnunni.
- Hægt er að sækja um styrk ef tilefni ferðar er að koma af stað rannsóknarsamstarfi. Rökstyðja skal það sérstaklega og lýsa vandlega fyrirhuguðu samstarfi/rannsókn með höfuðáherslu á líklegan ávinning samstarfsins fyrir starf viðkomandi við Háskóla Íslands.
- Enn fremur er hægt að sækja um styrk til ferðar til þess að afla nauðsynlegra gagna til rannsókna í bókasöfnum/skjalasöfnum/rannsóknastofnunum í útlöndum, enda sé ekki kostur á að afla þeirra með öðrum hætti. Rökstyðja skal það sérstaklega og lýsa vandlega nauðsyn á fyrirhugaðri gagnaöflun og ástæðum þess að ekki sé unnt að nálgast gögnin með öðrum hætti.
Umsjónarmaður Sáttmálasjóðs er Ásta Soffía Ástþórsdóttir verkefnisstjóri á fjármálasviði, astasoffia@hi.is
Nánari upplýsingar um Sáttmálasjóð, umsóknareyðublöð og úthlutunarreglur eru aðgengileg á Uglunni, innri vef Háskóla Íslands.