Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands, undirritaði skipulagsskrá sjóðsins að viðstaddri stjórn sjóðsins og stjórnarformanni Styrktarsjóða Háskóla Íslands.

Styrktarsjóður Skólabæjar hefur verið stofnaður undir hatti Styrktarsjóða Háskóla Íslands. Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands, undirritaði skipulagsskrá sjóðsins. Stofnfé sjóðsins er 430 milljónir króna. 

Frá vinstri: Rúnar Helgi Vignisson, formaður stjórnar Minningarsjóðs Erlendar Jónssonar og Mörtu Ágústsdóttur, Ragnheiður G. Guðmundsdóttir styrkþegi, Kata Suemegi stykþegi og Jón Atli Benediktsson, rektor HÍ.

Tveir meistaranemar við Háskóla Íslands hafa hlotið styrk úr Minningarsjóði Erlendar Jónssonar og Mörtu Ágústsdóttur. Styrkhafar eru Kata Suemegi, MA-nemi í ritlist, og Ragnheiður G. Guðmundsdóttir, MA-nemi í annarsmálsfræði.

Gunnlaugur Björnsson, stjarneðlisfræðingur við Háskóla Íslands, tók við styrknum úr hendi  Jóns Atla Benediktssonar, rektors Háskóla Íslands, á rektorsskrifstofu á dögunum.

Veittur hefur verið styrkur úr Almanakssjóði vegna útgáfu Almanaks Háskólans. Almanakið hefur komið út samfellt frá árinu 1837 og nýlega fór 190. árgangur þess í vinnslu í prentsmiðju. 

Styrkþegar ásamt rektor Háskóla Íslands, öðrum stofnanda sjóðsins og stjórn hans. Frá vinstri: Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands, Örn Almarsson, annar stofnenda sjóðsins, Ingibjörg Kjartansdóttir styrkþegi, Luca Prott styrkþegi, Margrét Helga Ögmundsdóttir stjórnarmaður, Eiríkur Steingrímsson, formaður stjórnar, og Steinn Guðmundsson stjórnarmaður.

Tvö verkefni, sem miða að því að nýta gervigreind til að greina fyrr öldrunartengda taugahrörnunarsjúkdóma annars vegar og þróa nanóagnir sem nýst geta í baráttunni við sýklalyfjaónæmar bakteríur hins vegar, hafa hlotið styrk úr STAFNI: Styrktarsjóði Brynju Einarsdóttur og Arnar Almarssonar.

Sunna Ólafsdóttir Wallevik tekur við viðurkenningunni úr hendi Jóns Atla Benediktssonar, rektors Háskóla Íslands.

Sunna Ólafsdóttir Wallevik efnafræðingur hlýtur viðurkenningu Nýsköpunarsjóðs dr. Þorsteins Inga Sigfússonar við Háskóla Íslands árið 2025 fyrir frumkvöðlastarf sitt á sviði jarðhita, byggingariðnaðar og orkufreks iðnaðar.

Styrkþegar ásamt stjórn sjóðsins og rektor Háskóla Íslands við úthtutun styrkja í Hátíðasal 22. maí.

Fimm verkefni hafa hlotið styrk úr Íslenskusjóðnum við Háskóla Íslands. Þetta er í fimmta sinn sem úthlutað er úr sjóðnum og heildarupphæð styrkja nemur fjórum milljónum króna.

Styrkþegar og fulltrúar þeirra ásamt stjórn Watanabe-styktarsjóðsins, Geir H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra og sendiherra, Jóni Atla Benediktssyni, rektor HÍ, og fulltrúa sendiherra Japans á Íslandi, Tomoko Daimaru.

Metfjöldi hlýtur styrki úr Watanabe styrktarsjóðnum við Háskóla Íslands Aldrei hafa fleiri hlotið styrki úr Watanabe-styrktarsjóðnum við Háskóla Íslands en í ár, en alls var  51 styrkur veittur við hátíðlega athöfn í Háskóla Íslands í dag.

Styrkþegar og fulltrúar þeirra ásamt rektor og fulltrúum í stjórn Eggertssjóðs.

Fjórir styrkir hafar verið veittir úr Eggertssjóði við Háskóla Íslands sem nýtast munu til tækjakaupa og rannsókna innan jöklafræði, krabbameinsfræði, vistfræði og landfræði.

Styrkþegar úr Áslaugarsjóði ásamt rektor Háskóla Íslands og stjórn og verkefnisstjóra sjóðsins við úthlutun styrkjanna í Hátíðasal Háskóla Íslands.

Sjö styrkir hafa verið veittir úr Styrktarsjóði Áslaugar Hafliðadóttur til verkefna sem öll miða að því að efla íslenska tungu á tímum hraðra tæknibreytinga.

Nemar skoða bækur á bókasafni

Minningarsjóður Erlendar Jónssonar og Mörtu Ágústsdóttur auglýsir eftir umsóknum um styrki úr sjóðnum.

Styrkþegar ásamt rektor, fulltrúum úr stjórn sjóðsins og verkefnisstjóra Styrktarsjóða HÍ.

Fjórir styrkir hafa verið veittir úr Minningarsjóði Aðalsteins Kristjánssonar við Háskóla Íslands til rannsókna í raunvísindum.

Lara Wilhelmine Hoffmann, nýdoktor við Menntavísindasvið Háskóla Íslands, ásamt Jóni Atla Benediktssyni, rektor HÍ, og Brynhildi G. Flóvenz og Hönnu Björgu Sigurjónsdóttur, stjórnarmönnum í sjóðnum, við afhendingu styrksins á rektorsskrifstofu.

Lara Wilhelmine Hoffmann, nýdoktor við Menntavísindasvið Háskóla Íslands, hefur hlotið styrk úr Styrktarsjóði Margaretar og Bents Schevings Thorsteinssonar við Háskóla Íslands til rannsóknar á einelti.