Áslaug Hafliðadóttir

Styrktarsjóður Áslaugar Hafliðadóttur

Fyrst af öllu er sjóðnum ætlað styrkja málefni er stuðla að eflingu íslenskrar tungu.

Áslaug Hafliðadóttir

Styrktarsjóður Áslaugar Hafliðadóttur

Fyrst af öllu er sjóðnum ætlað styrkja málefni er stuðla að eflingu íslenskrar tungu.

Tilgangur Styrktarsjóðs Áslaugar Hafliðadóttur helgast af fyrirmælum í erfðaskrá Áslaugar. Samkvæmt erfðaskránni skal nota sjóðinn til eflingar íslenskri tungu með þeim hætti sem stjórn Háskóla Íslands telur að koma muni að mestu gagni. Það skilyrði er sett að sjóðurinn verði notaður til sérverkefna á sviði íslenskra fræða eða stuðnings við þá sem leggja stund á íslensk fræði, en gangi ekki til almenns rekstrarkostnaðar háskólans.

Styrkir skulu veittir starfsmönnum eða nemendum Háskóla Íslands til sérverkefna á vegum háskólans á sviði íslenskra fræða er falla að þessu markmiði, s.s. til rannsókna, þróunar, kennslu, þjálfunar, nýmæla eða tækja og búnaðar í þágu tilgangs sjóðsins. Sérstaklega skal stutt við verkefni er lúta að ritfærni og þjálfun nemenda allra fræðasviða háskólans við beitingu íslensks máls og til að styrkja stöðu íslenskunnar í síbreytilegu tækniumhverfi.

Sjóðurinn, stjórn og umsóknir

Sjóðurinn er stofnaður af Háskóla Íslands til minningar um Áslaugu Hafliðadóttur og foreldra hennar, þau Sesselju Eiríksdóttur og Hafliða Jón Hafliðason.

Áslaug stundaði nám í lyfjafræði við Lyfjafræðingaskóla Íslands og verknám í Ingólfs Apóteki. Eftir útskrift sem aðstoðarlyfjafræðingur hélt Áslaug til Danmerkur og lauk kandídatsprófi í lyfjafræði frá Danmarks Farmaceutiske Höjskole 1957.

Áslaug starfaði lengst af í Reykjavíkur Apóteki og Lyfjabúð Breiðholts og lagði þar m.a. mikla rækt við lyfjafræðinema frá Háskóla Íslands sem komu til verknáms undir hennar handleiðslu. Í Lyfjabúð Breiðholts starfaði Áslaug með Ingibjörgu Böðvarsdóttur apótekara. Auk samstarfs í apótekinu skrifuðu þær mikið saman um sögu lyfjafræði og vildu hlúa að sögulegri vitund í samfélaginu. Þær voru enn fremur ötulir hvatamenn að útkomu Lyfjafræðingatals. Þá vann Áslaug merkilegt starf ásamt hópi lyfjafræðinga við að koma upp Lyfjafræðisafni við Neströð á Seltjarnarnesi.

Áslaug starfaði í Íslensku esperanto-hreyfingunni í rúma þrjá áratugi og var lengi í stjórn Aúroro, esperanto-félags Reykjavíkur. Áslaug arfleiddi Náttúruverndarsamtök Íslands að sumarbústað sínum í landi jarðarinnar Hæðarenda í Grímsnesi auk 12,5% af öllum bankainnistæðum og andvirði verðbréfa, sem hún lét eftir sig.

Sjóðurinn starfar samkvæmt staðfestri skipulagsskrá og hefur sjálfstætt starfandi stjórn.

Í stjórn eru:

  • Höskuldur Þráinsson, prófessor emeritus, tilnefndur af rektor Háskóla Íslands.
  • Dagný Kristjánsdóttir, prófessor emeritus, tilnefnd af rektor Háskóla Íslands.
  • Viðar Guðmundsson, tilnefndur af ættingjum Áslaugar.

Staðfest skipulagsskrá Styrktarsjóðs Áslaugar Hafliðadóttur (PDF).

Úthlutunarreglur Styrktarsjóðs Áslaugar Hafliðadóttur (PDF).

Auglýsing um umsóknartímabil er sett á vef sjóða og á vef Háskóla Íslands. Einungis er opið fyrir umsóknir á auglýstum umsóknartíma.

Óskað er eftir að í umsókn komi fram:

  1. Nafn umsækjanda, kennitala, heimilisfang, sími og virkt netfang.
  2. Helstu atriði úr náms- og starfsferli umsækjanda.
  3. Heiti verkefnis, markmið og vísindalegt eða hagnýtt gildi.
  4. Hnitmiðuð lýsing á verkefninu, að hámarki 150 orð, sem verður nýtt til almennrar umfjöllunar og kynningar, hljóti verkefnið styrk.
  5. Veigameiri lýsing á verkefninu, að hámarki ein blaðsíða, þar sem fram kemur lýsing á markmiðinu með verkefninu, framkvæmd þess og mati á afrakstri, ásamt umfjöllun um hvernig verkefnið samrýmist markmiðum sjóðsins. 
  6. Tímaáætlun og fjárhagsáætlun verkefnis.
  7. Nöfn, símanúmer og netföng þeirra sem leita má til um meðmæli.
  8. Ef um rannsóknarverkefni er að ræða skal gera grein fyrir helstu efnisþáttum þess.
    1. Samstarfsaðilar og aðrir styrkaðilar verkefnis ef við á. 
    2. Hvernig styrkurinn verður notaður hljóti verkefnið styrk.
    3. Upplýsingar um annan fjárhagslegan stuðning. 

 

Áhersla er lögð á vönduð fræðileg vinnubrögð við gerð umsóknar. Með hliðsjón af eðli sjóðsins og stærð má gera ráð fyrir að vel afmörkuð verkefni sem ljúka má á 1–2 árum njóti forgangs. Framhaldsumsóknir kunna að þurfa að víkja fyrir nýjum umsóknum.

Styrkþegi skal gera grein fyrir stöðu verkefnisins að ári liðnu í framvinduskýrslu og láta fylgja sýnishorn/tilvísun í það sem hefur verið unnið. Að verkefni loknu skal skila lokagreinargerð um niðurstöður og árangur ásamt ráðstöfun fjárins og eigi síðar en tveimur árum frá styrkveitingu.

Ef styrkur er ekki nýttur í samræmi við umsókn skal honum skilað. Ekki verður tekið við nýjum umsóknum frá þeim sem ekki hafa skilað framvinduskýrslu eða lokagreinargerð vegna fyrri styrkja á tilsettum tíma.

Styrkhafar

2025

  • Árni Valdason og Ingvar Andrésson
  • Ása Bergný Tómasdóttir
  • Kolbrún Friðriksdóttir
  • Max Naylor og Eiríkur Rögnvaldsson
  • Vala Hauksdóttir
  • Þóra Másdóttir
  • Þórunn Rakel Gylfadóttir og Guðlaug Stella Brynjólfsdóttir

Sjá umfjöllun um styrkhafa 2025.

2024

  • Birna Arnbjörnsdóttir, Halldóra Jóhanna Þorláksdóttir og Þorgerður Anna Björnsdóttir
  • Dóra Jóhannsdóttir
  • Halla Hauksdóttir
  • Heimir F. Viðarsson
  • Hera Fjölnisdóttir fyrir hönd Blekfjelagsins
  • Jóhannes B. Sigtryggsson
  • Jón Yngvi Jóhannsson
  • Karítas Hrundar Pálsdóttir, Sigríður D. Þorvaldsdóttir og María Anna Garðarsdóttir
  • Rósa Elín Davíðsdóttir
  • Viktor Árnason og Rafn Sigurðsson

Sjá umfjöllun um styrkhafa 2024.

2023

  • Ásdís Ósk Jóelsdóttir
  • Ásta Kristín Benediktsdóttir
  • Branislav Bédi
  • Dagbjört Guðmundsdóttir
  • Elisa Johanna Piispa, Halldór Geirsson og Páll Einarsson
  • Jón Karl Helgason, Daisy L. Neijmann og Silvia Cosimini
  • Kristján Árnason
  • Margrét Guðmundsdóttir
  • Rósa Elín Davíðsdóttir
  • Steinunn Rut Friðriksdóttir
  • Þuríður Ósk Sigurbjörnsdóttir
  • Þórdís Úlfarsdóttir og Halldóra Jónsdóttir

Sjá umfjöllun um styrkhafa 2023.

2022

  • Ágústa Þorbergsdóttir
  • Ásdís Ósk Jóelsdóttir
  • Birna Arnbjörnsdóttir
  • Branislav Bédi
  • Brynhildur Yrsa V. Guðmundsdóttir
  • Gauti Kristmannsson og Gunnlaugur Bjarnason
  • Gunnlaugur Björnsson og Baldur Arnarson
  • Rósa Elín Davíðsdóttir
  • Rúnar Helgi Vignisson
  • Sædís Dúadóttir Landmark og Svava Heiðarsdóttir
  • Þórdís Úlfarsdóttir

Sjá umfjöllun um styrkhafa 2022.

2021

  • Branislav Bédi
  • Birna Hjaltadóttir
  • Baldur Sigurðsson
  • Sædís Dúadóttir Landmark og Svava Heiðarsdóttir
  • Halldóra Jónsdóttir og Þórdís Úlfarsdóttir
  • Björn Þór Vilhjálmsson
  • Xindan Xu og Anton Karl Ingason
  • Ástráður Eysteinsson og Xinyu Zhang
  • Eva María Jónsdóttir
  • Randi W. Stebbins og Emma Björg Eyjólfsdóttir
  • Védís Ragnheiðardóttir

Sjá umfjöllun um styrkhafa 2021.

2020

  • Branislav Bédi
  • Marinella Arnórsdóttir
  • Baldur Sigurðsson
  • Emily Lethbridge og Aðalsteinn Hákonarson
  • Ásdís Rósa Magnúsdóttir
  • Hrafnhildur Hanna Ragnarsdóttir
  • Romina Werth og Jón Karl Helgason
  • Kristján Rúnarsson
  • Björn Þór Vilhjálmsson

Sjá umfjöllun um styrkhafa 2020.

2019

  • Þórdís Úlfarsdóttir
  • Stefanía Pálsdóttir
  • Ingibjörg Elsa Björnsdóttir
  • Jóhannes B. Sigtryggsson
  • Nökkvi Jarl Bjarnason og Shohei Watanabe
  • Katelin Parsons
  • Anton Karl Ingason
  • Iris Edda Nowenstein
  • Vanessa Monika Isenmann
  • Bergrún Arna Óladóttir, Magnús Tumi Guðmundsson og Guðrún Larsen

Sjá umfjöllun um styrkhafa 2019.

2018

  • Jóhanna Thelma Einarsdóttir
  • Ármann Jakobsson
  • Þórunn Júlíusdóttir fyrir hönd Blekfjelagsins
  • Birna Arnbjörnsdóttir
  • Þóra Másdóttir
  • Einar Freyr Sigurðsson
  • Bergrún Arna Óladóttir, Magnús Tumi Guðmundsson og Guðrún Larsen
  • Marion Lerner og Hrefna María Eiríksdóttir
  • Jóhannes G. Jónsson

Sjá umfjöllun um styrkhafa 2018.

2017

  • Bjarni Benedikt Björnsson
  • Eiríkur Rögnvaldsson
  • Elín Illugadóttir
  • Þuríður Jóna Jóhannsdóttir
  • Bergljót Soffía Kristjánsdóttir og Guðrún Steinþórsdóttir
  • Jón Hilmar Jónsson og Bjarki Karlsson
  • Magnús Þór Þorbergsson
  • Þóra Másdóttir
  • Xindan Xu

Sjá umfjöllun um styrkhafa 2017.

2016

  • Ari Páll Kristinsson
  • Jóhannes Gísli Jónsson og Baldur Sigurðsson
  • Kristján Árnason
  • Kristján Jóhann Jónsson
  • Sigríður Sigurjónsdóttir
  • Blekfjelagið

Sjá umfjöllun um styrkhafa 2016.

2015

  • Eiríkur Rögnvaldsson
  • Höskuldur Þráinsson
  • Kristján Jóhann Jónsson
  • Jón G. Friðjónsson

Sjá umfjöllun um styrkhafa 2015.

Fréttir af sjóðnum

Styrkþegar úr Áslaugarsjóði ásamt rektor Háskóla Íslands og stjórn og verkefnisstjóra sjóðsins við úthlutun styrkjanna í Hátíðasal Háskóla Íslands.
Frá úthlutun úr Styrktarsjóði Áslaugar Hafliðadóttur.

Viltu styrkja?

Styrktarsjóðir eru mikil lyftistöng fyrir Háskóla Íslands. Skólinn hefur notið mikils velvilja af hálfu fjölmargra einstaklinga á undanförnum árum en þeir hafa af miklum rausnarskap lagt fé í styrktarsjóði sem allir miða að því að efla vísindarannsóknir og afla nýrrar þekkingar, samfélaginu til heilla.

Deila