Háskóli Íslands

Styrktarsjóður Erlendar Haraldssonar

Tilgangur sjóðsins er að styrkja rannsóknir á dulrænum fyrirbærum og meintri dulrænni reynslu í anda þeirra rannsókna sem Erlendur Haraldsson sinnti á starfsferli sínum. Einnig má styrkja rannsóknir í heilsusálfræði, trúarlífssálfræði og skyldum greinum. Þá má verðlauna nemendur fyrir sérlega athyglisverð fullunnin verkefni á þessum sviðum. Gera skal kröfu um aðferðafræðilega vönduð vinnubrögð. Styrkir eru veittir til rannsóknaverkefna sem falla að tilgangi sjóðsins. Styrkþegar skulu vera kennarar við Háskóla Íslands, fræðimenn innan og utan Háskóla Íslands, og nemendur í meistara- eða doktorsnámi við Háskóla Íslands.

Sjóðurinn er stofnaður árið 2007 af dr. Erlendi Haraldssyni sálfræðingi og prófessor við Háskóla Íslands frá 1974 til 1999. Hann kenndi lengstum námskeið um tilraunasálfræði, sálfræðileg próf og aðferðafræði og var mikilvirkur rannsóknarmaður eins og sjá má af ritskrá hans. Stór hluti rannsókna Erlendar fjallar á einn eða annan hátt um svonefnd dulræn fyrirbæri eða meinta dulræna reynslu (tilraunir, kannanir og vettvangsrannsóknir). Áður höfðu sinnt slíkum rannsóknum við Háskóla Íslands þeir Ágúst H. Bjarnason prófessor í Heimspekideild, Guðmundur Hannesson prófessor í Læknadeild og Haraldur Níelsson prófessor í Guðfræðideild.

Sjóðurinn starfar samkvæmt staðfestri skipulagsskrá og hefur sjálfstæða stjórn.

Staðfest skipulagsskrá (.pdf).

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is