Háskóli Íslands

Sjóður Níelsar Dungals

Tilgangur sjóðsins er að bjóða til fyrirlestrahalds við Háskóla Íslands íslenskum eða erlendum fræðimönnum, og skulu fyrirlestrarnir tengdir nafni prófessors Níelsar Dungals.

Sjóður Níelsar Dungals prófessors var stofnaður við Háskóla Íslands árið 1971. Sjóðurinn er stofnaður með framlagi frá Rannsóknarstofu Háskólans í meina- og sýklafræði, og fær árlegar tekjur frá þeirri stofnun samkvæmt ákvörðun hlutaðeigandi stjórnvalda hverju sinni.

Sjóðurinn starfar samkvæmt staðfestri skipulagsskrá og hefur sjálfstæða stjórn.

Stjórn sjóðsins er skipuð þremur mönnum skv. skipulagsskrá, þ.e. prófessornum í meinafræði við Háskóla Íslands, sem er formaður stjórnarinnar, einum manni, er Læknadeild tilnefnir og öðrum er háskólaráð nefnir til.

 Stjórn sjóðsins skipa:

Staðfest skipulagsskrá (.pdf).

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is