Styrkþegar og fulltrúar þeirra ásamt stjórn Watanabe-styktarsjóðsins, Geir H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra og sendiherra, Jóni Atla Benediktssyni, rektor HÍ, og fulltrúa sendiherra Japans á Íslandi, Tomoko Daimaru.

Metfjöldi hlýtur styrki úr Watanabe styrktarsjóðnum við Háskóla Íslands Aldrei hafa fleiri hlotið styrki úr Watanabe-styrktarsjóðnum við Háskóla Íslands en í ár, en alls var  51 styrkur veittur við hátíðlega athöfn í Háskóla Íslands í dag.

Styrkþegar ásamt stjórn sjóðsins og rektor Háskóla Íslands við úthtutun styrkja í Hátíðasal 22. maí.

Fimm verkefni hafa hlotið styrk úr Íslenskusjóðnum við Háskóla Íslands. Þetta er í fimmta sinn sem úthlutað er úr sjóðnum og heildarupphæð styrkja nemur fjórum milljónum króna.

Styrkþegar og fulltrúar þeirra ásamt rektor og fulltrúum í stjórn Eggertssjóðs.

Fjórir styrkir hafar verið veittir úr Eggertssjóði við Háskóla Íslands sem nýtast munu til tækjakaupa og rannsókna innan jöklafræði, krabbameinsfræði, vistfræði og landfræði.

Styrkþegar úr Áslaugarsjóði ásamt rektor Háskóla Íslands og stjórn og verkefnisstjóra sjóðsins við úthlutun styrkjanna í Hátíðasal Háskóla Íslands.

Sjö styrkir hafa verið veittir úr Styrktarsjóði Áslaugar Hafliðadóttur til verkefna sem öll miða að því að efla íslenska tungu á tímum hraðra tæknibreytinga.

Nemar skoða bækur á bókasafni

Minningarsjóður Erlendar Jónssonar og Mörtu Ágústsdóttur auglýsir eftir umsóknum um styrki úr sjóðnum.

Styrkþegar ásamt rektor, fulltrúum úr stjórn sjóðsins og verkefnisstjóra Styrktarsjóða HÍ.

Fjórir styrkir hafa verið veittir úr Minningarsjóði Aðalsteins Kristjánssonar við Háskóla Íslands til rannsókna í raunvísindum.

Lara Wilhelmine Hoffmann, nýdoktor við Menntavísindasvið Háskóla Íslands, ásamt Jóni Atla Benediktssyni, rektor HÍ, og Brynhildi G. Flóvenz og Hönnu Björgu Sigurjónsdóttur, stjórnarmönnum í sjóðnum, við afhendingu styrksins á rektorsskrifstofu.

Lara Wilhelmine Hoffmann, nýdoktor við Menntavísindasvið Háskóla Íslands, hefur hlotið styrk úr Styrktarsjóði Margaretar og Bents Schevings Thorsteinssonar við Háskóla Íslands til rannsóknar á einelti.

Styrkþegar ásamt stofnendum sjóðsins, rektor og stjórn sjóðsins við afhendingu styrkja í Hátíðasal.

Veittir hafa verið fimm styrkir til verkefna og rannsókna í félagsráðgjöf úr Vísindum og velferð: Styrktarsjóði Sigrúnar og Þorsteins. Styrkhafar eru þau Anna Sigrún Ingimarsdóttir, Eva Dögg Sigurðardóttir og Ásdís Arnalds, Halldór Sigurður Guðmundsson, Sirrý Sif Sigurlaugardóttir og Sólveig B. Sveinbjörnsdóttir.

Styrkþegar ásamt Vigdísi Finnbogadóttur, rektor og fulltrúum í stjórn Styrktarsjóðs Stofnunar Vigdísar Finnbogadóttur.

Veittir hafa verið fimm styrkir úr Styrktarsjóði Stofnunar Vigdísar Finnbogadóttur árið 2025, að upphæð rúmlega 3,7 milljónir króna.

Styrkþegarnir Ismael Abo Horan og Goraksha Khose ásamt rektor Háskóla Íslands, Jóni Atla Benediktssyni, og Berglindi Evu Benediktsdóttur, forseta Lyfjafræðideildar.

Doktorsnemarnir Goraksha Khose og Ismael Abo Horan, sem starfa við Lyfjafræðideild Háskóla Íslands, hafa hlotið viðurkenningu úr Verðlaunasjóði Bergþóru og Þorsteins Schevings Thorsteinssonar lyfsala við Háskóla Íslands.

Gimli bygging Háskóla Íslands ber við bláan himinn.

Sautján doktorsnemar við Háskóla Íslands hafa nú fengið úthlutað rekstrarstyrkjum vegna doktorsverkefna sinna úr Doktorssjóði Styrktarsjóða Háskóla Íslands fyrir árið 2024.

Ingibjörg Tómasdóttir, doktorsnemi í hjúkrunarfræði, tekur við styrknum úr hendi Jóns Atla Benediktssonar rektors.

Ingibjörg Tómasdóttir, doktorsnemi í hjúkrunarfræði, hefur hlotið styrk úr Rannsóknasjóði Ingibjargar R. Magnúsdóttur við Háskóla Íslands til doktorsrannsóknar sem miðar að því að rannsaka stöðu mænuskaðaðra á Íslandi. Styrkurinn nemur 700.000 krónum.