Listræn mynd af lofti aðalbyggingar Háskóla Íslands tekin inni í byggingunni.

Þrjátíu og sex doktorsnemar við Háskóla Íslands hafa fengið úthlutað rekstrarstyrkjum vegna doktorsverkefna sinna úr Doktorssjóði Styrktarsjóða Háskóla Íslands á árinu 2022. Doktorsnemarnir eru af öllum fræðasviðum háskólans og nemur heildarupphæð styrkjanna 9,4 milljónum króna

Styrkþegar ásamt stjórn sjóðsins og rektor Háskóla Íslands.

Fjórir námsstyrkir hafa verið veittir úr Þórsteinssjóði til blindra og sjónskertra stúdenta við Háskóla Íslands. Þetta er í ellefta skipti sem styrkjum er úthlutað úr sjóðnum og nemur upphæð styrkjanna samtals 2,8 milljónum króna.

Verðlaunahafar ásamt rektor og stjórn og starfsfólki sjóðsins.

Þrír barnalæknar hafa hlotið viðurkenningu úr Verðlaunasjóði Óskars Þórðarsonar læknis við Háskóla Íslands fyrir árangur í rannsóknum og þróunarstarfi tengdu heilsu barna og barnasjúkdómum.

Styrkþegar ásamt rektor, stjórn Eggertssjóðs og gestum við athöfnina.

Veittir hafa verið sex styrkir úr Eggertssjóði til rannsókna í jarð- og lífvísindum við Háskóla Íslands. Styrkirnir nema samtals 5,9 milljónum króna og voru afhentir við athöfn í Hátíðasal HÍ 23. nóvember sl.

Verðlaunahafarnir tveir ásamt rektor og stjórn Verðlaunasjóðs Sigurðar Helgasonar

Arnar Ágúst Kristjánsson og Kári Rögnvaldsson, nemendur á þriðja ári í stærðfræði við Raunvísindadeild Háskóla Íslands, hafa hlotið viðurkenningu úr Verðlaunasjóði Sigurðar Helgasonar prófessors fyrir frábæran námsárangur.

Frá afhendingu styrkjanna í Hátíðasal. Frá vinstri: Helga Brá Árnadóttir, Jóhanna Einarsdóttir, Ólöf Garðarsdóttir, Rakel Edda Guðmundsdóttir, Daisy Neijmann, Skúlína Hlíf Kjartansdóttir, Samúel Lefever, Kolbrún Pálsdóttir og Jón Atli Benediktsson.

Tvö verkefni sem miða að því að styðja íslenskunám fjöltyngdra barna hafa hlotið styrk úr Íslenskusjóðnum við Háskóla Íslands. Annað snertir rannsókn á notkun tungumálasmáforrits sem kennslutækis fyrir ung börn og hitt vinnslu rafræns verkefnaheftis með léttlestrarbók sem unnin er á grunni verðlaunabókarinnar Akam, ég og Annika.

Við afhendingu styrkjanna á skrifstofu rektors HÍ, Stefán Bragi Bjarnason, lögfræðingur og fulltrúi Ingibjargar R. Magnúsdóttur í stjórn, Etydhe Laquindanum Mangindin styrkhafi, Vilhelmína Þ. Einarsdóttir styrkhafi, Jóhanna Bernharðsdóttir, lektor og stjórnarformaður RIM, Jón Atli Benediktsson, rektor og Helga Brá Árnadóttir, verkefnisstjóri Styrktarsjóða Háskóla Íslands.

Rannsóknir tveggja doktorsnema í hjúkrunar- og ljósmóðurfræði við Háskóla Íslands, sem snerta barneignaþjónustu og heimaþjónustu á Íslandi og þætti sem hafa áhrif á fæðingarupplifun kvenna,  hafa fengið styrk úr Rannsóknasjóði Ingibjargar R. Magnúsdóttur.

Styrkþegar og fulltrúar þeirra ásamt rektor og forseta Hugvísindasviðs.

Þrír styrkir hafa verið veittir til doktorsnema úr Menntasjóði Hugvísindasviðs. 

Fjöldi manns kom saman í Hátíðasal þegar viðurkenning var veitt úr Nýsköpunarsjóði dr. Þorsteins Inga Sigfússonar. Þeirra á meðal voru forystufólk Optitogs og stofnendur, stór hópur sem komið hefur að þróun hugmyndarinnar, fjölskylda Þorsteins Inga, rektor og stjórn sjóðsins

Ljósvörpuverkefni Optitogs ehf. hefur hlotið viðurkenningu úr Nýsköpunarsjóði dr. Þorsteins Inga Sigfússonar við Háskóla Íslands. Halla Jónsdóttir, stofnandi og rannsókna- og þróunarstjóri Optitogs, tók við viðurkenningunni úr hendi Jóns Atla Benediktssonar, rektors Háskóla Íslands, við hátíðlega athöfn 2. júní síðastliðinn.

Styrkþegar úr Áslaugarsjóði ásamt rektor, stjórn sjóðsins og verkefnisstjóra Styktarsjóða HÍ.

Ellefu styrkir hafa verið veittir úr Styrktarsjóði Áslaugar Hafliðadóttur til verkefna sem öll miða að því að efla íslenska tungu á tímum hraðra tæknibreytinga.

Frá vinstri: Elín Soffía Ólafsdóttir, prófessor og stjórnarmaður í sjóðnum, Jón Atli Benediktsson, rektor HÍ, Þorsteinn Loftsson, prófessor og stjórnarmaður í sjóðnum, Suppakan Sripetch styrkhafi, Sveinbjörn Gizurarson, prófessor og leiðbeinandi Ellenar K.G. Mhango, Inga Þórsdóttir, forseti Heilbrigðisvísindasviðs HÍ, og Helga Brá Árnadóttir, verkefnisstjóri Styrktarsjóða HÍ.

Doktorsnemarnir Suppakan Sripetch og Ellen Kalesi Gondwe Mhango, sem starfa við Lyfjafræðideild Háskóla Íslands, hafa hlotið viðurkenningu úr Verðlaunasjóði Bergþóru og Þorsteins Schevings Thorsteinssonar lyfsala við Háskóla Íslands.

Styrkþegar ásamt rektor og stjórn sjóðsins. Frá vinstri: Guðmundur Jónsson prófessor, Jón Atli Benediktsson rektor, Jón Kristinn Einarsson, Emil Gunnlaugsson, Sverrir Jakobsson prófessor og Unnur Birna Karlsdóttir forstöðumaður.

Tveir styrkir hafa verið veittir úr Sagnfræðisjóði Björns Þorsteinssonar. Styrkhafar eru Emil Gunnlaugsson, meistaranemi í sagnfræði við Kaupmannahafnarháskóla, og Jón Kristinn Einarsson, meistaranemi í Evrópusögu við Columbia-háskóla í New York. Styrkirnir voru veittir á Íslenska söguþinginu 2022. Heildarstyrkupphæð nemur 500 þúsund kr.