Óðinn Andrason og Vigdís Finnbogadóttir við afhendingu styrksins á Litla Torgi.

Óðinn Andrason, BS-nemi á þriðja ári í vélaverkfræði við Háskóla Íslands, hefur hlotið styrk úr Minningarsjóði Þorvalds Finnbogasonar stúdents. Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands, afhenti styrkinn ásamt frú Vigdísi Finnbogadóttur, systur Þorvalds.

Styrkþegar úr Þórsteinssjóði ásamt rektor og fulltrúum í stjórn sjóðsins.

Sjö námsstyrkir og tveir styrkir til rannsókna hafa verið veittir úr Þórsteinssjóði til blindra og sjónskertra stúdenta við Háskóla Íslands. Þetta er í þrettánda skipti sem styrkjum er úthlutað úr sjóðnum og nemur upphæð styrkjanna samtals 14,8 milljónum króna.

Stofnandi sjóðsins ásamt rektor og nýskipaðri stjórn. Standandi frá vinstri: Gunnþórunn Guðmundsdóttir, Rúnar Helgi Vignisson og Ásta Kristín Benediktsdóttir. Sitjandi eru Marta Ágútsdóttir og Jón Atli Benediktsson.

Minningarsjóður Erlendar Jónssonar og Mörtu Ágústsdóttur í íslensku, bókmenntum og ritlist við Háskóla Íslands hefur verið stofnaður undir hatti Styrktarsjóða Háskóla Íslands.

Fulltrúar styrkþega ásamt fulltrúum úr stjórn sjóðsins og rektor HÍ og forseta Verkfræði- og náttúruvísindasviðs. Frá vinstri: Sigurður Magnús Garðarsson, forseti Verkfræði- og náttúruvísindasviðs, Sverrir Örn Þorvaldsson, stjórnarmaður, Röngvaldur Möller stjórnarmaður, Anna Ben Blöndal, móðir Hallgríms, Silja Rún Guðmunsdóttir, móðir Hildar, Haraldur Hallgrímsson, faðir Hallgríms, og Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands.

Hallgrímur Haraldsson og Hildur Gunnarsdóttir, nemendur á þriðja ári í stærðfræði við Raunvísindadeild Háskóla Íslands, hafa hlotið viðurkenningu úr Verðlaunasjóði Sigurðar Helgasonar prófessors fyrir frábæran námsárangur. Heildarupphæð verðlaunanna nemur 11.500 bandaríkjadölum, jafnvirði tæplega 1,6 milljónum króna.

Frá styrkafhendingu.

Tvö verkefni hafa hlotið styrk úr STAFNI: Styrktarsjóði Brynju Einarsdóttur og Arnar Almarssonar við Háskóla Íslands. Þetta er í fyrsta sinn sem úthlutað er úr sjóðnum og heildarupphæð styrkja nemur fjórum milljónum króna.

Styrkþegar ásamt rektor og stjórn sjóðsins.

Tvö verkefni hafa hlotið styrk úr Sagnfræðisjóði Aðalgeirs Kristjánssonar og er þetta í fyrsta skipti sem úthlutað er úr sjóðnum. Styrkhafar eru Úlfar Bragason, rannsóknarprófessor emeritus, Trausti Dagsson, verkefnastjóri og forritari, og Rósa Þorsteinsdóttir rannsóknardósent, öll hjá Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum.

Aðalbygging Háskóla Íslands ber við bláan himinn.

Tuttugu og sex doktorsnemar við Háskóla Íslands hafa nú fengið úthlutað rekstrarstyrkjum vegna doktorsverkefna sinna úr Doktorssjóði Styrktarsjóða Háskóla Íslands fyrir árið 2023.

Baldvin Fannar Guðjónsson, þriðja árs nemi í læknisfræði við Háskóla Íslands, ásamt foreldrum sínum Guðjóni Baldurssyni og Bryndísi Guðjónsdóttur, unnustu sinni Francescu Perry-Poletti, Sædísi Sævarsdóttur, prófessor og varadeildarforseta Læknadeildar og Jóni Atla Benediktssyni rektor.

Baldvin Fannar Guðjónsson, þriðja árs nemi í læknisfræði við Háskóla Íslands, hefur hlotið styrk úr Menntasjóði Læknadeildar. 

Frá styrkúthlutun úr Íslenskusjóðnum í hátíðarsal HÍ.

Fjögur verkefni hafa hlotið styrk úr Íslenskusjóðnum við Háskóla Íslands. Þetta er í fjórða sinn sem úthlutað er úr sjóðnum og heildarupphæð styrkja nemur fjórum milljónum króna.

Frá úthlutun úr Styrktarsjóði Áslaugar Hafliðadóttur.

Tíu styrkir hafa verið veittir úr Styrktarsjóði Áslaugar Hafliðadóttur til verkefna sem öll miða að því að efla íslenska tungu á tímum hraðra tæknibreytinga.

Tveir styrkþega ásamt stjórn sjóðsins og rektor HÍ. Maria Glarou átti ekki heimangengt. Frá vinstri: Sigurður Sveinn Snorrason, Marina De La Camara, Sreejith Sudhakaran Jayabhavan, Jón Atli Benediktsson, Einar Sveinbjörnsson og Árný Erla Sveinbjörnsdóttir.

Þrír styrkir hafa verið veittir úr Minningarsjóði Aðalsteins Kristjánssonar við Háskóla Íslands til rannsókna í raunvísindum.

Frá afhendingu styrksins á rektorsskrifstofu. Frá vinstri: Guðmundur Jónsson, Sverrir Jakobsson, Matthías Aron Ólafsson og Jón Atli Benediktsson.

Veittur hefur verið styrkur úr Sagnfræðisjóði Björns Þorsteinssonar við Háskóla Íslands. Styrkhafi er Matthías Aron Ólafsson, sérfræðingur á Handritasafni Landsbókasafns Íslands, en hann er á leið í doktorsnám í sagnfræði við Trinity College í Dublin næsta haust. Heildarstyrkupphæð er 400.000 krónur.