Óðinn Andrason, BS-nemi á þriðja ári í vélaverkfræði við Háskóla Íslands, hefur hlotið styrk úr Minningarsjóði Þorvalds Finnbogasonar stúdents. Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands, afhenti styrkinn ásamt frú Vigdísi Finnbogadóttur, systur Þorvalds.
Sjö námsstyrkir og tveir styrkir til rannsókna hafa verið veittir úr Þórsteinssjóði til blindra og sjónskertra stúdenta við Háskóla Íslands. Þetta er í þrettánda skipti sem styrkjum er úthlutað úr sjóðnum og nemur upphæð styrkjanna samtals 14,8 milljónum króna.
Minningarsjóður Erlendar Jónssonar og Mörtu Ágústsdóttur í íslensku, bókmenntum og ritlist við Háskóla Íslands hefur verið stofnaður undir hatti Styrktarsjóða Háskóla Íslands.
Hallgrímur Haraldsson og Hildur Gunnarsdóttir, nemendur á þriðja ári í stærðfræði við Raunvísindadeild Háskóla Íslands, hafa hlotið viðurkenningu úr Verðlaunasjóði Sigurðar Helgasonar prófessors fyrir frábæran námsárangur. Heildarupphæð verðlaunanna nemur 11.500 bandaríkjadölum, jafnvirði tæplega 1,6 milljónum króna.
Tvö verkefni hafa hlotið styrk úr STAFNI: Styrktarsjóði Brynju Einarsdóttur og Arnar Almarssonar við Háskóla Íslands. Þetta er í fyrsta sinn sem úthlutað er úr sjóðnum og heildarupphæð styrkja nemur fjórum milljónum króna.
Tvö verkefni hafa hlotið styrk úr Sagnfræðisjóði Aðalgeirs Kristjánssonar og er þetta í fyrsta skipti sem úthlutað er úr sjóðnum. Styrkhafar eru Úlfar Bragason, rannsóknarprófessor emeritus, Trausti Dagsson, verkefnastjóri og forritari, og Rósa Þorsteinsdóttir rannsóknardósent, öll hjá Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum.
Tuttugu og sex doktorsnemar við Háskóla Íslands hafa nú fengið úthlutað rekstrarstyrkjum vegna doktorsverkefna sinna úr Doktorssjóði Styrktarsjóða Háskóla Íslands fyrir árið 2023.
Baldvin Fannar Guðjónsson, þriðja árs nemi í læknisfræði við Háskóla Íslands, hefur hlotið styrk úr Menntasjóði Læknadeildar.
Fjögur verkefni hafa hlotið styrk úr Íslenskusjóðnum við Háskóla Íslands. Þetta er í fjórða sinn sem úthlutað er úr sjóðnum og heildarupphæð styrkja nemur fjórum milljónum króna.
Tíu styrkir hafa verið veittir úr Styrktarsjóði Áslaugar Hafliðadóttur til verkefna sem öll miða að því að efla íslenska tungu á tímum hraðra tæknibreytinga.
Þrír styrkir hafa verið veittir úr Minningarsjóði Aðalsteins Kristjánssonar við Háskóla Íslands til rannsókna í raunvísindum.
Veittur hefur verið styrkur úr Sagnfræðisjóði Björns Þorsteinssonar við Háskóla Íslands. Styrkhafi er Matthías Aron Ólafsson, sérfræðingur á Handritasafni Landsbókasafns Íslands, en hann er á leið í doktorsnám í sagnfræði við Trinity College í Dublin næsta haust. Heildarstyrkupphæð er 400.000 krónur.