Styrkjunum var úthlutað á rektorsskrifstofu í vikunni. Á myndinni má sjá Jón Atla Benediktsson, rektor HÍ, Björn Þorsteinsson, prófessor í heimspeki og leiðbeinanda Claude Nassar, Katrínu Lísu van der Linde Mikaelsdóttir styrkþega og Erlu Erlendsdóttur, prófessor í spænsku og leiðbeinanda Nuriu Frías Jiménez og Ólöfu Garðarsdóttur, forseta Hugvísindasviðs og formann stjórnar sjóðsins.

Þrír doktorsnemar á Hugvísindasviði Háskóla Íslands hafa hlotið styrki úr Menntasjóði sviðsins.

Dr. Árni Sigurður Ingason, framkvæmdastjóri hjá Grein Research tók við viðurkenningunni úr hendi Jóns Atla Benediktssonar, rektors Háskóla Íslands, á hátíðarmálþingi sem haldið var á vegum háskólans til minningar um Þorstein Inga þann 4. júní.

Fyrirtækið Grein Research, sem vinnur að ýmiss konar þróunarrannsóknum í efnisfræði, þar á meðal á tækni sem miðar að því að auka endingu og orkuinnihald rafhlaðna, hlýtur viðurkenningu Nýsköpunarsjóðs dr. Þorsteins Inga Sigfússonar við Háskóla Íslands árið 2024.

Styrkþegar og fulltrúar þeirra ásamt rektor, sendiherra Japans og fulltrúum í stjórn Watanabe-styrktarsjóðsins. MYND/Kristinn Ingvarsson

Fimmtán nemendur og fræðimenn við Háskóla Íslands og þrír nemendur og fræðimenn við japanska háskóla hljóta styrki úr Watanabe styrktarsjóðnum við Háskóla Íslands í ár. Styrkjum var úthlutað úr sjóðnum við hátíðlega athöfn í HÍ í dag.

""

Veittir hafa verið sex styrkir úr Styrktarsjóði Stofnunar Vigdísar Finnbogadóttur árið 2024, að upphæð rúmlega 4,3 milljónir króna.

Steinunn Rut Friðriksdóttir, doktorsnemi í tölvunarfræði, ásamt Jóni Atla Benediktssyni rektor og David Pitt, formanni stjórnar sjóðsins.

Veittur hefur verið styrkur til doktorsrannsóknar sem miðar að því að greina og uppræta fordóma í mállíkönum úr Menningar- og framfarasjóði Ludvigs Storr.

Styrkþegar ásamt rektor og fulltrúum í stjórn sjóðsins. Frá vinstri: Herdís Sveinsdóttir, Ólöf Ásta Ólafsdóttir, Jón Atli Benediktsson, Edythe Laquindanum Mangindin, Valgerður Lísa Sigurðardóttir, Emma Marie Swift, Berglind Hálfdánsdóttir og Embla Ýr Guðmundsdóttir.

Fjórir styrkir hafa verið veittir til rannsókna á sviði ljósmóðurfræða úr Minningarsjóði Bjargar Magnúsdóttur ljósmóður og Magnúsar Jónassonar bónda við Háskóla Íslands. Styrkhafar eru Berglind Hálfdánsdóttir, Edythe Laquindanum Mangindin, Embla Ýr Guðmundsdóttir, Valgerður Lísa Sigurðardóttir og Emma Marie Swift.

Frá afhendingu styrksins á rektorsskrifstofu. Frá vinstri á myndinni eru Höskuldur Þráinsson, Jón Atli Benediktsson, Birna Arnbjörnsdóttir og Úlfar Bragason.

Veittur hefur verið styrkur úr Sjóði Páls Guðmundssonar frá Rjúpnafelli til kynningar á bókinni Icelandic Heritage in North America sem kom út á ensku hjá University of Manitoba Press á síðasta ári. Ritstjórar eru Birna Arnbjörnsdóttir, Höskuldur Þráinsson og Úlfar Bragason, prófessorar emeriti.

Við undirritun stofnskrárinnar á skrifstofu rektors. Frá vinstri: Helga Brá Árnadóttir, verkefnisstjóri Styrktarsjóða HÍ, Jón Atli Benediktsson, rektor HÍ, stofnendurnir Brynja Einarsdóttir og Örn Almarsson, Eiríkur Steingrímsson og Steinn Guðmundsson, prófessorar sem eiga sæti í stjórn sjóðsins.

STAFN – Styrktarsjóður Brynju Einarsdóttur og Arnar Almarssonar hefur verið stofnaður undir hatti Styrktarsjóða Háskóla Íslands. Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands, undirritaði skipulagsskrá sjóðsins ásamt stofnendum sjóðsins, þeim Brynju og Erni.

Vigdís Finnbogadóttir og Trausti Lúkas Adamsson við afhendingu styrksins.

Trausti Lúkas Adamsson, BS-nemi á þriðja ári í vélaverkfræði við Háskóla Íslands, hefur hlotið styrk úr Minningarsjóði Þorvalds Finnbogasonar stúdents. Frú Vigdís Finnbogadóttir, systir Þorvalds, afhenti styrkinn.

Styrkþegar ásamt rektor og stjórn og stofnendum sjóðsins. MYND/Kristinn Ingvarsson

Rannsóknir og vísindamiðlunarverkefni sem snerta m.a. sólmyrkvann 2026, kjarnorkuvopnakapphlaup Bandaríkjanna og Rússlands, Vísindakakó fyrir fróðleiksfús ungmenni, nýsköpun í sálfræði á 19. og 20. öld og sögu rannsókna á segulsviði jarðar eru meðal þeirra sem fengið hafa styrki úr Vísindum og velferð: Styrktarsjóði Sigrúnar og Þorsteins.

Styrkþegar ásamt rektor HÍ og hluta af stjórn Þórsteinssjóðs.

Átta námsstyrkir og einn styrkur til doktorsrannsóknar hafa verið veittir úr Þórsteinssjóði til blindra og sjónskertra stúdenta við Háskóla Íslands. Þetta er í tólfta skipti sem styrkjum er úthlutað úr sjóðnum og nemur upphæð styrkjanna samtals 10 milljónum króna.

art of the team behind “Prosthetic leg with intent control and sensory feedback.” with the University Rector and chairman of the board. From the left: Þorvaldur Ingvarsson, Jón Atli Benediktsson, Kristín Briem, Atli Örn Sverrisson, og Sigurður Brynólfsson.

Three grants for research on neural controlled prosthetic limbs have been bestowed by the Össur and Ottobock Research Trust Fund at the University of Iceland. This is the first time allocations are made from the fund, and the combined amount of the three grants is 117 million ISK/850.000 USD