Tveir styrkir hafa verið veittir úr Sagnfræðisjóði Björns Þorsteinssonar. Styrkhafar eru Emil Gunnlaugsson, meistaranemi í sagnfræði við Kaupmannahafnarháskóla, og Jón Kristinn Einarsson, meistaranemi í Evrópusögu við Columbia-háskóla í New York. Styrkirnir voru veittir á Íslenska söguþinginu 2022. Heildarstyrkupphæð nemur 500 þúsund kr.
Bergmundur Bolli H. Thoroddsen, þriðja árs nemi í læknisfræði við Háskóla Íslands, hefur hlotið styrk úr Menntasjóði Læknadeildar til að vinna að rannsóknarverkefni við Kaupmannahafnarháskóla og Rigshospitalet í Danmörku.
Þrír styrkir hafa verið veittir úr Sjóði Sigríðar Lárusdóttur við Háskóla Íslands til rannsókna sem snerta liðskipti, gerviliðsýkingar og undirliggjandi orsakir stoðkerfisvandamála.
Þrír styrkir hafa verið veittir til rannsókna á sviði ljósmóðurfræða úr Minningarsjóði Bjargar Magnúsdóttur ljósmóður og Magnúsar Jónassonar bónda.
Á fundi stjórnar Styrktarsjóðs Stofnunar Vigdísar Finnbogadóttur sem haldinn var þann 14. september 2022 var samþykkt einróma að styrkja útgáfu stofnunarinnar.
Fjórir nemendur í framhaldsnámi í tónlist og einn nemandi í framhaldsnámi í viðskiptafræði erlendis fengu á dögunum styrk úr Ingjaldssjóði við Háskóla Íslands.
Óttar Snær Yngvason, BS-nemi á þriðja ári í rafmagns- og tölvuverkfræði við Rafmagns- og tölvuverkfræðideild Háskóla Íslands, hefur hlotið styrk úr Minningarsjóði Þorvalds Finnbogasonar stúdents.
Veittur hefur verið styrkur úr Starfssjóði Guðfræðistofnunar Háskóla Íslands til þverfaglega verkefnisins Mannréttindi, fjölmenning og trú á tímum loftslagsbreytinga. Styrkupphæðin er 1.000.000 krónur.
Átta námsstyrkir hafa verið veittir úr Þórsteinssjóði til blindra og sjónskertra stúdenta við Háskóla Íslands. Þetta er í tíunda skipti sem styrkjum er úthlutað úr sjóðnum og nemur upphæð styrkjanna samtals 2,4 milljónum króna.
Veittir hafa verið fimm styrkir til verkefna í vísindasögu, -heimspeki og -miðlunar úr Vísindum og velferð: Styrktarsjóði Sigrúnar og Þorsteins.
Veittir hafa verið fimm styrkir úr Eggertssjóði til rannsókna og tækjakaupa sem tengjast rannsóknum í jarð- og lífvísindum við Háskóla Íslands. Styrkirnir nema samtals 5,6 milljónum króna og voru afhentir við athöfn í Hátíðasal HÍ 3. nóvember sl.
Sautján nemendur og fræðimenn á fjölbreyttum fræðasviðum við Háskóla Íslands og japanska háskóla hlutu vilyrði fyrir styrk úr Watanabe-styrktarsjóðnum við Háskóla Íslands til þess að leggja land undir fót til náms og rannsókna í löndunum tveimur á skólaárinu 2021-2022. Samanlögð styrkupphæð úr sjóðnum nemur ríflega 15 milljónum króna.