Styrkþegar ásamt rektor og stjórn sjóðsins. Frá vinstri: Guðmundur Jónsson prófessor, Jón Atli Benediktsson rektor, Jón Kristinn Einarsson, Emil Gunnlaugsson, Sverrir Jakobsson prófessor og Unnur Birna Karlsdóttir forstöðumaður.

Tveir styrkir hafa verið veittir úr Sagnfræðisjóði Björns Þorsteinssonar. Styrkhafar eru Emil Gunnlaugsson, meistaranemi í sagnfræði við Kaupmannahafnarháskóla, og Jón Kristinn Einarsson, meistaranemi í Evrópusögu við Columbia-háskóla í New York. Styrkirnir voru veittir á Íslenska söguþinginu 2022. Heildarstyrkupphæð nemur 500 þúsund kr.

Bergmundur Bolli H. Thoroddsen, þriðja árs nemi í læknisfræði, tekur við styrknum úr hendi Jóns Atla Benediktssonar, rektors Háskóla Íslands.

Bergmundur Bolli H. Thoroddsen, þriðja árs nemi í læknisfræði við Háskóla Íslands, hefur hlotið styrk úr Menntasjóði Læknadeildar til að vinna að rannsóknarverkefni við Kaupmannahafnarháskóla og Rigshospitalet í Danmörku.

Frá vinstri: Vigdís Pétursdóttir, stjórnarmaður, Jón Atli Benediktsson rektor HÍ, Halldór Jónsson jr., styrkhafi, Magnús Gottfreðsson, styrkhafi, Tinna Reynisdóttir, tók við f.h. Söru Þallar Halldórsdóttur, styrkhafa, Þorvaldur Ingvarsson, formaður stjórnar, Þórarinn Guðjónsson, forseti læknadeildar HÍ, og Hel

Þrír styrkir hafa verið veittir úr Sjóði Sigríðar Lárusdóttur við Háskóla Íslands til rannsókna sem snerta liðskipti, gerviliðsýkingar og undirliggjandi orsakir stoðkerfisvandamála.

Styrkþegar ásamt formanni stjórnar sjóðsins og rektor. Frá vinstri: Ólöf Ásta Ólafsdóttir, formaður stjórnar, Valgerður Lísa Sigurðardóttir, Embla Ýr Guðmundsdóttir, Emma Marie Swift og Jón Atli Benediktsson.

Þrír styrkir hafa verið veittir til rannsókna á sviði ljósmóðurfræða úr Minningarsjóði Bjargar Magnúsdóttur ljósmóður og Magnúsar Jónassonar bónda.

""

Á fundi stjórnar Styrktarsjóðs Stofnunar Vigdísar Finnbogadóttur sem haldinn var þann 14. september 2022 var samþykkt einróma að styrkja útgáfu stofnunarinnar.

Styrkþegar og fulltrúar þeirra ásamt stjórn og starfsfólki sjóðsins og rektor Háskóla Íslands við úthlutun í Hátíðasal.

Fjórir nemendur í framhaldsnámi í tónlist og einn nemandi í framhaldsnámi í viðskiptafræði erlendis fengu á dögunum styrk úr Ingjaldssjóði við Háskóla Íslands.

Óttar Snær Yngvason, BS-nemi á þriðja ári í rafmagns- og tölvuverkfræði og styrkhafi úr Minningarsjóði Þorvalds Finnbogasonar, ásamt Vigdísi Finnbogadóttur, fyrrverandi forseta Íslands og systur Þorvalds.

Óttar Snær Yngvason, BS-nemi á þriðja ári í rafmagns- og tölvuverkfræði við Rafmagns- og tölvuverkfræðideild Háskóla Íslands, hefur hlotið styrk úr Minningarsjóði Þorvalds Finnbogasonar stúdents.

Fulltrúar verkefnisins Mannréttindi, fjölmenning og trú á tímum loftslagsbreytinga ásamt fulltrúum í stjórn Starfssjóðs Guðfræðistofnunar og rektor við afhendingu styrksins í Hátíðasal fyrr í vikunni. Frá vinstri: Sigríður Guðmarsdóttir, Gubjörg Andrea Jónsdóttir, Hjalti Hugason, Sólveig Anna Bóasdóttir, Gunnlaugur A. Jónsson og Jón Atli Benediktsson.

Veittur hefur verið styrkur úr Starfssjóði Guðfræðistofnunar Háskóla Íslands til þverfaglega verkefnisins Mannréttindi, fjölmenning og trú á tímum loftslagsbreytinga. Styrkupphæðin er 1.000.000 krónur.

Styrkþegar og fulltrúar þeirra ásamt stjórn Þórsteinssjóðs og rektor Háskóla Íslands við úthlutun í Hátíðasal 3. desember.

Átta námsstyrkir hafa verið veittir úr Þórsteinssjóði til blindra og sjónskertra stúdenta við Háskóla Íslands. Þetta er í tíunda skipti sem styrkjum er úthlutað úr sjóðnum og nemur upphæð styrkjanna samtals 2,4 milljónum króna.

Styrkþegar og fulltrúar þeirra ásamt stjórn sjóðsins, stofnendum og rektor Háskóla Íslands.

Veittir hafa verið fimm styrkir til verkefna í vísindasögu, -heimspeki og -miðlunar úr Vísindum og velferð: Styrktarsjóði Sigrúnar og Þorsteins.

Styrkþegar og gestir við afhendingu styrkjanna í Hátíðasal Háskólans í gær.

Veittir hafa verið fimm styrkir úr Eggertssjóði til rannsókna og tækjakaupa sem tengjast rannsóknum í jarð- og lífvísindum við Háskóla Íslands. Styrkirnir nema samtals 5,6 milljónum króna og voru afhentir við athöfn í Hátíðasal HÍ 3. nóvember sl.

""

Sautján nemendur og fræðimenn á fjölbreyttum fræðasviðum við Háskóla Íslands og japanska háskóla hlutu vilyrði fyrir styrk úr Watanabe-styrktarsjóðnum við Háskóla Íslands til þess að leggja land undir fót til náms og rannsókna í löndunum tveimur á skólaárinu 2021-2022. Samanlögð styrkupphæð úr sjóðnum nemur ríflega 15 milljónum króna.