Sextán nemendur og fræðimenn við Háskóla Íslands og sex japanskir nemendur og fræðimenn fá styrk úr Watanabe-styrktarsjóðnum við Háskóla Íslands í ár.
Tveir styrkir hafa verið veittir úr Sjóði Sigríðar Lárusdóttur við Háskóla Íslands til rannsókna sem tengjast stoðkerfissjúkdómum. Styrkhafar eru Halldór Jónsson jr., Ágúst Ingi Guðnason, Elías Þór Guðbrandsson og Mariella Tsirilaki.
Verkefni sem miðar að ritun gæðatexta fyrir fjöltyngda grunnskólanemendur og mótun kennsluleiðbeininga um notkun þeirra í skólastarfi hefur hlotið styrk úr Íslenskusjóðnum við Háskóla Íslands.
Fimmtán nemendur og fræðimenn við Háskóla Íslands og japanska háskóla hlutu styrk úr Watanabe-styrktarsjóðnum við Háskóla Íslands fyrir skólaárið 2022-2023 Samanlögð styrkupphæð úr sjóðnum nam tæplega 11 milljónum króna.
Tólf styrkir hafa verið veittir úr Styrktarsjóði Áslaugar Hafliðadóttur til verkefna sem öll miða að því að efla íslenska tungu á tímum hraðra tæknibreytinga.
Veittur hefur verið styrkur úr Almanakssjóði til að festa kaup á safni Íslandsalmanaks – Almanaki Háskóla Íslands – frá upphafsárnu 1837 allt til ársins 1874.
Sema Erla Serdaroglu, aðjunkt við Menntavísindasvið Háskóla Íslands, hefur hlotið styrk úr Styrktarsjóði Margaretar og Bents Schevings Thorsteinssonar við Háskóla Íslands til rannsóknar á einelti, kynþáttahyggju og menningarfordómum.
Nýr sjóður, Sagnfræðisjóður Aðalgeirs Kristjánssonar, hefur verið stofnaður undir hatti Styrktarsjóða Háskóla Íslands. Sjóðurinn er kenndur við Aðalgeir Kristjánsson og byggist á gjöf hans til Háskóla Íslands.
Veittir hafa verið þrír styrkir til verkefna og rannsókna í félagsráðgjöf úr Vísindum og velferð: Styrktarsjóði Sigrúnar og Þorsteins. Styrkhafar eru doktorsnemarnir Ragnheiður Björg Guðmundsdóttir og Sirrý Sif Sigurlaugardóttir og meistaraneminn Davíð Alexander Östergaard. Heildarupphæð styrkja er tæplega fimm milljónir króna.
Doktorsrannsókn sem miðar að því að meta og bæta heilbrigði ungmenna í framhaldsskólum með nýju skimunartæki hefur fengið styrk úr Rannsóknasjóði Ingibjargar R. Magnúsdóttur við Háskóla Íslands. Styrkhafi er Arna Garðarsdóttir, doktorsnemi í hjúkrunarfræði við Háskóla Íslands.
Þrír nemendur í framhaldsnámi í tónlist og einn nemandi í framhaldsnámi í viðskiptafræði erlendis fengu á dögunum styrk úr Ingjaldssjóði við Háskóla Íslands. Þetta er í sjöunda sinn sem úthlutað er úr sjóðnum. Heildarupphæð styrkja er kr. 3.200.000.
Magnús Gunnar Gunnlaugsson, BS-nemi á þriðja ári í rafmagns- og tölvuverkfræði við Háskóla Íslands, hefur hlotið styrk úr Minningarsjóði Þorvalds Finnbogasonar stúdents. Frú Vigdís Finnbogadóttir, systir Þorvalds, afhenti styrkinn.