Blómaskreyting á viðurkenningarskjali

Karl Grönvold sérfræðingur á Norrænu eldfjallastöðinni hlýtur 5 milljón króna styrk úr Menningar- og framfarasjóði Ludvigs Storr, til efnagreininga vatns með Capillary Electrophoresis aðferð í sérstöku tæki, sem gerir kleift að efnagreina örsmá sýnishorn vatns, sem eru allt að milljónasti hluti úr lítra, eða sem svarar litlum regndropa.

Blómaskreyting

Sigurður Kristjánsson barnalæknir hlaut viðurkenningu úr Verðlaunasjóði Óskars Þórðarsonar við Háskóla Íslands árið 2003.

Elín Einarsdóttir, Vanda Sigurgeirsdóttir og Inga Dóra Sigfúsdóttir og fleiri

Þrír hlutu styrk úr Styrktarsjóði Margaretar og Bents Scheving Thorsteinssonar í fyrstu úthlutun hans.

Blómaskreyting á viðurkenningarskjali

Verðlaunasjóður Óskars Þórðarsonar læknis veitti öðru sinni viðurkenningu fyrir vísindaleg afrek á sviði barnalækninga hinn 20. September 2002. Hana hlaut dr. Hákon Hákonarson barnalæknir og sérfræðingur í lungnalækningum barna, fyrir rannsóknir á astma.

Hr. Toshizo (Tom) Watanabe. Sjóðurinn grundvallast á fimm milljóna bandaríkjadala gjöf frumkvöðulsins og Íslandsvinarins Toshizo Watanabe til Háskóla Íslands, en um er að ræða eina stærstu peningagjöf sem einstaklingur hefur fært skólanum.

Nítján nemendur og vísindamenn við Háskóla Íslands halda til Japans til náms og rannsókna og von er á níu nemendum og vísindamönnum frá japönskum háskólum hingað til lands í sömu erindagjörðum á næsta skólaári.