Þrír doktorsnemar í ljósmóður- og hjúkrunarfræði við Háskóla Íslands hlutu í gær styrki úr Rannsóknasjóði Ingibjargar R. Magnúsdóttur.
Úthlutun úr sjóðnum Selma og Kay Langvads Legat við Háskóla Íslands. Aukin tengsl við danska vísindamenn. Fræðimenn lyfjafræðideilda Háskóla Íslands og Kaupmannahafnarháskóla vinna saman.
Vilhelm Vilhelmsson, meistaranemi í sagnfræði, hefur hlotið viðurkenningu úr Minningarsjóði dr. phil. Jóns Jóhannessonar. Styrkurinn nemur 200.000 krónum.
Í dag, miðvikudaginn 1. júní, var úthlutað í sjöunda sinn úr Styrktarsjóði Listasafns Háskóla Íslands. Veittir voru tveir styrkir til rannsókna á sviði íslenskrar myndlistar. Styrkhafar eru Arndís S. Árnadóttir og Jón B. K. Ransu sem hljóta hvort um sig styrk að upphæð kr. 500.000.
Móeiður Júníusdóttir, doktorsnemi í guðfræði, hefur hlotið styrk úr Sjóði Páls Guðmundssonar frá Rjúpnafelli að upphæð 120.000 krónur. Um er að ræða ferðastyrk til að afla heimilda fyrir doktorsverkefnið Íslensk þjóðkirkja og trúarlíf Vestur-Íslendinga (Icelandic Church and Religious life among Icelandic Immigrants in North America).
Veittir hafa verið fimm styrkir úr Styrktarsjóði Stofnunar Vigdísar.
Í dag voru veittir styrkir til þriggja nemenda úr Watanabe styrktarsjóðnum við Háskóla Íslands. Doktorsnemi og BA-nemi frá Háskóla Íslands fengu styrki til námsdvalar í Japan og doktorsnemi frá Japan fékk styrk til að nema við Háskóla Íslands. Athöfnin fór fram í Hátíðasal Háskóla Íslands að viðstöddum stofnanda sjóðsins Toshizo Watanabe.
Sverrir Jakobsson, aðjunkt í sagnfræði við Háskóla Íslands, hefur hlotið styrk úr sjóði Selmu og Kays Langvads. Stjórn sjóðsins afhenti styrkinn í dag á skrifstofu rektors, föstudaginn 4. febrúar 2011. Styrkurinn er veittur til að efla samskipti og rannsóknasamstarf Háskóla Íslands við danskar stofnanir og háskóla.
Guðrún Þengilsdóttir og Maria Dolores Moya Ortega, doktorsnemar við Lyfjafræðideild Háskóla Íslands, hafa hlotið viðurkenningu úr Verðlaunasjóði Bergþóru og Þorsteins Schevings Thorsteinssonar lyfsala.
Þann 25. janúar sl. afhenti Jón Sigvaldason Rannsóknasjóði Ingibjargar R. Magnúsdóttur gjafabréf að upphæð 100 þúsund krónur. Gjöfin er til minningar um eigikonu hans, Mary Alberty Sigurjónsdóttur heilsuverndarhjúkrunarkonu.
Úthlutað var úr Minningarsjóði Þorvalds Finnbogasonar stúdents við hátíðlega athöfn í Norræna húsinu í dag, þriðjudaginn 21. desember. Styrkinn hlaut að þessu sinni Eiríkur Þór Ágústsson, BS-nemi í rafmagns- og tölvuverkfræði við Háskóla Íslands.
Þorsteinn Vilhjálmsson, prófessor í eðlisfræði og vísindasögu, hefur hlotið styrk úr Almanakssjóði til að vinna að útgáfu á bókinni Efni og eindir, ljós og skammtar, með þýðingu á ritgerðum eftir Albert Einstein frá árinu 1905 ásamt inngangsorðum og öðru stoðefni fyrir almenna íslenska lesendur.