Ingimar Jóhannsson, BS-nemi í Umhverfis- og byggingarverkfræði, hefur hlotið viðurkenningu úr Minningarsjóði Þorvalds Finnbogasonar stúdents.
Tveir styrkir hafa verið veittir til rannsókna á sviði ljósmóðurfræða úr Minningarsjóði Bjargar Magnúsdóttur ljósmóður og Magnúsar Jónassonar bónda.
Veittur hefur verið styrkur að upphæð 1,6 milljón króna úr Styrktarsjóði Stofnunar Vigdísar Finnbogadóttur til að standa straum af útgáfu tímaritsins „Milli mála“ og bókarinnar „Latína er list mæt“.
Þrír doktorsnemar í hjúkrunarfræði hlutu í dag, 8. október, styrk úr Rannsóknasjóði Ingibjargar R. Magnúsdóttur. Styrkhafarnir eru Ásta B. Pétursdóttir, Berglind Hálfdánsdóttir og Rannveig J. Jónasdóttir.
Ana Maria Cruz, prófessor við Kyoto-háskóla og sérfræðingur í hamfarafræðum, heimsækir Háskóla Íslands dagana 1.-5. september og heldur erindi í tveimur málstofum.
Stjórn Styrkarsjóðs Áslaugar Hafliðadóttur á fyrsta fundi sínum.
Tíu starfsmenn Háskóla Íslands hafa hlotið styrki úr Eggertssjóði til rannsókna og tækjakaupa er tengjast rannsóknum. Styrkirnir nema samtals 8,6 milljónum króna.
Fimm nemendur og háskólakennari fengu styrk úr Watanabe-styrktarsjóðnum við hátíðlega athöfn í Háskóla Íslands í dag. Styrkirnir nýtast til náms og rannsókna annaðhvort á Íslandi eða í Japan og hafa það að markmiði að efla tengsl íslensks og japansks fræðasamfélags. Heildarupphæð styrkjanna nemur nærri sjö milljónum króna.
Þrír styrkir til rannsókna á sviði bæklunarlækninga með áherslu á stoðkerfissjúkdóma hafa verið veittir úr Sjóði Sigríðar Lárusdóttur. Styrkhafarnir eru Eyþór Örn Jónsson læknir, Sigurbergur Kárason, yfirlæknir svæfinga- og gjörgæsludeildar á Lsp og dósent við HÍ, og Björn Guðbjörnsson, sérfræðingur í gigtlækningum og prófessor við HÍ.
Fjórir doktorsnemar við Lyfjafræðideild Háskóla Íslands, þau Anna Bryndís Blöndal, Ása Bryndís Guðmundsdóttir, Natalia Magdalena Pich og Zoltán Fülöp, hafa hlotið viðurkenningu úr Verðlaunasjóði Bergþóru og Þorsteins Schevings Thorsteinssonar.
„Háskóli Íslands er stolt okkar Íslendinga,“ segir Bent Scheving Thorsteinsson, einn helsti velgjörðarmaður skólans.
Kristín Georgsdóttir, hjúkrnarfræðinemi við Háskóla Íslands, hlaut á dögunum viðurkenningu úr Minningarsjóði Guðrúnar Marteinsdóttur fyrir framúrskarandi námsárangur í heilsugæsluhjúkrun í BS-námi.