Úthlutað var úr Þórsteinssjóði, 3. desember sl., fimm styrkjum til blindra og sjónskertra stúdenta við Háskóla Íslands en undanfarin ár hefur háskólinn lagt áherslu á að blindir og sjónskertir njóti jafnræðis á við aðra og eigi sömu möguleika til náms og þeir. Þetta er í fimmta skipti sem úthlutað er úr sjóðnum.
Dr. Ragnar Sigbjörnsson, prófessor í umhverfis- og byggingarverkfræðideild Háskóla Íslands og forstöðumaður Rannsóknarmiðstöðvar í jarðskjálftaverkfræði við Verkfræðistofnun Háskóla Íslands (VHÍ), hefur hlotið viðurkenningu Starfssjóðs Verkfræðistofnunar Háskóla Íslands.
Þrír doktorsnemar í hjúkrunarfræði hlutu í dag, 2. október, styrk úr Rannsóknasjóði Ingibjargar R. Magnúsdóttur. Styrkhafarnir eru: Marianne Elisabeth Klinke, MS í hjúkrunarfræði, Rannveig J. Jónasdóttir, MS í hjúkrunarfræði og Þórunn Scheving Elíasdóttir, MS í hjúkrunarfræði.
Elsebeth Korsgaard Sorensen, prófessor í menntunarfræðum við Háskólann í Árósum, hlaut á dögunum styrk úr Sjóði Selmu og Kays Langvads við Háskóla Íslands. Sjóðnum er ætlað að styrkja menningarleg tengsl Íslands og Danmerkur og nemur styrkurinn 75 þúsund dönskum krónum, jafnvirði um einnar og hálfrar milljónar íslenskra króna.
Tveir doktorsnemar í lyfjafræði við Háskóla Íslands, Indverjarnir Varsha A. Kale og Vivek S. Gaware, fengu styrk úr Verðlaunasjóði Bergþóru og Þorsteins Schevings Thorsteinssonar lyfsala í gær, mánudaginn 4. júní.
Tvær ljósmæður í doktorsnámi við Háskóla Íslands fengu í dag styrki úr Minningarsjóði Bjargar Magnúsdóttur ljósmóður og Magnúsar Jónassonar bónda. Úthlutað var í fyrsta skipti úr sjóðnum. Heildarupphæð styrkjanna nemur einni og hálfri milljón króna.
Fjórir fengu í dag styrki úr Watanabe-styrktarsjóðnum við athöfn í Hátíðasal Háskóla Íslands. Þar á meðal er japanskur háskólanemi, sem er mikill aðdáandi Halldórs Laxness, og lektor við Háskóla Íslands sem vill auka rannsóknarsamstarf á milli háskólans og japanskra rannsóknarstofnana.
Styrkur hefur verið veittur úr Almanakssjóði til útgáfu Raustar, tímarits um raunvísindi og stærðfræði.
Úthlutað var úr Styrktarsjóði Margaretar og Bents Schevings Thorsteinssonar í dag. Styrki hlutu tveir nemendur við Háskóla Íslands, Esther Ösp Valdimarsdóttir og Hjördís Sigursteinsdóttir.
Úthlutað var úr Minningarsjóði Þorvalds Finnbogasonar, stúdents, 21. desember 2011 í Norræna húsinu.
Þórsteinssjóður úthlutar í dag, föstudag 2. desember, fjórum styrkjum; þremur námsstyrkjum til blindra og sjónskertra stúdenta við Háskóla Íslands og einum styrk vegna rannsóknar. Upphæð styrkjanna nemur samtals tveimur miljónum króna.
Menningar- og framfarasjóður Ludvigs Storr úthlutar 20 milljónum. Stjórn Menningar- og framfarasjóðs Ludvigs Storr úthlutar í dag styrkjum til sex einstaklinga og fimm verkefna.