Herbjörg Andrésdóttir, BS-nemi í Umhverfis- og byggingarverkfræði, hefur hlotið viðurkenningu úr Minningarsjóði Þorvalds Finnbogasonar stúdents. Frú Vigdís Finnbogadóttir, systir Þorvalds, afhenti styrkinn við hátíðlega athöfn í Hannesarholti í dag, laugardaginn 21. desember.
Sigríður Sía Jónsdóttir, lektor við Háskólann á Akureyri hefur hlotið hefur styrk úr úr Minningarsjóði Bjargar Magnúsdóttur ljósmóður og Magnúsar Jónassonar bónda við Háskóla Íslands. Styrkupphæðin nemur einni milljón króna.
Úthlutað var úr Þórsteinssjóði, 3. desember sl., fimm styrkjum til blindra og sjónskertra stúdenta við Háskóla Íslands. Þetta er í sjötta skipti sem úthlutað er úr sjóðnum. Upphæð styrkjanna nemur samtals tveimur milljónum króna.
Veittur hefur verið styrkur úr Styrktarsjóði Margaretar og Bents Schevings Thorsteinsonar til rannsóknar á félagasamskiptum og einelti meðal barna og unglinga af erlendum uppruna. Styrkhafi er Eyrún María Rúnarsdóttir.
Tveir doktorsnemar í hjúkrunarfræði hafa hlotið styrk úr Rannsóknasjóði Ingibjargar R. Magnúsdóttur. Styrkhafarnir eru Kristín Þórarinsdóttir og Margrét Gísaldóttir, báðar MS í hjúkrunarfræði.
Dr. Birna Bjarnadóttir hefur nýverið hlotið styrk úr Sjóði Páls Guðmundssonar frá Rjúpnafelli að upphæð kr. 300.000 til að rannsaka frjómagn evrópskra hugarheima í íslenskum nútímabókmenntum.
Tveimur styrkjum var úthlutað úr Styrktarsjóði Sigríðar Lárusdóttur þriðjudaginn 25. júní sl. Styrkirnir renna til rannsókna á stoðkerfissjúkdómum sem Sigurveig Pétursdóttir bæklunarskurðlæknir og Guðrún Lilja Óladóttir læknir standa að.
Tveir styrkir voru veittir til rannsókna á sviði íslenskrar myndlistar úr Styrktarsjóði Listasafns Háskóla Íslands 10. júní sl. Styrkhafar eru Birta Guðjónsdóttir, myndlistarmaður og sýningarstjóri, og Jóhannes Dagsson, doktor í fagurfræði. Hvort um sig hlýtur styrk að upphæð kr. 300.000.
Þrír styrkir til rannsókna í barnalækningum voru veittir úr Verðlaunasjóði Óskars Þórðarsonar læknis í Háskóla Íslands í dag. Styrkhafarnir eru Þórólfur Guðnason, Ingibjörg Georgsdóttir og Þórður Þórkelsson.
Þrír fengu í dag styrki úr Watanabe-styrktarsjóðnum við HÍ. Tveir nemendur í BA-námi í japönsku við Háskóla Íslands, þær Jóna Björk Jónsdóttir og Sólrún Skúladóttir, fengu styrk til námsdvalar í Japan. Þá fékk Jón Karl Helgason, prófessor við Íslensku- og menningardeild á Hugvísindasviði Háskóla Íslands, styrk til að sinna rannsóknum í Japan.
Fjórir doktorsnemar við Lyfjafræðideild Háskóla Íslands, þau Anna Bryndís Blöndal, Ása Bryndís Guðmundsdóttir, Natalia Magdalena Pich og Zoltán Fülöp, hafa hlotið viðurkenningu úr Verðlaunasjóði Bergþó
Úthlutað var úr Minningarsjóði Þorvalds Finnbogasonar stúdents við hátíðlega athöfn í dag, 21. desember 2012, í Norræna húsinu.