Ingibjörg R. Magnúsdóttir og Kristín Ingólfsdóttir, rektor Háskóla Íslands.

Þann 2. júlí færði Ingibjörg R. Magnúsdóttir Háskóla Íslands afar rausnarlega gjöf er hún bætti 1.750.000 krónum í sjóð sem starfar í hennar nafni við Rannsóknarstofnun í hjúkrunarfræði.

Frá úthlutun.

Þann 19. febrúar árið 2008 var úthlutað í fjórða sinn úr Verðlaunasjóði Bergþóru og Þorsteins Scheving Thorsteinssonar lyfsala.

Ármann Snævarr, Helga M. Ögmundsdóttir, Sören Langvad, Kristín Ingólfsdóttir og Helga Brá Árnadóttir.

Helga M. Ögmundsdóttir, prófessor við Háskóla Íslands, hlaut í dag rannsóknarstyrk úr sjóði Selmu og Kays Langvads. Kristín Ingólfsdóttir, rektor Háskóla Íslands, afhenti styrkinn sem hljóðar upp á 75.000 danskar krónur eða 975.000 íslenskar krónur.

Frá styrkveitingu á Háskólatorgi

Á alþjóðadegi fatlaðra mánudaginn 3. desember var í fyrsta sinn úthlutað styrkjum til blindra og sjónskertra nemenda til náms við Háskóla Íslands. Styrkirnir voru veittir úr Þórsteinssjóði og afhenti rektor Háskóla Íslands, Kristín Ingólfsdóttir, þá við hátíðlega athöfn á nývígðu Háskólatorgi.

Bent Scheving Thorsteinsson

60 milljón króna framlag Margareta og Bent Scheving Thorsteinson til Styrktarsjóða Háskóla Íslands. Styrkjum til meistara- og doktorsnáms fjölgar.

Birna Bjarnadóttir

Dr. Birna Bjarnadóttir hefur hlotið styrk úr Sjóði Páls Guðmundssonar frá Rjúpnafelli til að rannsaka brot úr sögu fagurfræðinnar í íslenskum bókmenntum nítjándu aldar.

Erlendur Haraldsson, prófessor emeritus, stofnaði Styrktarsjóð Erlendar Haraldsson við Háskóla Íslands árið 2007 og heyrir sjóðurinn undir Styrktarsjóði HÍ.

Nýr styrktarsjóður hefur verið stofnaður við Háskóla Íslands, Styrktarsjóður Erlendar Haraldssonar. Stofnskrá sjóðsins var undirrituð í dag af Kristínu Ingólfsdóttur rektor og Erlendi Haraldssyni, stofnanda sjóðsins.

Viðurkenningarskjal í ramma á borði með blómaskreytingu í haustlitum

Úthlutað var í fjórða skipti úr Verðlaunasjóði Óskars Þórðarsonar, 27. febrúar 2007.Viðar Eðvarðsson barnalæknir við Landspítala – háskólasjúkrahús hefur hlotið viðurkenningu úr Verðlaunasjóði Óskars Þórðarsonar læknis fyrir rannsóknir á steinsjúkdómi í nýrum.

Blómaskreyting

Þann 31. janúar árið 2007 voru veittar tvær viðurkenningar úr Verðlaunasjóði Bergþóru og Þorsteins Scheving Thorsteinssonar lyfsala. Úthlutunin fór fram við hátíðlega athöfn í Skólabæ.

""

Stofnaður hefur verið nýr styrktarsjóður til styrktar blindum og sjónskertum við Háskóla Íslands – Þórsteinssjóður. Sjóðurinn er stofnaður af Blindravinafélagi Íslands.

Blómaskreyting á viðurkenningarskjali

Á ársfundi Verkfræðistofnunar sem haldinn verður í dag í Öskju, Náttúrufræðihúsi Háskóla Íslands, kl. 15, verður úthlutað úr Styrktarsjóðum Háskóla Íslands. Veitt verða verðlaun að upphæð kr. 200.000 úr Minningarsjóði Jóns Þorlákssonar verkfræðings til fjögurra bestu meistaranema í verkfræði.

Aðalbygging Háskóla Íslands ber við bláan himinn.

Tvö rannsóknarverkefni í samstarfi íslenskra og danskra vísindamanna hljóta styrk úr sjóði Selmu og Kays Langvads við Háskóla Íslands árið 2006 að fjárhæð 100.000 þúsund danskra króna.