Þann 2. júlí færði Ingibjörg R. Magnúsdóttir Háskóla Íslands afar rausnarlega gjöf er hún bætti 1.750.000 krónum í sjóð sem starfar í hennar nafni við Rannsóknarstofnun í hjúkrunarfræði.
Þann 19. febrúar árið 2008 var úthlutað í fjórða sinn úr Verðlaunasjóði Bergþóru og Þorsteins Scheving Thorsteinssonar lyfsala.
Helga M. Ögmundsdóttir, prófessor við Háskóla Íslands, hlaut í dag rannsóknarstyrk úr sjóði Selmu og Kays Langvads. Kristín Ingólfsdóttir, rektor Háskóla Íslands, afhenti styrkinn sem hljóðar upp á 75.000 danskar krónur eða 975.000 íslenskar krónur.
Á alþjóðadegi fatlaðra mánudaginn 3. desember var í fyrsta sinn úthlutað styrkjum til blindra og sjónskertra nemenda til náms við Háskóla Íslands. Styrkirnir voru veittir úr Þórsteinssjóði og afhenti rektor Háskóla Íslands, Kristín Ingólfsdóttir, þá við hátíðlega athöfn á nývígðu Háskólatorgi.
60 milljón króna framlag Margareta og Bent Scheving Thorsteinson til Styrktarsjóða Háskóla Íslands. Styrkjum til meistara- og doktorsnáms fjölgar.
Dr. Birna Bjarnadóttir hefur hlotið styrk úr Sjóði Páls Guðmundssonar frá Rjúpnafelli til að rannsaka brot úr sögu fagurfræðinnar í íslenskum bókmenntum nítjándu aldar.
Nýr styrktarsjóður hefur verið stofnaður við Háskóla Íslands, Styrktarsjóður Erlendar Haraldssonar. Stofnskrá sjóðsins var undirrituð í dag af Kristínu Ingólfsdóttur rektor og Erlendi Haraldssyni, stofnanda sjóðsins.
Úthlutað var í fjórða skipti úr Verðlaunasjóði Óskars Þórðarsonar, 27. febrúar 2007.Viðar Eðvarðsson barnalæknir við Landspítala – háskólasjúkrahús hefur hlotið viðurkenningu úr Verðlaunasjóði Óskars Þórðarsonar læknis fyrir rannsóknir á steinsjúkdómi í nýrum.
Þann 31. janúar árið 2007 voru veittar tvær viðurkenningar úr Verðlaunasjóði Bergþóru og Þorsteins Scheving Thorsteinssonar lyfsala. Úthlutunin fór fram við hátíðlega athöfn í Skólabæ.
Stofnaður hefur verið nýr styrktarsjóður til styrktar blindum og sjónskertum við Háskóla Íslands – Þórsteinssjóður. Sjóðurinn er stofnaður af Blindravinafélagi Íslands.
Á ársfundi Verkfræðistofnunar sem haldinn verður í dag í Öskju, Náttúrufræðihúsi Háskóla Íslands, kl. 15, verður úthlutað úr Styrktarsjóðum Háskóla Íslands. Veitt verða verðlaun að upphæð kr. 200.000 úr Minningarsjóði Jóns Þorlákssonar verkfræðings til fjögurra bestu meistaranema í verkfræði.
Tvö rannsóknarverkefni í samstarfi íslenskra og danskra vísindamanna hljóta styrk úr sjóði Selmu og Kays Langvads við Háskóla Íslands árið 2006 að fjárhæð 100.000 þúsund danskra króna.