Fimm blindir og sjónskertir stúdentar við Háskóla Íslands fengu styrk úr Þórsteinssjóði við skólann 3. desember sl. Þetta er í sjöunda skipti sem úthlutað er úr sjóðnum og nemur upphæð styrkjanna samtals tólf hundruð þúsund krónum.
Nýr styrktarsjóður hefur verið stofnaður við Háskóla Íslands. Sjóðurinn ber heitið Ingjaldssjóður og er stofnaður til minningar um Ingjald Hannibalsson, prófessor við Viðskiptafræðideild skólans. Ingjaldur, sem lést fyrir rúmu ári, arfleiddi háskólann að öllum eigum sínum.
Styrkur til rannsókna á sviði bæklunarlækninga með áherslu á stoðkerfissjúkdóma var veittur úr Sjóði Sigríðar Lárusdóttur við Háskóla Íslands 2. október sl. Styrkhafi er Stefán Ólafsson, sjúkraþjálfari MTc, og nemur styrkurinn 500 þúsund krónum. Þetta í þriðja sinn sem úthlutað er úr sjóðnum.
Tveir styrkir voru veittir úr Rannsóknasjóði Ingibjargar R. Magnúsdóttur 6. október sl. til doktorsrannsókna á meðferðarsamræðum tengdum krabbameini og kynlífi annars vegar og við foreldra unglinga með ADHD hins vegar.
Anna Helga Jónsdóttir, aðjúnkt í tölfræði við Raunvísindadeild Háskóla Íslands, hefur hlotið styrk úr Sjóði Selmu og Kays Langvads/Selma og Kay Langvads Legat til að efla samskipti og rannsóknarsamstarf Háskóla Íslands við danskar vísindastofnanir og háskóla. Stjórn sjóðsins afhenti styrkinn 29. júní sl. í Háskóla Íslands.
Fimm ungir vísindamenn við Háskóla Íslands hafa hlotið styrki úr Eggertssjóði til rannsókna og tækjakaupa er tengjast rannsóknum. Styrkirnir nema samtals fimm milljónum króna. Styrkirnir voru afhentir við athöfn á Háskólatorgi 24. júní.
Verkefni sem snýr að börnum sem glíma við offitu og fjölskyldum þeirra og rannsóknarverkefni um fæðuofnæmi hjá íslenskum börnum hlutu styrk úr Verðlaunasjóði Óskars Þórðarsonar læknis í Háskóla Íslands miðvikudaginn 27. maí.
Fjórir styrkir hafa verið veittir úr Styrktarsjóði Áslaugar Hafliðadóttur til eflingar íslenskri tungu.
Sjö styrkjum var í dag úthlutað til íslenskra og japanskra nemenda og vísindamanna úr Watanabe-styrktarsjóðnum við Háskóla Íslands við athöfn í Hátíðasal skólans að viðstöddum Toshizo Watanabe, stofnanda sjóðsins.
Þorsteinn Vilhjálmsson, prófessor emeritus í eðlisfræði og vísindasögu, hefur hlotið styrk úr Almanakssjóði til að vinna að útgáfu bókar með vinnuheitinu Agnir – afstæðir – skammtar. Bókin mun geyma greinar eftir Albert Einstein frá árinu 1905 og annað stoðefni fyrir íslenska lesendur.
veir doktorsnemar við Lyfjafræðideild Háskóla Íslands, þau Chutimon Muankaew og Ingólfur Magnússon, hafa hlotið viðurkenningu úr Verðlaunasjóði Bergþóru og Þorsteins Schevings Thorsteinssonar lyfsala.
Einn af mestu velunnurum Háskóla Íslands á síðustu árum, Bent Scheving Thorsteinsson, lést á Landspítalanum 7. janúar sl. á 93. aldursári. Bent Scheving Thorsteinsson var fæddur þann 12. janúar 1922. Hann var sonur Guðrúnar Sveinsdóttur og Þorsteins Schevings Thorsteinssonar lyfsala.