Frá undirritun skipulagsskrár hins nýja sjóðs. Standandi frá vinstri: Árni Sigfússon, Guðrún Pétursdóttir, Þór Sigfússon, Halldóra Vífilsdóttir og Hermann Kristjánsson. Sitjandi eru Jón Atli Benediktsson og Bergþóra Karen Ketilsdóttir.

Nýsköpunarsjóður dr. Þorsteins Inga Sigfússonar, eðlisfræðings, hefur verið stofnaður undir hatti Styrktarsjóða Háskóla Íslands.

Gústav Adolf B Sigurbjörnsson, doktorsnemi í heimspeki við Sagnfræði- og heimspekideild Háskóla Íslands, hefur hlotið viðurkenningu úr Heimspekisjóði Brynjólfs Bjarnasonar til rannsókna á eðli samskiptaerfiðleika, sérstaklega þeim sem eiga sér stað milli ólíkra samfélaghópa og því óréttlæti sem af slíku getur hlotist þegar valdastaða þeirra er ójöfn.

Gústav Adolf B Sigurbjörnsson, doktorsnemi í heimspeki við Sagnfræði- og heimspekideild Háskóla Íslands, hefur hlotið viðurkenningu úr Heimspekisjóði Brynjólfs Bjarnasonar. Þetta er í annað skipti sem úthlutað er úr sjóðnum og nemur styrkurinn 200.000 þúsund krónum.

Carmen Quintana Cocolina, doktorsnemi í spænsku við Mála- og menningardeild, Joe Wallace Walser III, doktorsnemi í fornleifafræði við Sagnfræði- og heimspekideild, og Katelin M. Parsons, doktorsnemi í íslenskum bókmenntum við Íslensku- og menningardeild hljóta styrk úr úr nýstofnuðum Menntasjóði Hugvísindasviðs.

Þrír styrkir hafa verið veittir til doktorsnema úr nýstofnuðum Menntasjóði Hugvísindasviðs. Styrkhafar eru Carmen Quintana Cocolina, doktorsnemi í spænsku, Joe Wallace Walser III, doktorsnemi í fornleifafræði, og Katelin M. Parsons, doktorsnemi í íslenskum bókmenntum.

Íris Dögg Rúnarsdóttir, MS í talmeinafræði, Jóhanna Thelma Einarsdóttir, dósent í talmeinafræði við Heilbrigðisvísindasvið og Menntavísindasvið, og Anna Lísa Pétursdóttir, MS í talmeinafræði, með bókina nýju.

Komin er út bókin Tíðni orða í tali barna sem var unnin með styrk úr Styrktarsjóði Áslaugar Hafliðadóttur við Háskóla Íslands.

Bjarni Karlsson, prestur við Haf - sálgæslu- og sálfræðiþjónustu, hefur hlotið styrk úr Starfssjóði Guðfræðistofnunar Háskóla Íslands til að bregðast við athugasemdum andmælenda við doktorsritgerð sem hann mun verja nú í vor.

Bjarni Karlsson, prestur við Haf - sálgæslu- og sálfræðiþjónustu, hefur hlotið styrk úr Starfssjóði Guðfræðistofnunar Háskóla Íslands til að bregðast við athugasemdum andmælenda við doktorsritgerð sem hann mun verja nú í vor. Styrkupphæðin er 300.000 kr.

Styrkþegar og fulltrúar þeirra við afhendingu viðurkenninganna í Norræna húsinu ásamt rektor Háskóla Íslands, stjórn sjóðsins og Margaret og Guðrúnu Scheving Thorsteinsson.

Sex doktorsnemar við Lyfjafræðideild Háskóla Íslands hafa hlotið viðurkenningu úr Verðlaunasjóði Bergþóru og Þorsteins Schevings Thorsteinssonar lyfsala við Háskóla Íslands.

Frá úthlutun styrkjanna á ráðstefnunni Í fararbroddi: Rannsóknir í hjúkrunar- og ljósmóðurfræði á dögunum. Á myndinni má sjá styrkþega, stjórn sjóðsins, rektor HÍ og þær Ingibjörgu R. Magnúsdóttur, fyrrverandi námsbrautarstjóra við Hjúkrunarfræðideild, og Mörgu Thome, prófessor emeritu í hjúkrunarfræði.

Þrír styrkir hafa verið veittir til rannsókna á sviði ljósmóðurfræða úr Minningarsjóði Bjargar Magnúsdóttur ljósmóður og Magnúsar Jónassonar bónda. T

 
Styrkhafarnir fjórir við úthlutun styrkjanna á rektorsskrifstofu. Frá vinstri: Sólveig Steinþórsdóttir, Bryndís Guðjónsdóttir, Lárus Sindri Lárusson og Pétur Eggertsson.

Þrír tónlistarnemendur í framhaldsnámi og einn nemandi í viðskiptafræði erlendis fengu á dögunum styrk úr Ingjaldssjóði við Háskóla Íslands. Þetta er í fjórða sinn sem úthlutað er úr sjóðnum og er heildarupphæð úthlutaðra styrkja 3 milljónir króna.

Sigurður Egilsson tekur við styrk frá Vigdísi Finnbogadóttur.

Sigurður Egilsson, BS-nemi í umhverfis- og byggingarverkfræði við Umhverfis- og byggingarverkfræðideild Háskóla Íslands, hefur hlotið styrk úr Minningarsjóði Þorvalds Finnbogasonar stúdents. Frú Vigdís Finnbogadóttir, systir Þorvalds, afhenti styrkinn við hátíðlega athöfn á Litla torgi.

Daníel Þór Guðmundsson verðlaunahafi ásamt þeim Vigdísi Finnbogadóttur, fyrrverandi forseta Íslands, Jóni Atla Benediktssyni, rektor Háskóla Íslands, og Sigurði Magnúsi Garðarssyni, forseta Verkfræði- og náttúruvísindasviðs Háskóla Íslands.

Daníel Þór Guðmundsson, BS-nemi á þriðja ári í hugbúnaðarverkfræði við Iðnaðarverkfræði-, vélaverkfræði- og tölvunarfræðideild Háskóla Íslands, hefur hlotið styrk úr Minningarsjóði Þorvalds Finnbogasonar stúdents. Frú Vigdís Finnbogadóttir, systir Þorvalds, afhenti styrkinn við hátíðlega athöfn á Litla torgi.

Styrkþegar við styrkveitingu í norræna húsinu.

Rannsókn sem miðar að því að kanna reynslu blindra og sjónskertra kvenna af ofbeldi og nauðung hlaut styrk úr Þórsteinssjóði við Háskóla Íslands 4. desember. Þetta er í áttunda skipti sem styrkjum er úthlutað úr sjóðnum og nemur upphæð styrkjanna  samtals þremur milljónum króna.

Frá afhendingu styrkjanna í Norræna húsinu. Frá vinstri: Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands, Helga Eysteinsdóttir, fulltrúi Blindravinafélagsins í stjórn Þórsteinssjóðs, Eliona Gjecaj, doktorsnemi í fötlunarfræði, Rannveig Traustadóttir, prófessor og formaður stjórnar Þórsteinssjóðs, Jón Reynir Sigurðsson tók við styrknum fyrir hönd dóttur sinnar, Sigríðar Hlínar Jónsdóttur M.Ed.-nema, og María Dóra Björnsdóttir, deildarstjóri Náms- og starfsráðgjafar HÍ og stjórnarmaður í Þórsteinssjóði.

Tveir námsstyrkir hafa verið veittir úr Þórsteinssjóði til blindra og sjónskertir stúdentar við Háskóla Íslands. Þetta er í níunda skipti sem styrkjum er úthlutað úr sjóðnum og nemur upphæð styrkjanna  samtals hálfri milljón króna.