Nýsköpunarsjóður dr. Þorsteins Inga Sigfússonar, eðlisfræðings, hefur verið stofnaður undir hatti Styrktarsjóða Háskóla Íslands.
Gústav Adolf B Sigurbjörnsson, doktorsnemi í heimspeki við Sagnfræði- og heimspekideild Háskóla Íslands, hefur hlotið viðurkenningu úr Heimspekisjóði Brynjólfs Bjarnasonar. Þetta er í annað skipti sem úthlutað er úr sjóðnum og nemur styrkurinn 200.000 þúsund krónum.
Þrír styrkir hafa verið veittir til doktorsnema úr nýstofnuðum Menntasjóði Hugvísindasviðs. Styrkhafar eru Carmen Quintana Cocolina, doktorsnemi í spænsku, Joe Wallace Walser III, doktorsnemi í fornleifafræði, og Katelin M. Parsons, doktorsnemi í íslenskum bókmenntum.
Komin er út bókin Tíðni orða í tali barna sem var unnin með styrk úr Styrktarsjóði Áslaugar Hafliðadóttur við Háskóla Íslands.
Bjarni Karlsson, prestur við Haf - sálgæslu- og sálfræðiþjónustu, hefur hlotið styrk úr Starfssjóði Guðfræðistofnunar Háskóla Íslands til að bregðast við athugasemdum andmælenda við doktorsritgerð sem hann mun verja nú í vor. Styrkupphæðin er 300.000 kr.
Sex doktorsnemar við Lyfjafræðideild Háskóla Íslands hafa hlotið viðurkenningu úr Verðlaunasjóði Bergþóru og Þorsteins Schevings Thorsteinssonar lyfsala við Háskóla Íslands.
Þrír styrkir hafa verið veittir til rannsókna á sviði ljósmóðurfræða úr Minningarsjóði Bjargar Magnúsdóttur ljósmóður og Magnúsar Jónassonar bónda. T
Þrír tónlistarnemendur í framhaldsnámi og einn nemandi í viðskiptafræði erlendis fengu á dögunum styrk úr Ingjaldssjóði við Háskóla Íslands. Þetta er í fjórða sinn sem úthlutað er úr sjóðnum og er heildarupphæð úthlutaðra styrkja 3 milljónir króna.
Sigurður Egilsson, BS-nemi í umhverfis- og byggingarverkfræði við Umhverfis- og byggingarverkfræðideild Háskóla Íslands, hefur hlotið styrk úr Minningarsjóði Þorvalds Finnbogasonar stúdents. Frú Vigdís Finnbogadóttir, systir Þorvalds, afhenti styrkinn við hátíðlega athöfn á Litla torgi.
Daníel Þór Guðmundsson, BS-nemi á þriðja ári í hugbúnaðarverkfræði við Iðnaðarverkfræði-, vélaverkfræði- og tölvunarfræðideild Háskóla Íslands, hefur hlotið styrk úr Minningarsjóði Þorvalds Finnbogasonar stúdents. Frú Vigdís Finnbogadóttir, systir Þorvalds, afhenti styrkinn við hátíðlega athöfn á Litla torgi.
Rannsókn sem miðar að því að kanna reynslu blindra og sjónskertra kvenna af ofbeldi og nauðung hlaut styrk úr Þórsteinssjóði við Háskóla Íslands 4. desember. Þetta er í áttunda skipti sem styrkjum er úthlutað úr sjóðnum og nemur upphæð styrkjanna samtals þremur milljónum króna.
Tveir námsstyrkir hafa verið veittir úr Þórsteinssjóði til blindra og sjónskertir stúdentar við Háskóla Íslands. Þetta er í níunda skipti sem styrkjum er úthlutað úr sjóðnum og nemur upphæð styrkjanna samtals hálfri milljón króna.