Doktorssjóður Styrktarsjóða Háskóla Íslands hefur verið settur á laggirnar og grundvallast á sameiningu sjóða sem ekki hafa verið virkir um árabil, tengjast ekki ákveðnum fræðasviðum og/eða deildum í Háskóla Íslands og heyra undir Styrktarsjóði Háskóla Íslands.
Rannsókn sem miðar að því að varpa ljósi á einelti og ofbeldi á fyrri tíð hefur hlotið styrk úr Styrktarsjóði Margaretar og Bents Schevings Thorsteinssonar við HÍ. Styrkhafi er Marín Árnadóttir, meistaranemi í sagnfræði við Sagnfræði- og heimspekideild á Hugvísindasviði Háskóla Íslands. Heildarupphæð styrksins nemur 1,2 milljónum króna.
Þrír tónlistarnemendur í framhaldsnámi erlendis fengu á dögunum styrk úr Ingjaldssjóði við Háskóla Íslands. Þetta er í þriðja sinn sem úthlutað er úr sjóðnum og er heildarupphæð úthlutaðra styrkja kr. 2.250.000.
Fjórir nemendur í stærðfræði við Háskóla Íslands hafa hlotið viðurkenningu úr Verðlaunasjóði Sigurðar Helgasonar prófessors fyrir frábæran námsárangur. Heildarupphæð verðlauna er 8.000 bandaríkjadalir, jafnvirði nærri 900 þúsund króna.
Þrír barnalæknar hafa hlotið viðurkenningu úr Verðlaunasjóði Óskars Þórðarsonar læknis fyrir árangur í rannsóknum.
Tólf vísindamenn og nemendur við Háskóla Íslands eru á leiðinni til Japans til náms og rannsókna og fjórir japanskir nemendur koma til náms við Háskóla Íslands fyrir tilstilli Watanabe-styrktarsjóðsins við Háskóla Íslands.
Þrír styrkir hafa verið veittir til rannsókna á sviði bæklunarlækninga með áherslu á stoðkerfissjúkdóma úr Sjóði Sigríðar Lárusdóttur við Háskóla Íslands.
Tíu styrkir hafa verið veittir úr Styrktarsjóði Áslaugar Hafliðadóttur til verkefna sem öll miða að því að efla íslenska tungu á tímum hraðra tæknibreytinga.
Fjórir doktorsnemar við Lyfjafræðideild Háskóla Íslands hafa hlotið viðurkenningu úr Verðlaunasjóði Bergþóru og Þorsteins Schevings Thorsteinssonar lyfsala.
Gunnar Marel Hinriksson, meistaranemi við Sagnfræði- og heimspekideild Háskóla Íslands, hlýtur styrk úr Sagnfræðisjóði Björns Þorsteinssonar til að rannsaka stjórnkerfi einveldis Danakonungs á Íslandi á síðari hluta 17. aldar.
Valentin Oliver Loftsson, BS-nemi í hugbúnaðarverkfræði, hefur hlotið styrk úr Minningarsjóði Þorvalds Finnbogasonar stúdents. Frú Vigdís Finnbogadóttir, systir Þorvalds, afhenti styrkinn við hátíðlega athöfn á Litla torgi í dag, fimmtudaginn 21. desember.
Á haustmánuðum 2016 komu saman margir að frestum sérfræðingum heims á sviði stoðtækjaframleiðslu til fundar og stefnumótunar í Háskóla Íslands í tengslum við nýstofnaðan rannsóknasjóð stoðtækjaframleiðendanna Össurar og Ottobock við skólann.