Veittir hafa verið fimm styrkir úr Eggertssjóði til vísindamanna við Háskóla Íslands, þrír til rannsókna og tveir til tækjakaupa sem tengjast rannsóknum. Styrkirnir nema samtals fimm milljónum króna og voru afhentir við athöfn á Háskólatorgi 14. september.
Rannsókn sem miðar að því að kanna hvort andlegur innblástur eigi við í nútímanum í sköpun lista og þá með hvaða hætti hlaut styrk á dögunum úr Styrktarsjóði Erlendar Haraldssonar.
Rannsókn sem miðar að því að greina kynferðiseinelti í íslenskri skólamenningu hefur hlotið styrk úr Styrktarsjóði Margaretar og Bents Schevings Thorsteinsonar við Háskóla Íslands. Styrkhafi er Rannveig Ágústa Guðjónsdóttir.
Tvær rannsóknir, sem miða að því að greina bestu aðferðir til að vinna gegn einelti og skoða einelti út frá viðhorfum nemenda og kennara, hafa hlotið styrki úr Styrktarsjóði Margaretar og Bents Schevings Thorsteinsonar við Háskóla Íslands.
Ellefu nemendur og starfsmenn Háskóla Íslands og þrír nemendur og starfsmenn við japanska háskóla hljóta styrki úr Watanabe-styrktarsjóðnum við Háskóla Íslands í ár.
„Ýmsar rannsóknir gefa vísbendingar um, að bæði sé líf á undan og eftir þessu.“ Þetta segir Erlendur Haraldsson, fyrrverandi prófessor í sálfræði við Háskóla Íslands og stofnandi Styrktarsjóðs Erlendar Haraldssonar, en hann hefur rannsakað ítarlega fyrirbæri, sem flestir vísindamenn hafa sniðgengið; spurninguna um sjálft handanlífið.
Níu styrkir voru nýverið veittir úr Styrktarsjóði Áslaugar Hafliðadóttur til eflingar íslenskri tungu.
Þjóðbjörg Eiríksdóttir, BS-nemi í rafmagns- og tölvuverkfræði, hefur hlotið styrk úr Minningarsjóði Þorvalds Finnbogasonar stúdents.
Tvö af fremstu stoðtækjafyrirtækjum heims, Össur hf. og Ottobock, hafa sett á fót rannsóknarsjóð við Háskóla Íslands sem ætlað er að styðja við rannsóknir sem tengjast taugastjórnun á gervilimum. Fyrirtækin leggja samtals rúmlega 200 milljónir króna í sjóðinn á næstu þremur árum.
Sigríður Lilja Magnúsdóttir, BS nemandi í hjúkrunarfræði við Háskóla Íslands, hefur hlotið viðurkenningu úr Minningarsjóði Guðrúnar Marteinsdóttur fyrir framúrskrandi árangur í heilsugæsluhjúkrun.
Snorri Tómasson, BS-nemi í iðnaðarverkfræði, hefur hlotið viðurkenningu úr Minningarsjóði Þorvalds Finnbogasonar stúdents.
Tveir styrkir hafa verið veittir til rannsókna á sviði ljósmóðurfræða úr Minningarsjóði Bjargar Magnúsdóttur ljósmóður og Magnúsar Jónassonar bónda. Emma Marie Swift og Valgerður Lísa Sigurðardóttir hljóta styrkina.