Þrír nemendur í framhaldsnámi erlendis hafa fengið styrki úr Ingjaldssjóði við Háskóla Íslands. Styrkjum var úthlutað úr sjóðnum í annað sinn við hátíðlega athöfn í tilefni af 20 ára afmæli meistaranáms við Viðskiptafræðideild föstudaginn 17. nóvember og nemur heildarupphæð styrkja 2,1 milljón króna.
Fimm verkefni sem snúa m.a. að nýsköpun í kennsluháttum hljóta styrk úr Sjóði Steingríms Arasonar í ár. Styrkjum var úthlutað við hátíðlega athöfn í húsnæði Menntavísindasviðs Háskóla Íslands í gær, miðvikudaginn 25. október, en þetta var í fyrsta sinn sem úthlutað er úr sjóðnum.
Styrkur var veittur til doktorsrannsóknar á verkjameðferðum á Íslandi úr Rannsóknasjóði Ingibjargar R. Magnúsdóttur á dagskrá sem haldin var til heiðurs Ingibjörgu fimmtudaginn 28. október á Hilton Reykjavík Nordica.
Sigurður Helgason, prófessor í stærðfræði við Massachusetts Institute of Technology (MIT), hefur stofnað verðlaunasjóð við Háskóla Íslands sem veitir viðurkenningar til nemenda í grunnnámi í stærðfræði. Sigurður undirritaði stofnskrá sjóðsins ásamt Jóni Atla Benediktssyni, rektor Háskóla Íslands, á Litla torgi 1. september.
Tólf vísindamenn og nemendur við Háskóla Íslands eru á leiðinni til Japans til náms og rannsókna og fjórir japanskir nemendur koma til náms við Háskóla Íslands fyrir tilstilli Watanabe-styrktarsjóðsins við Háskóla Íslands.
Níu styrkir voru nýverið veittir úr Styrktarsjóði Áslaugar Hafliðadóttur til eflingar íslenskri tungu. Þeir renna til fræðimanna og nemenda við Háskóla Íslands sem vinna að rannsóknum og verkefnum sem snúa að stöðu íslenskrar tungu í samtímanum þar sem tækniumhverfi er síbreytilegt.
Tveir læknar hafa hlotið viðurkenningu úr Verðlaunasjóði Óskars Þórðarsonar læknis fyrir árangur í rannsóknum. Orri Þór Ormarsson, sérfræðingur í barnaskurðlækningum og Valýr Stefánsson Thors, sérfræðingur í barnalækningum og smitsjúkdómum barna.
Tveir styrkir voru veittir úr Rannsóknasjóði Ingibjargar R. Magnúsdóttur 13. desember sl. til doktorsrannsókna í hjúkrunarfræði við Háskóla Íslands. Í rannsóknunum eru skoðuð áhrif meðferðarsamræðna tengdra krabbameini og kynlífi annars vegar og hins vegar ákvarðananir um lífslokameðferð sjúklinga á bráðalegudeildum.
Veittir hafa verið styrkir að upphæð samtals tæpum tveimur milljónum króna úr Styrktarsjóði Stofnunar Vigdísar Finnbogadóttur til að standa straum af útgáfu fræðirita á vegum stofnunarinnar.
Sex doktorsnemar við Lyfjafræðideild Háskóla Íslands hafa hlotið viðurkenningu úr Verðlaunasjóði Bergþóru og Þorsteins Schevings Thorsteinssonar lyfsala.
Þrír nemendur í framhaldsnámi erlendis hafa fengið styrki úr Ingjaldssjóði við Háskóla Íslands. Styrkjum var úthlutað var úr sjóðnum í fyrsta sinn við hátíðlega athöfn í tilefni af 75 ára afmælis Viðskiptafræðideildar föstudaginn 18. nóvember og nemur heildarupphæð styrkja 1,8 milljónum króna.
Tveir styrkir hafa verið veittir til rannsókna á sviði bæklunarlækninga með áherslu á stoðkerfissjúkdóma úr Sjóði Sigríðar Lárusdóttur við Háskóla Íslands.