Nýr sjóður hefur verið stofnaður undir hatti Styrktarsjóða Háskóla Íslands og nefnist hann Vísindi og velferð: Styrktarsjóður Sigrúnar og Þorsteins. Stofnendur sjóðsins eru hjónin Sigrún Júlíusdóttir og Þorsteinn Vilhjálmsson, sem bæði eru fyrrverandi prófessorar við skólann.
Ísak Valsson, nýútskrifaður nemandi úr stærðfræði við Háskóla Íslands, hefur hlotið viðurkenningu úr Verðlaunasjóði Sigurðar Helgasonar prófessors fyrir frábæran námsárangur. Verðlaunin nema 7.000 dollurum, jafnvirði um 900 þúsund króna.
Helga Helgadóttir nýdoktor og doktorsnemarnir Manisha Prajapati og Vivien Nagy, sem allar starfa við Lyfjafræðideild Háskóla Íslands, hafa hlotið viðurkenningu úr Verðlaunasjóði Bergþóru og Þorsteins Schevings Thorsteinssonar lyfsala við Háskóla Íslands.
Rannsóknir tveggja doktorsnema í hjúkrunar- og ljósmóðurfræði við Háskóla Íslands, sem snerta aðgengi innflytjenda að barneignarþjónustu hér á landi og tengsl meðferðar og þjónustu við lífsgæði og bata Íslendinga sem takast á við alvarlega geðsjúkdóma, hafa fengið styrk úr Rannsóknasjóði Ingibjargar R. Magnúsdóttur.
Klara Briem, þriðja árs nemi í læknisfræði við Háskóla Íslands, hefur hlotið styrk úr Menntasjóði Læknadeildar til að vinna að rannsóknarverkefni við Þýsku krabbameinsrannsóknarstofnunina.
Tveir nemendur í framhaldsnámi í tónlist og tveir nemendur í framhaldsnámi í viðskiptafræði erlendis fengu á dögunum styrk úr Ingjaldssjóði við Háskóla Íslands. Þetta er í fimmta sinn sem úthlutað er úr sjóðnum og er heildarupphæð úthlutaðra styrkja 3 milljónir króna.
Ingvar Þóroddsson, BS-nemi á þriðja ári í rafmagns- og tölvuverkfræði við Rafmagns- og tölvuverkfræðideild Háskóla Íslands, hefur hlotið styrk úr Minningarsjóði Þorvalds Finnbogasonar stúdents. Frú Vigdís Finnbogadóttir, fyrrverandi forseti Íslands og systir Þorvalds, afhenti styrkinn.
Níu styrkir hafa verið veittir úr Styrktarsjóði Áslaugar Hafliðadóttur til verkefna sem öll miða að því að efla íslenska tungu á tímum hraðra tæknibreytinga.
Fimm læknanemar sem unnu að þriðja árs rannsóknaverkefni í læknisfræði við erlendar rannsókna- og menntastofnanir á vormisseri 2020 fengu styrki úr nýstofnuðum Menntasjóði Læknadeildar til verkefnanna. Heildarstyrkupphæð var tæpar 1,2 milljónir króna.
Þrír styrkir hafa verið veittir til rannsókna á sviði bæklunarlækninga með áherslu á stoðkerfissjúkdóma úr Sjóði Sigríðar Lárusdóttur við Háskóla Íslands.
Nýr sjóður hefur verið stofnaður undir hatti Styrktarsjóða Háskóla Íslands sem nefnist Íslenskusjóðurinn. Hann byggist á rausnarlegu framlagi Elsu Sigríðar Jónsdóttur og Tómasar Gunnarssonar en þau undirrituðu skipulagsskrá sjóðsins ásamt Jóni Atli Benediktssyni, rektor Háskóla Íslands, á dögunum
Fjórir styrkir hafa verið veittir til doktorsnema úr nýstofnuðum Styrktar- og rannsóknarsjóði Þuríðar J. Kristjánsdóttur.