Þrjár viðurkenningar fyrir árangur á rannsóknum tengdum bólusetningum barna á Íslandi hafa verið veittar úr Verðlaunasjóði Óskars Þórðarsonar læknis.
Styrktar- og rannsóknasjóður Þuríðar J. Kristjánsdóttur hefur verið stofnaður undir hatti Styrktarsjóða Háskóla Íslands.
Þrjú verkefni sem snúa að skapandi kennsluháttum hljóta styrk úr Sjóði Steingríms Arasonar í ár. Styrkjum var úthlutað við hátíðlega athöfn í húsnæði Menntavísindasviðs Háskóla Íslands föstudaginn 4. október síðastliðinn, en þetta var í annað sinn sem úthlutað er úr sjóðnum.
Atli Fannar Franklín, nemandi í stærðfræði við Háskóla Íslands, hefur hlotið viðurkenningu úr Verðlaunasjóði Sigurðar Helgasonar prófessors fyrir frábæran námsárangur.
Þrír styrkir hafa verið veittir úr Rannsóknasjóði Ingibjargar R. Magnúsdóttur til doktorsrannsókna í hjúkrunarfræði við HÍ. Í rannsóknunum er meðal annars fjallað um umönnun fólks með heilabilun í heimahúsi, ávinning hugrænnar atferlismeðferðar fyrir einstaklinga með athyglisbrest og áhrif brjóstagjafar og mikilvægi hennar fyrir síðfyrirbura
Menntasjóður Hugvísindasviðs Háskóla Íslands hefur verið stofnaður á grundvelli sameiningar fimm styrktarsjóða skólans sem hafa verið óvirkir um árabil.
Rannsókn sem miðar að því að meta til fjár miska vegna eineltis hefur hlotið styrk úr Styrktarsjóði Margaretar og Bents Schevings Thorsteinssonar við Háskóla Íslands. Styrkhafi er Tinna Laufey Ásgeirsdóttir, prófessor við Hagfræðideild Háskóla Íslands, og nemur styrkurinn 1,2 milljónum króna.
Toshizo Watanabe, stofnandi Watanabe-styrktarsjóðsins við Háskóla Íslands, var sæmdur hinni íslensku fálkaorðu af forseta Íslands, Guðna Th. Jóhannessyni, við hátíðlega athöfn á Bessastöðum 22. maí sl. Orðuna fékk Watanabe fyrir framlag sitt til eflingar fræða- og menntasamstarfi milli Íslands og Japans.
Fjórtán nemendur og vísindamenn við Háskóla Íslands halda til Japans til náms og rannsókna og von er á tíu nemendum og vísindamönnum frá japönskum háskólum hingað til lands í sömu erindagjörðum.
Tíu styrkir hafa verið veittir úr Styrktarsjóði Áslaugar Hafliðadóttur til verkefna sem öll miða að því að efla íslenska tungu á tímum hraðra tæknibreytinga.
Tveir styrkir hafa verið veittir til rannsókna á sviði bæklunarlækninga með áherslu á stoðkerfissjúkdóma úr Sjóði Sigríðar Lárusdóttur við Háskóla Íslands. Styrkhafar eru María Sigurðardóttir, og Sigrún Sunna Skúladóttir.
Þrír styrkir hafa verið veittir úr Rannsóknasjóði Ingibjargar R. Magnúsdóttur til doktorsrannsókna í hjúkrunar- og ljósmóðurfræði við Háskóla Íslands.